Mo Salah gæti misst af átta leikjum Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2024 10:31 Mohamed Salah fagnar hér marki sínu á móti Newcastle í síðasta leik sínum fyrir Liverpool í bili. Getty/John Powell Fyrir þá stuðningsmenn Liverpool sem óttast það að Liverpool selji stórstjörnuna Mohamed Salah þá gætu þeir sömu fengið smá sýnishorn af lífinu án Egyptans í þessum mánuði. Salah er bæði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem og sá stoðsendingahæsti. Hann hefur alls komið að 22 mörkum í deildinni í fyrstu tuttugu leikjunum. Salah var líka sá eini í stóru deildum Evrópu sem var með að lágmarki fimmtán mörk og fimmtán stoðsendingar á síðasta ári. Það er því enginn vafi á mikilvægi hans fyrir Liverpool liðið sem situr er eins og er í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði tvívegis í síðasta leik sínum fyrir Liverpool í bili en Liverpool vann 4-2 sigur á Newcastle á Nýársdag. Salah er nú á leiðinni í Afríkukeppnina með egypska landsliðinu og missir því af mörgum leikjum Liverpool á næstunni. Svo gæti farið að Salah missi að allt að átta leikjum Liverpool allt frá bikarleiknum á móti Arsenal um næstu helgi fram að deildarleik á móti Burnley 10. febrúar. Tveir af þessum leikjum eru á móti Arsenal því auk bikarleiksins þá mætast liðin einnig í deildinni 4. febrúar næstkomandi. Egyptar spila fyrsta leik sinn í Afríkukeppninni 14. janúar næstkomandi en þeir eru í riðli með Gana, Grænhöfðaeyjum og Mósambík. Sextán liða úrslitin fara fram 27. til 29. janúar, átta liða úrslitin eru 2. og 3. febrúar, undanúrslit 7. febrúar og úrslitaleikurinn fer fram 11. febrúar. Egyptaland hefur ekki unnið Afríkkeppnina í fjórtán ár en liðið hefur fengið tvö silfurverðlaun í síðustu þremur keppnum. Salah lék sinn fyrsta landsleik árið 2011 eða árið eftir að Egyptar unnu síðast Afríkumeistaratitilinn. Hann á því eftir að vinna stóran titil með þjóð sinni. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leiki sem Salah gæti mögulega misst af. Ef Instagram færslan birtist ekki þá er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira
Salah er bæði markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar sem og sá stoðsendingahæsti. Hann hefur alls komið að 22 mörkum í deildinni í fyrstu tuttugu leikjunum. Salah var líka sá eini í stóru deildum Evrópu sem var með að lágmarki fimmtán mörk og fimmtán stoðsendingar á síðasta ári. Það er því enginn vafi á mikilvægi hans fyrir Liverpool liðið sem situr er eins og er í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar. Hann skoraði tvívegis í síðasta leik sínum fyrir Liverpool í bili en Liverpool vann 4-2 sigur á Newcastle á Nýársdag. Salah er nú á leiðinni í Afríkukeppnina með egypska landsliðinu og missir því af mörgum leikjum Liverpool á næstunni. Svo gæti farið að Salah missi að allt að átta leikjum Liverpool allt frá bikarleiknum á móti Arsenal um næstu helgi fram að deildarleik á móti Burnley 10. febrúar. Tveir af þessum leikjum eru á móti Arsenal því auk bikarleiksins þá mætast liðin einnig í deildinni 4. febrúar næstkomandi. Egyptar spila fyrsta leik sinn í Afríkukeppninni 14. janúar næstkomandi en þeir eru í riðli með Gana, Grænhöfðaeyjum og Mósambík. Sextán liða úrslitin fara fram 27. til 29. janúar, átta liða úrslitin eru 2. og 3. febrúar, undanúrslit 7. febrúar og úrslitaleikurinn fer fram 11. febrúar. Egyptaland hefur ekki unnið Afríkkeppnina í fjórtán ár en liðið hefur fengið tvö silfurverðlaun í síðustu þremur keppnum. Salah lék sinn fyrsta landsleik árið 2011 eða árið eftir að Egyptar unnu síðast Afríkumeistaratitilinn. Hann á því eftir að vinna stóran titil með þjóð sinni. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þá leiki sem Salah gæti mögulega misst af. Ef Instagram færslan birtist ekki þá er gott ráð að endurhlaða fréttina. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Sjá meira