Vegleg hátíðardagskrá á Stöð 2 Sport Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2023 10:01 Fjórir nýir heimildaþættir um ríkjandi Íslandsmeistara í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna, verða frumsýndir á milli jóla og nýárs. Það verður nægt framboð af úrvalsíþróttaefni á Stöð 2 Sport um hátíðarnar, bæði af innlendum og erlendum vettvangi. Mikilvægir leikir fara fram í NFL, bæði á aðfangadag og gamlársdag, og NBA-deildin býður að venju upp á frábæran leik á jóladag. Í ár verður leikur stórveldanna LA Lakers og Boston Celtics sýndur á besta tíma um kvöldið. En það verður einnig frábært úrval af íslensku íþróttaefni. Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna. Þá verður Sportsíldin á sínum stað á gamlársdag og spurningaþátturinn Heiðursstúkan snýr aftur á skjáinn. Hér má sjá yfirlit yfir helstu útsendingar um hátíðarnar. Þorláksmessa 17.30 New York Knicks – Milwaukee Bucks (NBA) 19.30 Roma – Napoli (Serie A) Alls fara fjórir leikir fram í Serie A þennan daginn sem lýkur með stórleik Roma og Ítalíumeistara Napoli. 20.00 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Tómas Steindórsson og Hörð Unnsteinsson í spurningakeppni um körfubolta. Aðfangadagur 18.00 NFL Red Zone 18.00 Minnesota Vikings – Detroit Lions (NFL) 21.20 Miami Dolphins – Dallas Cowboys (NFL) Sannkallaður jólapakki frá NFL-deildinni. Sjö tíma órofin útsending frá NFL Red Zone þar sem skipt er á milli allra leikja sem fara fram. Samtímis verða tveir leikir sýndir en sá síðari, á milli Dolphins og Cowboys, er risaleikur. LeBron James og félagar í LA Lakers mæta til leiks á jóladag í NBA deildinni.Getty/Ethan Miller Jóladagur 22.00 LA Lakers – Boston Celtics (NBA) Jóladagur hefur lengi verið stærsti dagur dagatalsins hjá NBA-deildinni og er engin undantekning á því í ár. Við sýnum leik stórveldanna Lakers og Celtics. Annar í jólum 20.00 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Andra Ólafsson og Magnús „Peru“ Guðmundsson í spurningakeppni um NFL-deildina. 27. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Valur (Besta deild kvenna) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Bestu deild kvenna, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 20.00 Lokasóknin (NFL) Andri Ólafsson og sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fara yfir alla leiki helgarinnar í sérstökum jólaþætti af Lokasókninni. Valur varð Íslandsmeistari í Bestu deild kvenna.Vísir/Diego 28. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Valur (Subway deild kvenna) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Subway deild kvenna, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 29. desember 19.35 Genoa – Inter (Serie A) Albert Guðmundsson hefur verið sjóðheitur með Genoa að undanförnu og fær hér stórlið Inter í heimsókn. 20.00 Íslandsmeistarar - Víkingur (Besta deild karla) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Víkings í Bestu deild karla, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 20.30 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson í spurningakeppni um handbolta. Tindastóll varð Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Val í ótrúlegu úrslitaeinvígi. 30. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Tindastóll (Subway deild karla) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Tindastóls í Subway deild karla, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 22.00 Utah Jazz – Miami Heat (NBA) Gamlársdagur 16.00 Sportsíldin 2023 Guðmundur Benediktsson og Kjartan Atli Kjartansson gera upp íþróttaárið í máli og myndum. Gestir þáttarins eru Dagur Sigurðsson, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Kristjana Arnarsdóttir og Teitur Örlygsson. 18.00 NFL Red Zone 18.00 Baltimore Ravens – Miami Dolphins (NFL) 20.00 Washington Wizards – Atlanta Hawks (NBA) 21.20 Kansas City Chiefs – Cincinnati Bengals (NFL) Áramótahelgin verður helguð stórleikjum bæði í NFL- og NBA-deildunum. Patrick Mahomes í eldlínunni með Kansas City Chiefs í NFL-deildinni.Vísir/Getty Nýársdagur 18.45 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Hólmar Örn Eyjólfsson og Leif Andra Leifsson í spurningakeppni um fótbolta. Besta deild karla Besta deild kvenna Subway-deild kvenna Subway-deild karla NFL NBA Ítalski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira
