„Getum ekki verið alls staðar í borginni á sama tíma“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 27. desember 2023 10:30 Tunnur voru víða yfirfullar í Reykjavíkurborg á aðfangadag. Vísir/Vilhelm Skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg segir sorphirðumenn í borginni ekki geta verið alls staðar á sama tíma. Vinnudagar séu lengdir í kringum hátíðir til að flýta sorphirðu. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nokkuð hefur borið á ósáttum íbúum sem kvartað hafa undan yfirfullum ruslatunnum í íbúahópum, meðal annars í vesturbænum og í miðborginni. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni, segir sorphirðumenn vinna sig í hring eftir borginni. Fyrir jól hafi þeir verið í austurhluta borgarinnar. Ruslið tekið í austari hluta borgarinnar „Rútínan okkar er þannig að við byrjum vesturfrá og förum svo austur og förum svo aftur vestur eftir og þetta gengur svona hring eftir hring,“ segir Guðmundur. „Við vorum í Grafarvoginum á Þorláksmessu daginn fyrir aðfangadag. Þar eru allar tunnur tómar daginn fyrir jól. Við erum náttúrulega ekki að vinna aðfangadag og jóladag og erum á fullu núna og erum í vesturbænum. Þannig að við erum á leiðinni vestur eftir núna.“ Þannig geti íbúar í vesturbæ og miðbæ átt von á sorphirðu á allra næstu dögum. Síðan taki við Laugardalur, smáíbúðahverfið og Bústaðahverfið. Fréttastofa hefur fjallað mikið um sorp á árinu sem nú er að líða. Farið er yfir sorpfréttir ársins í annálnum hér að neðan. Ekki hægt að vera alls staðar Hvers vegna var ruslið ekki tekið fyrir aðfangadag? „Við getum ekki verið alls staðar í borginni á sama tíma,“ segir Guðmundur. Hann bætir því við að tveggja vikna hirðutíðni sé blönduðu-og lífrænu sorpi í Reykjavík. Hann segir sorphirðumenn standa lengri vaktir í kringum hátíðirnar. „Við breytum til. Við lengjum vinnudaginn hjá okkar fólki. Við vinnum lengur alla daga, erum að vinna helgar líka. Við vorum að vinna á Þorláksmessu sem var laugardagur, við erum að vinna lengur í dag og alla daga í þessari viku, við vinnum á laugardaginn næsta, þannig að við bætum alveg í.“ Hann segir það skiljanlegt að tunnurnar séu fullar í vestari hluta borgarinnar. Þær séu það hinsvegar ekki í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Breiðholti. „Það eru allir bílar úti, allur mannsskapurinn á fullu. Það að kaupa einhverja þrjá, fjóra viðbótar hirðubíla og láta þá svo standa milli jóla eða ráða inn mannskap og segja honum svo upp, það er eitthvað sem við höfum ekki gert nei, til þess að geta losað allar tunnur fyrir jól. Það eru bara ákveðnar tunnur, þetta er bara í ákveðinni rútínu. Svo koma þarna jóladagarnir sjálfir sem við erum ekki að losa.“ Grenndarstöðvabílar í umferðarteppum Hann segir ýmsar leiðir til að nýta betur tunnur. Síðan megi nýta sér grenndarstöðvar og þá opni endurvinnslustöðvar í dag. Eru grenndarstöðvar ekki stútfullar líka? „Allavega hluti af þeim,“ segir Guðmundur. „Ég átti símtal við forstjóra verktakans sem sér um losunina á þessum gámum núna í gær. Þau voru að fram á nótt allla daga fyrir jól að reyna að tæma gámana. Það er bara gríðarlegt magn sem fellur til um jólin. Það sem er líka er að umferðin er mjög þung þessa daga fyrir bíla sem eru að losa grenndargámana á milli tvö og þrjú á daginn þá eru þeir bara fastir í umferð.“ Ekki sé um að kenna nýrri flokkun Um er að ræða fyrstu jólin sem nýtt fjórflokkunarkerfi er við lýði og nýjar ruslatunnur. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir innleiðinguna á hinu nýja kerfi ekki hafa gengið nægilega vel. Hún hafi ekki verið nógu skipulögð. „Það var ágætlega skipulagt. Það var gert með nákvæmlega sama hætti hjá öllum sveitarfélögum. Það gekk mjög vel að dreifa þessum tunnum, koma þeim til íbúa og koma þessu kerfi á,“ segir Guðmundur. Hann segir það ljóst að sorphirðumenn hafi lent í vandræðum þegar nýrri flokkun var komið á. Þá hafi bílar borist seint til sorphirðunnar og ýmis vandræði komið upp. „Við erum hinsvegar búin að vinna það upp. Hirðutíðnin á pappír og plasti í Reykjavík er á þriggja vikna fresti núna, nákvæmlega eins og í nágrannarsveitarfélögum okkar, eins og það var áður en við fórum í þessar breytingar. Hirðutíðni hefur alltaf verið á tveggja vikna fresti á blönduðu og lífrænu hjá okkur, þannig að það misstum við aldrei frá okkur, það var alltaf á réttri tíðni.“ Reykjavík Sorphirða Bítið Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nokkuð hefur borið á ósáttum íbúum sem kvartað hafa undan yfirfullum ruslatunnum í íbúahópum, meðal annars í vesturbænum og í miðborginni. Guðmundur B. Friðriksson, skrifstofustjóri skrifstofu umhverfisgæða hjá borginni, segir sorphirðumenn vinna sig í hring eftir borginni. Fyrir jól hafi þeir verið í austurhluta borgarinnar. Ruslið tekið í austari hluta borgarinnar „Rútínan okkar er þannig að við byrjum vesturfrá og förum svo austur og förum svo aftur vestur eftir og þetta gengur svona hring eftir hring,“ segir Guðmundur. „Við vorum í Grafarvoginum á Þorláksmessu daginn fyrir aðfangadag. Þar eru allar tunnur tómar daginn fyrir jól. Við erum náttúrulega ekki að vinna aðfangadag og jóladag og erum á fullu núna og erum í vesturbænum. Þannig að við erum á leiðinni vestur eftir núna.“ Þannig geti íbúar í vesturbæ og miðbæ átt von á sorphirðu á allra næstu dögum. Síðan taki við Laugardalur, smáíbúðahverfið og Bústaðahverfið. Fréttastofa hefur fjallað mikið um sorp á árinu sem nú er að líða. Farið er yfir sorpfréttir ársins í annálnum hér að neðan. Ekki hægt að vera alls staðar Hvers vegna var ruslið ekki tekið fyrir aðfangadag? „Við getum ekki verið alls staðar í borginni á sama tíma,“ segir Guðmundur. Hann bætir því við að tveggja vikna hirðutíðni sé blönduðu-og lífrænu sorpi í Reykjavík. Hann segir sorphirðumenn standa lengri vaktir í kringum hátíðirnar. „Við breytum til. Við lengjum vinnudaginn hjá okkar fólki. Við vinnum lengur alla daga, erum að vinna helgar líka. Við vorum að vinna á Þorláksmessu sem var laugardagur, við erum að vinna lengur í dag og alla daga í þessari viku, við vinnum á laugardaginn næsta, þannig að við bætum alveg í.“ Hann segir það skiljanlegt að tunnurnar séu fullar í vestari hluta borgarinnar. Þær séu það hinsvegar ekki í Grafarvogi, Grafarholti, Árbæ og Breiðholti. „Það eru allir bílar úti, allur mannsskapurinn á fullu. Það að kaupa einhverja þrjá, fjóra viðbótar hirðubíla og láta þá svo standa milli jóla eða ráða inn mannskap og segja honum svo upp, það er eitthvað sem við höfum ekki gert nei, til þess að geta losað allar tunnur fyrir jól. Það eru bara ákveðnar tunnur, þetta er bara í ákveðinni rútínu. Svo koma þarna jóladagarnir sjálfir sem við erum ekki að losa.“ Grenndarstöðvabílar í umferðarteppum Hann segir ýmsar leiðir til að nýta betur tunnur. Síðan megi nýta sér grenndarstöðvar og þá opni endurvinnslustöðvar í dag. Eru grenndarstöðvar ekki stútfullar líka? „Allavega hluti af þeim,“ segir Guðmundur. „Ég átti símtal við forstjóra verktakans sem sér um losunina á þessum gámum núna í gær. Þau voru að fram á nótt allla daga fyrir jól að reyna að tæma gámana. Það er bara gríðarlegt magn sem fellur til um jólin. Það sem er líka er að umferðin er mjög þung þessa daga fyrir bíla sem eru að losa grenndargámana á milli tvö og þrjú á daginn þá eru þeir bara fastir í umferð.“ Ekki sé um að kenna nýrri flokkun Um er að ræða fyrstu jólin sem nýtt fjórflokkunarkerfi er við lýði og nýjar ruslatunnur. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir innleiðinguna á hinu nýja kerfi ekki hafa gengið nægilega vel. Hún hafi ekki verið nógu skipulögð. „Það var ágætlega skipulagt. Það var gert með nákvæmlega sama hætti hjá öllum sveitarfélögum. Það gekk mjög vel að dreifa þessum tunnum, koma þeim til íbúa og koma þessu kerfi á,“ segir Guðmundur. Hann segir það ljóst að sorphirðumenn hafi lent í vandræðum þegar nýrri flokkun var komið á. Þá hafi bílar borist seint til sorphirðunnar og ýmis vandræði komið upp. „Við erum hinsvegar búin að vinna það upp. Hirðutíðnin á pappír og plasti í Reykjavík er á þriggja vikna fresti núna, nákvæmlega eins og í nágrannarsveitarfélögum okkar, eins og það var áður en við fórum í þessar breytingar. Hirðutíðni hefur alltaf verið á tveggja vikna fresti á blönduðu og lífrænu hjá okkur, þannig að það misstum við aldrei frá okkur, það var alltaf á réttri tíðni.“
Reykjavík Sorphirða Bítið Mest lesið Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Innlent Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Breyta reglum um hljóðfærafarangur Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira