Messi og Suárez sameina krafta sína á ný Sindri Sverrisson skrifar 22. desember 2023 15:01 Luis Suárez og Lionel Messi fóru á kostum sem samherjar hjá Barcelona á sínum tíma. Getty/Manuel Queimadelos Tveir þriðju af MSN-tríóinu svokallaða, sem fór á kostum með Barcelona fyrir nokkrum árum, munu spila saman hjá Inter Miami í Bandaríkjunum áður en langt um líður. Úrúgvæinn Luis Suárez hefur nefnilega ákveðið að koma til Miami og spila með sínum gamla félaga Lionel Messi. Fyrir hjá Inter Miami eru einnig þeir Sergio Busquets og Jordi Alba, sem léku með Suárez og Messi hjá Barcelona. Frá þessu greinir félagaskiptafréttamaðurinn virti Fabrizio Romano á Twitter. Hann segir að samkomulag sé í höfn og ekkert því til fyrirstöðu að tilkynna félagaskiptin. Munnlegt samkomulag um samning til eins árs, með möguleika á framlengingu um eitt ár, náðist fyrir mánuði síðan. Luís Suárez to Inter Miami, all set to be sealed and announced here we go!Contract ready after verbal agreement reached one month ago one-year deal for Suárez.Deal will also include an option for further season.Messi and Suárez, together again. pic.twitter.com/Vf9ytZNlJP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 22, 2023 Suárez og Messi léku saman hjá Barcelona á árunum 2014-2020, og þegar Neymar var einnig hjá liðinu var talað um MSN-þríeykið. Hjá Barcelona unnu þeir Suárez og Messi meðal annars einn Evrópumeistaratitil, fjóra Spánarmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla, auk þess að vinna HM félagsliða einu sinni. Suárez, sem verður 37 ára í næsta mánuði, lék síðast með Gremio í Brasilíu. Hann kom að flestum mörkum allra í efstu deild Brasilíu í ár eða alls 28, með 17 mörk og 11 stoðsendingar, í 33 leikjum fyrir silfurlið Gremio. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Úrúgvæinn Luis Suárez hefur nefnilega ákveðið að koma til Miami og spila með sínum gamla félaga Lionel Messi. Fyrir hjá Inter Miami eru einnig þeir Sergio Busquets og Jordi Alba, sem léku með Suárez og Messi hjá Barcelona. Frá þessu greinir félagaskiptafréttamaðurinn virti Fabrizio Romano á Twitter. Hann segir að samkomulag sé í höfn og ekkert því til fyrirstöðu að tilkynna félagaskiptin. Munnlegt samkomulag um samning til eins árs, með möguleika á framlengingu um eitt ár, náðist fyrir mánuði síðan. Luís Suárez to Inter Miami, all set to be sealed and announced here we go!Contract ready after verbal agreement reached one month ago one-year deal for Suárez.Deal will also include an option for further season.Messi and Suárez, together again. pic.twitter.com/Vf9ytZNlJP— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 22, 2023 Suárez og Messi léku saman hjá Barcelona á árunum 2014-2020, og þegar Neymar var einnig hjá liðinu var talað um MSN-þríeykið. Hjá Barcelona unnu þeir Suárez og Messi meðal annars einn Evrópumeistaratitil, fjóra Spánarmeistaratitla og fjóra bikarmeistaratitla, auk þess að vinna HM félagsliða einu sinni. Suárez, sem verður 37 ára í næsta mánuði, lék síðast með Gremio í Brasilíu. Hann kom að flestum mörkum allra í efstu deild Brasilíu í ár eða alls 28, með 17 mörk og 11 stoðsendingar, í 33 leikjum fyrir silfurlið Gremio. Hann var valinn besti leikmaður tímabilsins.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira