Klopp ósáttur við stemninguna á Anfield: „Gefðu miðann ef þú ert ekki í lagi“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. desember 2023 09:31 Jürgen Klopp fannst ekki nógu góð stemmning á Anfield í gær. getty/James Gill Þrátt fyrir 5-1 sigur á West Ham United í átta liða úrslitum enska deildabikarsins í gær var Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, ekki alls kostar sáttur eftir leikinn. Honum fannst stemningin á Anfield nefnilega ekki nógu góð. Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með að leggja West Ham að velli í gær. Curtis Jones skoraði tvö mörk og þeir Dominik Szoboszlai, Cody Gakpo og Mohamed Salah eitt mark hver. Klopp var ánægður með frammistöðu sinna manna gegn West Ham en var ekki jafn sáttur með frammistöðu áhorfenda á Anfield. „Í fyrri hálfleik, þegar strákarnir spiluðu framúrskarandi vel, var ég ekki allt of ánægður með stemninguna fyrir aftan mig,“ sagði Klopp. „Ég spurði fólk: Hvað viljiði? Við breyttum mörgu, vorum með yfirburði en klúðruðum færum. Ef ég hefði verið í stúkunni hefði ég verið á tánum, þúsund prósent. Ég veit ekki hvort leikurinn gegn Manchester United var svo slæmur að við þurfum að biðjast afsökunar á að hafa ekki rústað þeim?“ Á laugardaginn fær Liverpool lið Arsenal í heimsókn í toppslag í ensku úrvalsdeildinni. Klopp vonast eftir betri stemningu á Anfield þá. „Við þurfum Anfield á laugardaginn. Allir sem vita eitthvað um þá vita að þeir verða undirbúnir svo við þurfum Anfield til að vera á tánum frá fyrstu sekúndu,“ sagði Klopp. „Ef þetta er of mikill fótbolti í desember, ef þú ert ekki í góðu standi gefðu einhverjum öðrum miðann þinn.“ Liverpool dróst gegn Fulham í undanúrslitum deildabikarsins. Í hinni viðureigninni mætast Chelsea og Middlesbrough. Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 38 stig, einu stigi á eftir toppliði Arsenal. Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira
Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með að leggja West Ham að velli í gær. Curtis Jones skoraði tvö mörk og þeir Dominik Szoboszlai, Cody Gakpo og Mohamed Salah eitt mark hver. Klopp var ánægður með frammistöðu sinna manna gegn West Ham en var ekki jafn sáttur með frammistöðu áhorfenda á Anfield. „Í fyrri hálfleik, þegar strákarnir spiluðu framúrskarandi vel, var ég ekki allt of ánægður með stemninguna fyrir aftan mig,“ sagði Klopp. „Ég spurði fólk: Hvað viljiði? Við breyttum mörgu, vorum með yfirburði en klúðruðum færum. Ef ég hefði verið í stúkunni hefði ég verið á tánum, þúsund prósent. Ég veit ekki hvort leikurinn gegn Manchester United var svo slæmur að við þurfum að biðjast afsökunar á að hafa ekki rústað þeim?“ Á laugardaginn fær Liverpool lið Arsenal í heimsókn í toppslag í ensku úrvalsdeildinni. Klopp vonast eftir betri stemningu á Anfield þá. „Við þurfum Anfield á laugardaginn. Allir sem vita eitthvað um þá vita að þeir verða undirbúnir svo við þurfum Anfield til að vera á tánum frá fyrstu sekúndu,“ sagði Klopp. „Ef þetta er of mikill fótbolti í desember, ef þú ert ekki í góðu standi gefðu einhverjum öðrum miðann þinn.“ Liverpool dróst gegn Fulham í undanúrslitum deildabikarsins. Í hinni viðureigninni mætast Chelsea og Middlesbrough. Liverpool er í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 38 stig, einu stigi á eftir toppliði Arsenal.
Enski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Tímabilinu lokið hjá Gabriel Sjá meira