„Vinnum ekki deildina nema við bætum okkur í báðum teigum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 10:00 Arteta á æfingasvæði Arsenal. Vísir/Getty Arsenal tapaði 2-0 gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudagskvöld þrátt fyrir að hafa átt þrjátíu marktilraunir í leiknum. Mikel Arteta knattspyrnustjóri liðsins segir enga hræðslu vera í leikmannahópi liðsins. Sigur West Ham gegn Arsenal á fimmtudag var nokkuð óvæntur enda Arsenal að berjast á toppi deildarinnar. Arsenal átti 30 skot og 77 sendingar í teig andstæðingsins án þess að skora mark en það er það mesta í ensku úrvalsdeildinni síðan tímabilið 2008-09. „Það er engin hræðsla, þetta snýst um að gera meira og betur og vinna leiki. Ef liðið spilar svona þá munum við vinna marga leiki,“ sagði Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal á blaðamannafundi í gær. „Ef við bætum okkur ekki í teigunum þá vinnum við ekki deildina. Því að lokum þá er niðurstaðan þessi,“ bætti hann við og vísaði í leikinn gegn West Ham. „Litu út fyrir að vera ferskir“ Arsenal leikur gegn Fulham á útivelli á morgun. Arsenal hefur aðeins gert eina breytingu á byrjunarliði sínu í síðustu þremur leikjum. Kai Havertz spilaði ekki gegn West Ham þar sem hann var í leikbanni. Arteta hefur þó ekki áhyggjur af þreytu hjá leikmönnum sínum. „Það er mikið af leikjum núna en þeir litu út fyrir að vera ferskir. Þegar þú vinnur, þá pælir þú ekki í þessu. Þeir eru ungir, þetta væri öðruvísi ef þeir væru 35 ára. Þeir eru með mikla orku og geta haldið áfram, það er á hreinu.“ „Þú nærð ekki því sem liðið gerði gegn West Ham án neista í hópnum. Það er lokahnykkurinn, lokasnertingin sem kemur boltanum í netið. Það er það sem við þurfum.“ Fastlega er búist við að Arsenal reyni að bæta leikmanni í hópinn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Helst er horft til framherjastöðunnar en fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar gætu komið í veg fyrir að Arteta fái að eyða þeim fjárhæðum sem hann hefði viljað. Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Sigur West Ham gegn Arsenal á fimmtudag var nokkuð óvæntur enda Arsenal að berjast á toppi deildarinnar. Arsenal átti 30 skot og 77 sendingar í teig andstæðingsins án þess að skora mark en það er það mesta í ensku úrvalsdeildinni síðan tímabilið 2008-09. „Það er engin hræðsla, þetta snýst um að gera meira og betur og vinna leiki. Ef liðið spilar svona þá munum við vinna marga leiki,“ sagði Mikel Arteta knattspyrnustjóri Arsenal á blaðamannafundi í gær. „Ef við bætum okkur ekki í teigunum þá vinnum við ekki deildina. Því að lokum þá er niðurstaðan þessi,“ bætti hann við og vísaði í leikinn gegn West Ham. „Litu út fyrir að vera ferskir“ Arsenal leikur gegn Fulham á útivelli á morgun. Arsenal hefur aðeins gert eina breytingu á byrjunarliði sínu í síðustu þremur leikjum. Kai Havertz spilaði ekki gegn West Ham þar sem hann var í leikbanni. Arteta hefur þó ekki áhyggjur af þreytu hjá leikmönnum sínum. „Það er mikið af leikjum núna en þeir litu út fyrir að vera ferskir. Þegar þú vinnur, þá pælir þú ekki í þessu. Þeir eru ungir, þetta væri öðruvísi ef þeir væru 35 ára. Þeir eru með mikla orku og geta haldið áfram, það er á hreinu.“ „Þú nærð ekki því sem liðið gerði gegn West Ham án neista í hópnum. Það er lokahnykkurinn, lokasnertingin sem kemur boltanum í netið. Það er það sem við þurfum.“ Fastlega er búist við að Arsenal reyni að bæta leikmanni í hópinn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Helst er horft til framherjastöðunnar en fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar gætu komið í veg fyrir að Arteta fái að eyða þeim fjárhæðum sem hann hefði viljað.
Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira