Mo Salah gæti misst af átta leikjum Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 10:31 Mohamed Salah fagnar hér marki sínu á móti Newcastle í síðasta leik sínum fyrir Liverpool í bili. Getty/John Powell Fyrir þá stuðningsmenn Liverpool sem óttast það að Liverpool selji stórstjörnuna Mohamed Salah þá gætu þeir sömu fengið smá sýnishorn af lífinu án Egyptans í þessum mánuði. Salah er bæði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem og sá stoðsendingahæsti. Hann hefur alls komið að 22 mörkum í deildinni í fyrstu tuttugu leikjunum. Salah var líka sá eini í stóru deildum Evrópu sem var með að lágmarki fimmtán mörk og fimmtán stoðsendingar á síðasta ári. Það er því enginn vafi á mikilvægi hans fyrir Liverpool liðið sem situr er eins og er í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði tvívegis í síðasta leik sínum fyrir Liverpool í bili en Liverpool vann 4-2 sigur á Newcastle á Nýársdag. Salah er nú á leiðinni í Afríkukeppnina með egypska landsliðinu og missir því af mörgum leikjum Liverpool á næstunni. Svo gæti farið að Salah missi að allt að átta leikjum Liverpool allt frá bikarleiknum á móti Arsenal um næstu helgi fram að deildarleik á móti Burnley 10. febrúar. Tveir af þessum leikjum eru á móti Arsenal því auk bikarleiksins þá mætast liðin einnig í deildinni 4. febrúar næstkomandi. Egyptar spila fyrsta leik sinn í Afríkukeppninni 14. janúar næstkomandi en þeir eru í riðli með Gana, Grænhöfðaeyjum og Mósambík. Sextán liða úrslitin fara fram 27. til 29. janúar, átta liða úrslitin eru 2. og 3. febrúar, undanúrslit 7. febrúar og úrslitaleikurinn fer fram 11. febrúar. Egyptaland hefur ekki unnið Afríkkeppnina í fjórtán ár en liðið hefur fengið tvö silfurverðlaun í síðustu þremur keppnum. Salah lék sinn fyrsta landsleik árið 2011 eða árið eftir að Egyptar unnu síðast Afríkumeistaratitilinn. Hann á því eftir að vinna stóran titil með þjóð sinni. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leiki sem Salah gæti mögulega misst af. Ef Instagram færslan birtist ekki þá er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Salah er bæði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem og sá stoðsendingahæsti. Hann hefur alls komið að 22 mörkum í deildinni í fyrstu tuttugu leikjunum. Salah var líka sá eini í stóru deildum Evrópu sem var með að lágmarki fimmtán mörk og fimmtán stoðsendingar á síðasta ári. Það er því enginn vafi á mikilvægi hans fyrir Liverpool liðið sem situr er eins og er í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði tvívegis í síðasta leik sínum fyrir Liverpool í bili en Liverpool vann 4-2 sigur á Newcastle á Nýársdag. Salah er nú á leiðinni í Afríkukeppnina með egypska landsliðinu og missir því af mörgum leikjum Liverpool á næstunni. Svo gæti farið að Salah missi að allt að átta leikjum Liverpool allt frá bikarleiknum á móti Arsenal um næstu helgi fram að deildarleik á móti Burnley 10. febrúar. Tveir af þessum leikjum eru á móti Arsenal því auk bikarleiksins þá mætast liðin einnig í deildinni 4. febrúar næstkomandi. Egyptar spila fyrsta leik sinn í Afríkukeppninni 14. janúar næstkomandi en þeir eru í riðli með Gana, Grænhöfðaeyjum og Mósambík. Sextán liða úrslitin fara fram 27. til 29. janúar, átta liða úrslitin eru 2. og 3. febrúar, undanúrslit 7. febrúar og úrslitaleikurinn fer fram 11. febrúar. Egyptaland hefur ekki unnið Afríkkeppnina í fjórtán ár en liðið hefur fengið tvö silfurverðlaun í síðustu þremur keppnum. Salah lék sinn fyrsta landsleik árið 2011 eða árið eftir að Egyptar unnu síðast Afríkumeistaratitilinn. Hann á því eftir að vinna stóran titil með þjóð sinni. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leiki sem Salah gæti mögulega misst af. Ef Instagram færslan birtist ekki þá er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira