Setja takmarkanir á kínversk leikjafyrirtæki Samúel Karl Ólason skrifar 22. desember 2023 16:53 Kínverskir töluvleikjaspilarar eru sagðir hafa kvartað yfir því hvernig fyrirtæki reyna að kreista fé úr þeim og hvernig þeir sem eyða peningum í tölvuleikjum, njóta yfirburða. EPA/ALEX PLAVEVSKI Yfirvöld í Kína tilkynntu í dag nýjar reglur sem eiga að draga úr eyðslu bæði tíma og peninga í tölvuleiki. Kína er stærsti leikjamarkaður heims og virði leikjafyrirtækja þar hríðféll eftir yfirlýsinguna. Samkvæmt frétt Reuters fylgja reglunum takmarkanir á því hve miklu fólk má eyða í netleiki en takmarkið er ekki ljóst enn. Ekki má lengur verðlauna spilara fyrir að spila leikinn á degi hverjum eða fyrir að kaupa muni inn í leiknum sjálfum í fyrsta sinn, svo eitthvað sé nefnt. Yfirlýsingin hafði gífurleg áhrif á fjárfesta. Virði tveggja stærstu leikjafyrirtækja Kína lækkaði til að mynda um nærri því áttatíu milljarða dala. Virði Tencent Holdings hafði lækkað um sextán prósent á einum tímapunkti og virði NetEase um fjórðung. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Kína skilgreint tölvuleiki sem rafræn fíkniefni og hefur börnum verið bannað að spila leiki meira en þrjá tíma á viku. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Einn viðmælandi fréttaveitunnar segir að það séu í raun ekki reglurnar sjálfar sem séu vandamálið, heldur sú pólitíska óvissa sem fylgi því að starfa í Kína. Fjárfestar og forsvarsmenn leikjafyrirtækja höfðu búist við að þessi áhætta væri liðin hjá og þetta hafi komið niður á jákvæðni fólks. Annar sagði að reglurnar myndu hafa áhrif á daglegan fjölda spilara og á tekjur leikjaframleiðenda. Þeir gætu neyðst til að gera umfangsmiklar breytingar á leikjum sínum. Í frétt CGTN, sem er í eigu kínverska ríkisins, segir að kínverskir tölvuleikjaspilarar hafi lengi kvartað yfir því hvernig leikjaframleiðendur reyna að kreista fé úr þeim og hvernig þeir sem eyða peningum í leikjum fá yfirburði gegn þeim sem gera það ekki. Kína Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Samkvæmt frétt Reuters fylgja reglunum takmarkanir á því hve miklu fólk má eyða í netleiki en takmarkið er ekki ljóst enn. Ekki má lengur verðlauna spilara fyrir að spila leikinn á degi hverjum eða fyrir að kaupa muni inn í leiknum sjálfum í fyrsta sinn, svo eitthvað sé nefnt. Yfirlýsingin hafði gífurleg áhrif á fjárfesta. Virði tveggja stærstu leikjafyrirtækja Kína lækkaði til að mynda um nærri því áttatíu milljarða dala. Virði Tencent Holdings hafði lækkað um sextán prósent á einum tímapunkti og virði NetEase um fjórðung. Á undanförnum árum hafa yfirvöld í Kína skilgreint tölvuleiki sem rafræn fíkniefni og hefur börnum verið bannað að spila leiki meira en þrjá tíma á viku. Sjá einnig: Börnum bannað að spila meira en þrjá tíma í viku í Kína Einn viðmælandi fréttaveitunnar segir að það séu í raun ekki reglurnar sjálfar sem séu vandamálið, heldur sú pólitíska óvissa sem fylgi því að starfa í Kína. Fjárfestar og forsvarsmenn leikjafyrirtækja höfðu búist við að þessi áhætta væri liðin hjá og þetta hafi komið niður á jákvæðni fólks. Annar sagði að reglurnar myndu hafa áhrif á daglegan fjölda spilara og á tekjur leikjaframleiðenda. Þeir gætu neyðst til að gera umfangsmiklar breytingar á leikjum sínum. Í frétt CGTN, sem er í eigu kínverska ríkisins, segir að kínverskir tölvuleikjaspilarar hafi lengi kvartað yfir því hvernig leikjaframleiðendur reyna að kreista fé úr þeim og hvernig þeir sem eyða peningum í leikjum fá yfirburði gegn þeim sem gera það ekki.
Kína Mest lesið Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira