Byrjar sitt 36. tímabil í atvinnumennsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2023 14:15 Jaromir Jagr átti langan og stórmerkilegan feril í NHL deildinni en hann er hvergi nærri hættur. Getty/Gerry Thomas Tékkneski íshokkímaðurinn Jaromir Jagr spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu í vikunni. Það er stórmerkilegur áfangi enda kappinn orðinn 51 árs gamall. Jagr er að spila með heimaliði sínu Kladno Knights í tékknesku deildinni. Hann átti eina stoðsendingu í 4-3 tapi þar sem liðið hans náði að jafna í 3-3 eftir að hafa lent 3-0 undir. NHL legend and ex-Rangers star Jaromir Jagr begins 36th pro season at age 51 https://t.co/YbJoM1ZjyV pic.twitter.com/nAclIClavB— New York Post (@nypost) December 21, 2023 Þetta er hans 36. tímabil í atvinnumennsku og hann spilaði í þrettán mínútur og 44 sekúndur. Þetta er reyndar 26. leikur Kladno Knights á tímabilinu en Jagr er þekktur fyrir að byrja seint að spila. Hann byrjaði í 27. leik í fyrra. Jagr er þekktastur fyrir feril sinn í bandarísku NHL-deildinni enda einn sá besti sem hefur spilað í henni. Hann hóf sinn atvinnumannaferil með Kladno Knights sem táningur og snéri aftur til félagsins árið 2018. Hann er síðan eigandi tékkneska félagsins í dag. Ferill hans í NHL-deildinni var stórmerkilegur en hann er í öðru sæti yfir þá sem hafa búið til flest mörk í deildinni. Enginn hefur skorað fleiri sigurmörk og hann er sá elsti til að skora þrennu í deildinni. Hann spilaði í NHL frá 1990 til 2018 og náði tvisvar sinum að verða Stanley meistari. Hann var alls með 766 mörk og 1155 stoðsendingar í 1733 leikjum í deildinni. Jagr varð einnig tvisvar heimsmeistari með Tékkum, 2005 og 2010 og vann líka Ólympíugull í Nagano 1998. Jaromir Jagr out here putting up points at 51 years old. Unreal (via @telhcz) pic.twitter.com/vHDiEYqwEf— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) December 20, 2023 Íshokkí Tékkland Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira
Jagr er að spila með heimaliði sínu Kladno Knights í tékknesku deildinni. Hann átti eina stoðsendingu í 4-3 tapi þar sem liðið hans náði að jafna í 3-3 eftir að hafa lent 3-0 undir. NHL legend and ex-Rangers star Jaromir Jagr begins 36th pro season at age 51 https://t.co/YbJoM1ZjyV pic.twitter.com/nAclIClavB— New York Post (@nypost) December 21, 2023 Þetta er hans 36. tímabil í atvinnumennsku og hann spilaði í þrettán mínútur og 44 sekúndur. Þetta er reyndar 26. leikur Kladno Knights á tímabilinu en Jagr er þekktur fyrir að byrja seint að spila. Hann byrjaði í 27. leik í fyrra. Jagr er þekktastur fyrir feril sinn í bandarísku NHL-deildinni enda einn sá besti sem hefur spilað í henni. Hann hóf sinn atvinnumannaferil með Kladno Knights sem táningur og snéri aftur til félagsins árið 2018. Hann er síðan eigandi tékkneska félagsins í dag. Ferill hans í NHL-deildinni var stórmerkilegur en hann er í öðru sæti yfir þá sem hafa búið til flest mörk í deildinni. Enginn hefur skorað fleiri sigurmörk og hann er sá elsti til að skora þrennu í deildinni. Hann spilaði í NHL frá 1990 til 2018 og náði tvisvar sinum að verða Stanley meistari. Hann var alls með 766 mörk og 1155 stoðsendingar í 1733 leikjum í deildinni. Jagr varð einnig tvisvar heimsmeistari með Tékkum, 2005 og 2010 og vann líka Ólympíugull í Nagano 1998. Jaromir Jagr out here putting up points at 51 years old. Unreal (via @telhcz) pic.twitter.com/vHDiEYqwEf— B/R Open Ice (@BR_OpenIce) December 20, 2023
Íshokkí Tékkland Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Sjáðu bestu tilþrifin á öðru keppniskvöldi úrvalsdeildarinnar Sigurjón hættur með Gróttu Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Hannes í leyfi Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sjá meira