Mikilvægir leikir fara fram í NFL, bæði á aðfangadag og gamlársdag, og NBA-deildin býður að venju upp á frábæran leik á jóladag. Í ár verður leikur stórveldanna LA Lakers og Boston Celtics sýndur á besta tíma um kvöldið. En það verður einnig frábært úrval af íslensku íþróttaefni. Nýir þættir, Íslandsmeistarar, verða sýndir á milli jóla og nýárs en í hverjum þætti verða teknir fyrir Íslandsmeistaraliðin í fótbolta og körfubolta, karla og kvenna. Þá verður Sportsíldin á sínum stað á gamlársdag og spurningaþátturinn Heiðursstúkan snýr aftur á skjáinn. Hér má sjá yfirlit yfir helstu útsendingar um hátíðarnar. Þorláksmessa 17.30 New York Knicks – Milwaukee Bucks (NBA) 19.30 Roma – Napoli (Serie A) Alls fara fjórir leikir fram í Serie A þennan daginn sem lýkur með stórleik Roma og Ítalíumeistara Napoli. 20.00 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Tómas Steindórsson og Hörð Unnsteinsson í spurningakeppni um körfubolta. Aðfangadagur 18.00 NFL Red Zone 18.00 Minnesota Vikings – Detroit Lions (NFL) 21.20 Miami Dolphins – Dallas Cowboys (NFL) Sannkallaður jólapakki frá NFL-deildinni. Sjö tíma órofin útsending frá NFL Red Zone þar sem skipt er á milli allra leikja sem fara fram. Samtímis verða tveir leikir sýndir en sá síðari, á milli Dolphins og Cowboys, er risaleikur. LeBron James og félagar í LA Lakers mæta til leiks á jóladag í NBA deildinni.Getty/Ethan Miller Jóladagur 22.00 LA Lakers – Boston Celtics (NBA) Jóladagur hefur lengi verið stærsti dagur dagatalsins hjá NBA-deildinni og er engin undantekning á því í ár. Við sýnum leik stórveldanna Lakers og Celtics. Annar í jólum 20.00 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Andra Ólafsson og Magnús „Peru“ Guðmundsson í spurningakeppni um NFL-deildina. 27. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Valur (Besta deild kvenna) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Bestu deild kvenna, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 20.00 Lokasóknin (NFL) Andri Ólafsson og sérfræðingar Stöðvar 2 Sports fara yfir alla leiki helgarinnar í sérstökum jólaþætti af Lokasókninni. Valur varð Íslandsmeistari í Bestu deild kvenna.Vísir/Diego 28. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Valur (Subway deild kvenna) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Vals í Subway deild kvenna, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 29. desember 19.35 Genoa – Inter (Serie A) Albert Guðmundsson hefur verið sjóðheitur með Genoa að undanförnu og fær hér stórlið Inter í heimsókn. 20.00 Íslandsmeistarar - Víkingur (Besta deild karla) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Víkings í Bestu deild karla, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 20.30 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Rúnar Kárason og Stefán Rafn Sigurmannsson í spurningakeppni um handbolta. Tindastóll varð Íslandsmeistari í körfubolta eftir sigur á Val í ótrúlegu úrslitaeinvígi. 30. desember 20.00 Íslandsmeistarar - Tindastóll (Subway deild karla) Heimildaþáttur um Íslandsmeistaratímabil Tindastóls í Subway deild karla, þar sem rætt er við leikmenn og þjálfara um leiðina að titlinum. 22.00 Utah Jazz – Miami Heat (NBA) Gamlársdagur 16.00 Sportsíldin 2023 Guðmundur Benediktsson og Kjartan Atli Kjartansson gera upp íþróttaárið í máli og myndum. Gestir þáttarins eru Dagur Sigurðsson, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Kristjana Arnarsdóttir og Teitur Örlygsson. 18.00 NFL Red Zone 18.00 Baltimore Ravens – Miami Dolphins (NFL) 20.00 Washington Wizards – Atlanta Hawks (NBA) 21.20 Kansas City Chiefs – Cincinnati Bengals (NFL) Áramótahelgin verður helguð stórleikjum bæði í NFL- og NBA-deildunum. Patrick Mahomes í eldlínunni með Kansas City Chiefs í NFL-deildinni.Vísir/Getty Nýársdagur 18.45 Heiðursstúkan Jóhann Fjalar fær til sín Hólmar Örn Eyjólfsson og Leif Andra Leifsson í spurningakeppni um fótbolta.
Besta deild karla Besta deild kvenna Subway-deild kvenna Subway-deild karla NFL NBA Ítalski boltinn Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Snorri Steinn um Gunna Mag málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira