Innlent

Stelpur moka fyrir gott mál­efni

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Stelpurnar eru hörkuduglegar og moka til að safna fyrir Barnaspítala hringsins.
Stelpurnar eru hörkuduglegar og moka til að safna fyrir Barnaspítala hringsins. Vísir/Sigurjón

Þrjár harðduglegar ellefu ára stúlkur safna nú fyrir Barnaspítala Hringsins með því að moka innkeyrslur og tröppur hjá fólki. Þetta gera stúlkurnar af mikilli hjartagæsku og hugsjón því þær þekkja til spítalans.

Þær Helga Dagmar, Ingibjörg Hafey og Yrja Björt eru allar í sjötta bekk í Vogaskóla. Þær voru ekki lengi að draga fram skóflurnar þegar tækifærið gafst í jólafríinu. Allur ágóðinn af moksturs viðskiptunum rennur til Barnaspítala hringsins.

Hvað kostar þjónustan hjá ykkur?

„Gangstéttin kostar þúsund krónur og bílastæðið þúsund krónur og bæði 1.500 krónur,“ segir Ingibjörg.

Það er engin tilviljun að stelpurnar völdu Barnaspítalann til að styrkja því mæður Helgu og Ingibjargar vinna á vökudeildinni og síðan hefur Yrja sjálf reynslu af því að dvelja á spítalanum.

Þykir þér dálítið vænt um þennan stað?

„Nei, ekki beint en samt jú, því hann hjálpaði mér.“

Og viltu hafa umhverfið þar eins fallegt og hægt er?

„Já, því það er ekkert mjög gaman að vera þar lengi.“

Stelpurnar eru staðráðnar í að safna dágóðri summu.

„Við stefnum á mjög hátt“

„Já, við ætlum að reyna að ná sem mestu.“

Þær hafa auglýst þjónustuna í hverfisgrúppunni og svo gengið í hús. En eins og allir vita sem hafa staðið í mokstri að þá þetta hörkupúl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×