Byrjar sitt 36. tímabil í atvinnumennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2023 14:15 Jaromir Jagr átti langan og stórmerkilegan feril í NHL deildinni en hann er hvergi nærri hættur. Getty/Gerry Thomas Tékkneski íshokkímaðurinn Jaromir Jagr spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í vikunni. Það er stórmerkilegur áfangi enda kappinn orðinn 51 árs gamall. Jagr er að spila með heimaliði sínu Kladno Knights í tékknesku deildinni. Hann átti eina stoðsendingu í 4-3 tapi þar sem liðið hans náði að jafna í 3-3 eftir að hafa lent 3-0 undir. NHL legend and ex-Rangers star Jaromir Jagr begins 36th pro season at age 51 https://t.co/YbJoM1ZjyV pic.twitter.com/nAclIClavB— New York Post (@nypost) December 21, 2023 Þetta er hans 36. tímabil í atvinnumennsku og hann spilaði í þrettán mínútur og 44 sekúndur. Þetta er reyndar 26. leikur Kladno Knights á tímabilinu en Jagr er þekktur fyrir að byrja seint að spila. Hann byrjaði í 27. leik í fyrra. Jagr er þekktastur fyrir feril sinn í bandarísku NHL-deildinni enda einn sá besti sem hefur spilað í henni. Hann hóf sinn atvinnumannaferil með Kladno Knights sem táningur og snéri aftur til félagsins árið 2018. Hann er síðan eigandi tékkneska félagsins í dag. Ferill hans í NHL-deildinni var stórmerkilegur en hann er í öðru sæti yfir þá sem hafa búið til flest mörk í deildinni. Enginn hefur skorað fleiri sigurmörk og hann er sá elsti til að skora þrennu í deildinni. Hann spilaði í NHL frá 1990 til 2018 og náði tvisvar sinum að verða Stanley meistari. Hann var alls með 766 mörk og 1155 stoðsendingar í 1733 leikjum í deildinni. Jagr varð einnig tvisvar heimsmeistari með Tékkum, 2005 og 2010 og vann líka Ólympíugull í Nagano 1998. Jaromir Jagr out here putting up points at 51 years old. Unreal (via @telhcz) pic.twitter.com/vHDiEYqwEf— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) December 20, 2023 Íshokkí Tékkland Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira
Jagr er að spila með heimaliði sínu Kladno Knights í tékknesku deildinni. Hann átti eina stoðsendingu í 4-3 tapi þar sem liðið hans náði að jafna í 3-3 eftir að hafa lent 3-0 undir. NHL legend and ex-Rangers star Jaromir Jagr begins 36th pro season at age 51 https://t.co/YbJoM1ZjyV pic.twitter.com/nAclIClavB— New York Post (@nypost) December 21, 2023 Þetta er hans 36. tímabil í atvinnumennsku og hann spilaði í þrettán mínútur og 44 sekúndur. Þetta er reyndar 26. leikur Kladno Knights á tímabilinu en Jagr er þekktur fyrir að byrja seint að spila. Hann byrjaði í 27. leik í fyrra. Jagr er þekktastur fyrir feril sinn í bandarísku NHL-deildinni enda einn sá besti sem hefur spilað í henni. Hann hóf sinn atvinnumannaferil með Kladno Knights sem táningur og snéri aftur til félagsins árið 2018. Hann er síðan eigandi tékkneska félagsins í dag. Ferill hans í NHL-deildinni var stórmerkilegur en hann er í öðru sæti yfir þá sem hafa búið til flest mörk í deildinni. Enginn hefur skorað fleiri sigurmörk og hann er sá elsti til að skora þrennu í deildinni. Hann spilaði í NHL frá 1990 til 2018 og náði tvisvar sinum að verða Stanley meistari. Hann var alls með 766 mörk og 1155 stoðsendingar í 1733 leikjum í deildinni. Jagr varð einnig tvisvar heimsmeistari með Tékkum, 2005 og 2010 og vann líka Ólympíugull í Nagano 1998. Jaromir Jagr out here putting up points at 51 years old. Unreal (via @telhcz) pic.twitter.com/vHDiEYqwEf— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) December 20, 2023
Íshokkí Tékkland Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Í beinni: Tottenham - Liverpool | Stórleikur í London Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Í beinni: Real Madrid - Sevilla | Snúin hindrun fyrir meistarana Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Sjá meira