Íþróttastjarna fannst látin í bíl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2024 06:30 Benjamin Kiplagat sést hér keppa fyrir Úganda á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Getty/Paul Gilham Íþróttaheimurinn syrgir nú millivegahlauparann Benjamin Kiplagat sem lést á Gamlársdag aðeins 34 ára gamall. Kiplagat var myrtur en hann fannst látinn í bíl í útjaðri Eldoret borgar sem er sú borg í Kenía sem státar af stærstu æfingamiðstöð þjóðarinnar. Uganda Daily Monitor sagði frá því að Kiplagat hafi verið stunginn til bana en hann er frá Úganda. Kiplagat fannst í bílnum með djúpt sár í hálsinum. World Athletics is shocked and saddened to hear of the passing of Benjamin Kiplagat. We send our deepest condolences to his friends, family, teammates and fellow athletes. Our thoughts are with them all at this difficult time. https://t.co/x74j5xRvex pic.twitter.com/XvW8k5Gwss— World Athletics (@WorldAthletics) December 31, 2023 Rannsókn fór strax af stað og leituðu lögreglumenn að vísbendingum á morðstaðnum. Þeir komust yfir upptökur úr öryggismyndavél á morðstaðnum og hafa nú handtekið tvo menn í tengslum við morðið. „Frjálsíþróttaheimurinn er í áfalli og mjög dapur yfir fréttum af dauða Benjamin Kiplagat. Okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, liðsfélaga og allra sem þekktu hann,“ sagði í færslu á samfélagsmiðlum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Kiplagat átti átján ára feril þar sem hann vann meðal annars silfur á HM unglinga 2008 og brons á afríska meistaramótinu 2012. Í bæði skiptin í 3000 metra hindrunarhlaupi sem var hans aðalgrein. Hann komst síðan í undanúrslit á Ólympíuleikunum í London 2012 í sömu grein og tók líka þátt í leikunum í Ríó árið 2016. Kiplagat náði sínum besta tíma í 3000 metra hindrunarhlaupi þegar hann hljóp á 8:03.81 mínútum í Lausanne árið 2010. Síðasta stórmót hans var HM í Dóha í Katar árið 2019 þar sem hann endaði í átjánda sæti. Morðið á Kiplagat kemur aðeins rúmu einu ári eftir að maraþonkonan Agnes Tirop var stungin til bana. Benjamin Kiplagat Murder Probe:CCTV footage shows two suspects at the crime scene in the murder of athlete Benjamin Kiplagat in Eldoret.#NTVTonight @SmritiVidyarthi @Loise_Wangui pic.twitter.com/68ekgZD5LB— NTV Kenya (@ntvkenya) January 1, 2024 Frjálsar íþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira
Kiplagat var myrtur en hann fannst látinn í bíl í útjaðri Eldoret borgar sem er sú borg í Kenía sem státar af stærstu æfingamiðstöð þjóðarinnar. Uganda Daily Monitor sagði frá því að Kiplagat hafi verið stunginn til bana en hann er frá Úganda. Kiplagat fannst í bílnum með djúpt sár í hálsinum. World Athletics is shocked and saddened to hear of the passing of Benjamin Kiplagat. We send our deepest condolences to his friends, family, teammates and fellow athletes. Our thoughts are with them all at this difficult time. https://t.co/x74j5xRvex pic.twitter.com/XvW8k5Gwss— World Athletics (@WorldAthletics) December 31, 2023 Rannsókn fór strax af stað og leituðu lögreglumenn að vísbendingum á morðstaðnum. Þeir komust yfir upptökur úr öryggismyndavél á morðstaðnum og hafa nú handtekið tvo menn í tengslum við morðið. „Frjálsíþróttaheimurinn er í áfalli og mjög dapur yfir fréttum af dauða Benjamin Kiplagat. Okkar dýpstu samúðarkveðjur til fjölskyldu hans, liðsfélaga og allra sem þekktu hann,“ sagði í færslu á samfélagsmiðlum Alþjóða frjálsíþróttasambandsins. Kiplagat átti átján ára feril þar sem hann vann meðal annars silfur á HM unglinga 2008 og brons á afríska meistaramótinu 2012. Í bæði skiptin í 3000 metra hindrunarhlaupi sem var hans aðalgrein. Hann komst síðan í undanúrslit á Ólympíuleikunum í London 2012 í sömu grein og tók líka þátt í leikunum í Ríó árið 2016. Kiplagat náði sínum besta tíma í 3000 metra hindrunarhlaupi þegar hann hljóp á 8:03.81 mínútum í Lausanne árið 2010. Síðasta stórmót hans var HM í Dóha í Katar árið 2019 þar sem hann endaði í átjánda sæti. Morðið á Kiplagat kemur aðeins rúmu einu ári eftir að maraþonkonan Agnes Tirop var stungin til bana. Benjamin Kiplagat Murder Probe:CCTV footage shows two suspects at the crime scene in the murder of athlete Benjamin Kiplagat in Eldoret.#NTVTonight @SmritiVidyarthi @Loise_Wangui pic.twitter.com/68ekgZD5LB— NTV Kenya (@ntvkenya) January 1, 2024
Frjálsar íþróttir Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Sport Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Sjá meira