„Versti leikur okkar á leiktíðinni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. desember 2023 21:01 Arteta átti erfitt með sig á hliðarlínunni í dag. Getty Arsenal þurfti að þola annað tap sitt í röð í ensku úrvalsdeildinni er Fulham vann 2-1 sigur á liðinu á Craven Cottage í dag. Knattspyrnustjóri Arsenal segir leikinn hafa verið afar slakan af hálfu hans manna. Arsenal komst yfir snemma leiks en ógnaði marki andstæðinganna lítið eftir það. Fulham var hættulegri aðilinn og tókst að jafna 1-1 fyrir hlé. Liðið komst þá yfir eftir tæplega stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik og voru gestirnir í raun aldrei líklegir til að jafna þar sem skiptingar Mikels Arteta höfðu lítil áhrif á leikinn. Arteta var afar ósáttur með spilamennskuna. „Þetta var erfiður dagur og sorglegur dagur,“ sagði pirraður Arteta við breska ríkisútvarpið, BBC. „Fyrir þremur dögum spiluðum við leik sem við töpuðum en áttum algjörlega að vinna, en í dag var versti leikur okkar á leiktíðinni. Hraðinn, ákveðni í sókninni, varnarlega vorum við verri, við gátum ekki stýrt leiknum og vorum í vandræðum,“ „Ef við spilum eins og við gerðum í hinum 19 leikjunum verðum við í nánd við toppinn í lok tímabils. Ef við spilum eins og í dag eigum við ekki séns. Það er mjög erfitt að kyngja þessu,“ segir Arteta. Arsenal hefur aðeins fengið fjögur stig af síðustu 15 mögulegum í deildinni. Þrátt fyrir það hefði sigur í dag komið þeim á toppinn yfir áramót en í staðinn er liðið statt í fjórða sæti með 40 stig eftir 20 leiki, jafnt Manchester City að stigum en City er í þriðja og hefur leikið einum leik færra. Liverpool er á toppnum með 42 stig eftir 19 leiki, jafnt Aston Villa að stigum sem hefur leikið 20 leiki eins og Arsenal. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Arsenal komst yfir snemma leiks en ógnaði marki andstæðinganna lítið eftir það. Fulham var hættulegri aðilinn og tókst að jafna 1-1 fyrir hlé. Liðið komst þá yfir eftir tæplega stundarfjórðungsleik í síðari hálfleik og voru gestirnir í raun aldrei líklegir til að jafna þar sem skiptingar Mikels Arteta höfðu lítil áhrif á leikinn. Arteta var afar ósáttur með spilamennskuna. „Þetta var erfiður dagur og sorglegur dagur,“ sagði pirraður Arteta við breska ríkisútvarpið, BBC. „Fyrir þremur dögum spiluðum við leik sem við töpuðum en áttum algjörlega að vinna, en í dag var versti leikur okkar á leiktíðinni. Hraðinn, ákveðni í sókninni, varnarlega vorum við verri, við gátum ekki stýrt leiknum og vorum í vandræðum,“ „Ef við spilum eins og við gerðum í hinum 19 leikjunum verðum við í nánd við toppinn í lok tímabils. Ef við spilum eins og í dag eigum við ekki séns. Það er mjög erfitt að kyngja þessu,“ segir Arteta. Arsenal hefur aðeins fengið fjögur stig af síðustu 15 mögulegum í deildinni. Þrátt fyrir það hefði sigur í dag komið þeim á toppinn yfir áramót en í staðinn er liðið statt í fjórða sæti með 40 stig eftir 20 leiki, jafnt Manchester City að stigum en City er í þriðja og hefur leikið einum leik færra. Liverpool er á toppnum með 42 stig eftir 19 leiki, jafnt Aston Villa að stigum sem hefur leikið 20 leiki eins og Arsenal.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira