Spá fjölgun farþega og ferðamanna á næsta ári Lovísa Arnardóttir skrifar 20. desember 2023 14:49 Gert er ráð fyrir að farþegar um Keflavíkurflugvöll geti orðið allt að 8,5 milljónir á næsta ári. Aðeins tvisvar hafa þeir verið fleiri. Vísir/Vilhelm Tæplega 8,5 milljónir farþega munu ferðast um Keflavíkurflugvöll á næsta ári samkvæmt farþegaspá flugvallarins fyrir árið 2024. Frá því er greint í tilkynningu. Farþegar hafa aðeins tvisvar verið fleiri. Þá er einnig gert ráð fyrir fjölgun ferðamanna og að fjöldinn verði meiri en þegar hann var mestur árið 2018. Þar segir að gert sé ráð fyrir því að tæplega 2,4 milljónir erlendra ferðamanna komi til landsins um flugvöllinn og að 8,49 milljónir farþega fari um völlinn. Það er 9,6 prósenta aukning frá þeim 7,74 milljónum sem fóru um flugvöllinn á þessu ári Samkvæmt tilkynningunni hafa farþegarnir aðeins tvisvar verið fleiri, 8,8 milljónir 2017 og 9,8 milljónir 2018. Gangi spáin eftir verður árið 2024 þannig það þriðja stærsta í sögu Keflavíkurflugvallar og það stærsta í komu erlendra ferðamanna til Íslands. „Spáin bendir einnig til þess að fjölgun farþega, sem og erlendra ferðamanna, verði hlutfallslega meiri en áður yfir vetrarmánuðina en sumarmánuðina. Það mun styðja við betri og jafnari nýtingu á flugvellinum yfir allt árið og á innviðum ferðaþjónustunnar,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia í tilkynningunni. Farþegaspá Keflavíkurflugvallar fyrir næsta ár. Sjá má heildarfjölda eftir mánuðum og hversu mikilli aukningu er gert ráð fyrir frá árinu í ár. Mynd/Isavia Fram kemur í tilkynningunni að yfir sumarmánuðina muni 25 flugfélög fljúga áætlunarflug til 82 áfangastaða og 20 flugfélög til 69 áfangastaða yfir vetrarmánuðina. Ef horft er til þeirra mánaða sem skilgreindir eru sem vetrarmánuðir, það er janúar, febrúar, mars, nóvember og desember, er gert ráð fyrir að farþegum fjölgi um 15,2 prósent eða um 354 þúsund. Yfir sumarmánuðina, apríl til október, er gert ráð fyrir að farþegum fjölgi um 391 þúsund sem er 7,2 prósenta aukning á milli ára. Tengifarþegar um 30 prósent Hlutfall tengifarþega er samkvæmt spánni um 30 prósent af heildarfjölda farþega á næsta ári. En er um 27 prósent á þessu ári. Hlutfall tengifarþega fór mest árið 2018 þegar það var um 40 prósent. Samhliða farþegaspánni var einnig unnin spá um fjölda erlendra ferðamanna sem hingað sækja á næsta ári. Þar er gert ráð fyrir að erlendir ferðamenn verði tæplega 2,38 milljónir. Það eru um 60 þúsund fleiri en árið 2018 þegar þeir voru 2,32 milljónir sem er mesti fjöldi ferðamanna sem hefur komið til landsins á einu ári. Á næsta ári er gert ráð fyrir að met verði slegið í fjölda ferðamanna á landinu. Ekki fara allir inn í landið sem fara í gegnum flugvöllinn. Vísir/Vilhelm Í ár koma um 2,21 milljónir ferðamanna til landsins og gerir spáin því ráð fyrir 7,3 prósenta aukningu á milli ára. Um 93 þúsund fleiri ferðamenn munu koma yfir vetrarmánuðina á næsta ári samkvæmt spánni, sem 13,4 prósenta aukning á milli ára. Yfir sumarmánuðina er gert ráð fyrir 68 þúsund fleiri ferðamönnum sem er 4,5 prósenta aukning. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Fréttir af flugi Icelandair Play Tengdar fréttir Aukið fjármagn til flugvalla um land allt Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðarflugs síðustu misseri. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll en hins vegar erum við að sjá aukið millilandaflug gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. 29. apríl 2023 10:31 Fjölgun um 68 prósent hjá Play Farþegum hjá Play fjölgaði um 68 prósent í október, samanborið við október í fyrra. Fjölgunin hjá Icelandair á sama tímabili var níu prósent. 7. nóvember 2023 19:46 Farþegum fjölgaði um sextán prósent milli ára Heildarfjöldi farþega Icelandair var um 366 þúsund í maí, sextán prósent fleiri en í maí í fyrra þegar farþegar voru 316 þúsund. Sætaframboð í maí jókst um ellefu prósent miðað við fyrra ár. 6. júní 2023 17:47 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Þar segir að gert sé ráð fyrir því að tæplega 2,4 milljónir erlendra ferðamanna komi til landsins um flugvöllinn og að 8,49 milljónir farþega fari um völlinn. Það er 9,6 prósenta aukning frá þeim 7,74 milljónum sem fóru um flugvöllinn á þessu ári Samkvæmt tilkynningunni hafa farþegarnir aðeins tvisvar verið fleiri, 8,8 milljónir 2017 og 9,8 milljónir 2018. Gangi spáin eftir verður árið 2024 þannig það þriðja stærsta í sögu Keflavíkurflugvallar og það stærsta í komu erlendra ferðamanna til Íslands. „Spáin bendir einnig til þess að fjölgun farþega, sem og erlendra ferðamanna, verði hlutfallslega meiri en áður yfir vetrarmánuðina en sumarmánuðina. Það mun styðja við betri og jafnari nýtingu á flugvellinum yfir allt árið og á innviðum ferðaþjónustunnar,“ segir Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar hjá Isavia í tilkynningunni. Farþegaspá Keflavíkurflugvallar fyrir næsta ár. Sjá má heildarfjölda eftir mánuðum og hversu mikilli aukningu er gert ráð fyrir frá árinu í ár. Mynd/Isavia Fram kemur í tilkynningunni að yfir sumarmánuðina muni 25 flugfélög fljúga áætlunarflug til 82 áfangastaða og 20 flugfélög til 69 áfangastaða yfir vetrarmánuðina. Ef horft er til þeirra mánaða sem skilgreindir eru sem vetrarmánuðir, það er janúar, febrúar, mars, nóvember og desember, er gert ráð fyrir að farþegum fjölgi um 15,2 prósent eða um 354 þúsund. Yfir sumarmánuðina, apríl til október, er gert ráð fyrir að farþegum fjölgi um 391 þúsund sem er 7,2 prósenta aukning á milli ára. Tengifarþegar um 30 prósent Hlutfall tengifarþega er samkvæmt spánni um 30 prósent af heildarfjölda farþega á næsta ári. En er um 27 prósent á þessu ári. Hlutfall tengifarþega fór mest árið 2018 þegar það var um 40 prósent. Samhliða farþegaspánni var einnig unnin spá um fjölda erlendra ferðamanna sem hingað sækja á næsta ári. Þar er gert ráð fyrir að erlendir ferðamenn verði tæplega 2,38 milljónir. Það eru um 60 þúsund fleiri en árið 2018 þegar þeir voru 2,32 milljónir sem er mesti fjöldi ferðamanna sem hefur komið til landsins á einu ári. Á næsta ári er gert ráð fyrir að met verði slegið í fjölda ferðamanna á landinu. Ekki fara allir inn í landið sem fara í gegnum flugvöllinn. Vísir/Vilhelm Í ár koma um 2,21 milljónir ferðamanna til landsins og gerir spáin því ráð fyrir 7,3 prósenta aukningu á milli ára. Um 93 þúsund fleiri ferðamenn munu koma yfir vetrarmánuðina á næsta ári samkvæmt spánni, sem 13,4 prósenta aukning á milli ára. Yfir sumarmánuðina er gert ráð fyrir 68 þúsund fleiri ferðamönnum sem er 4,5 prósenta aukning.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Fréttir af flugi Icelandair Play Tengdar fréttir Aukið fjármagn til flugvalla um land allt Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðarflugs síðustu misseri. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll en hins vegar erum við að sjá aukið millilandaflug gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. 29. apríl 2023 10:31 Fjölgun um 68 prósent hjá Play Farþegum hjá Play fjölgaði um 68 prósent í október, samanborið við október í fyrra. Fjölgunin hjá Icelandair á sama tímabili var níu prósent. 7. nóvember 2023 19:46 Farþegum fjölgaði um sextán prósent milli ára Heildarfjöldi farþega Icelandair var um 366 þúsund í maí, sextán prósent fleiri en í maí í fyrra þegar farþegar voru 316 þúsund. Sætaframboð í maí jókst um ellefu prósent miðað við fyrra ár. 6. júní 2023 17:47 Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Aukið fjármagn til flugvalla um land allt Uppbygging varaflugvalla á Íslandi hafa ekki verið í samræmi við vöxt alþjóðarflugs síðustu misseri. Flestar ferðir til og frá landinu eru í gegnum Keflavíkurflugvöll en hins vegar erum við að sjá aukið millilandaflug gegnum flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. 29. apríl 2023 10:31
Fjölgun um 68 prósent hjá Play Farþegum hjá Play fjölgaði um 68 prósent í október, samanborið við október í fyrra. Fjölgunin hjá Icelandair á sama tímabili var níu prósent. 7. nóvember 2023 19:46
Farþegum fjölgaði um sextán prósent milli ára Heildarfjöldi farþega Icelandair var um 366 þúsund í maí, sextán prósent fleiri en í maí í fyrra þegar farþegar voru 316 þúsund. Sætaframboð í maí jókst um ellefu prósent miðað við fyrra ár. 6. júní 2023 17:47