Mo Salah gæti misst af átta leikjum Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 10:31 Mohamed Salah fagnar hér marki sínu á móti Newcastle í síðasta leik sínum fyrir Liverpool í bili. Getty/John Powell Fyrir þá stuðningsmenn Liverpool sem óttast það að Liverpool selji stórstjörnuna Mohamed Salah þá gætu þeir sömu fengið smá sýnishorn af lífinu án Egyptans í þessum mánuði. Salah er bæði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem og sá stoðsendingahæsti. Hann hefur alls komið að 22 mörkum í deildinni í fyrstu tuttugu leikjunum. Salah var líka sá eini í stóru deildum Evrópu sem var með að lágmarki fimmtán mörk og fimmtán stoðsendingar á síðasta ári. Það er því enginn vafi á mikilvægi hans fyrir Liverpool liðið sem situr er eins og er í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði tvívegis í síðasta leik sínum fyrir Liverpool í bili en Liverpool vann 4-2 sigur á Newcastle á Nýársdag. Salah er nú á leiðinni í Afríkukeppnina með egypska landsliðinu og missir því af mörgum leikjum Liverpool á næstunni. Svo gæti farið að Salah missi að allt að átta leikjum Liverpool allt frá bikarleiknum á móti Arsenal um næstu helgi fram að deildarleik á móti Burnley 10. febrúar. Tveir af þessum leikjum eru á móti Arsenal því auk bikarleiksins þá mætast liðin einnig í deildinni 4. febrúar næstkomandi. Egyptar spila fyrsta leik sinn í Afríkukeppninni 14. janúar næstkomandi en þeir eru í riðli með Gana, Grænhöfðaeyjum og Mósambík. Sextán liða úrslitin fara fram 27. til 29. janúar, átta liða úrslitin eru 2. og 3. febrúar, undanúrslit 7. febrúar og úrslitaleikurinn fer fram 11. febrúar. Egyptaland hefur ekki unnið Afríkkeppnina í fjórtán ár en liðið hefur fengið tvö silfurverðlaun í síðustu þremur keppnum. Salah lék sinn fyrsta landsleik árið 2011 eða árið eftir að Egyptar unnu síðast Afríkumeistaratitilinn. Hann á því eftir að vinna stóran titil með þjóð sinni. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leiki sem Salah gæti mögulega misst af. Ef Instagram færslan birtist ekki þá er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Fótbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Salah er bæði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem og sá stoðsendingahæsti. Hann hefur alls komið að 22 mörkum í deildinni í fyrstu tuttugu leikjunum. Salah var líka sá eini í stóru deildum Evrópu sem var með að lágmarki fimmtán mörk og fimmtán stoðsendingar á síðasta ári. Það er því enginn vafi á mikilvægi hans fyrir Liverpool liðið sem situr er eins og er í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði tvívegis í síðasta leik sínum fyrir Liverpool í bili en Liverpool vann 4-2 sigur á Newcastle á Nýársdag. Salah er nú á leiðinni í Afríkukeppnina með egypska landsliðinu og missir því af mörgum leikjum Liverpool á næstunni. Svo gæti farið að Salah missi að allt að átta leikjum Liverpool allt frá bikarleiknum á móti Arsenal um næstu helgi fram að deildarleik á móti Burnley 10. febrúar. Tveir af þessum leikjum eru á móti Arsenal því auk bikarleiksins þá mætast liðin einnig í deildinni 4. febrúar næstkomandi. Egyptar spila fyrsta leik sinn í Afríkukeppninni 14. janúar næstkomandi en þeir eru í riðli með Gana, Grænhöfðaeyjum og Mósambík. Sextán liða úrslitin fara fram 27. til 29. janúar, átta liða úrslitin eru 2. og 3. febrúar, undanúrslit 7. febrúar og úrslitaleikurinn fer fram 11. febrúar. Egyptaland hefur ekki unnið Afríkkeppnina í fjórtán ár en liðið hefur fengið tvö silfurverðlaun í síðustu þremur keppnum. Salah lék sinn fyrsta landsleik árið 2011 eða árið eftir að Egyptar unnu síðast Afríkumeistaratitilinn. Hann á því eftir að vinna stóran titil með þjóð sinni. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leiki sem Salah gæti mögulega misst af. Ef Instagram færslan birtist ekki þá er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Í beinni: Arsenal - Real Madrid | Risaleikur í London Fótbolti Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Handbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti