Brösugir Börsungar áttu í vandræðum með botnliðið Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. desember 2023 19:28 Hetja Barcelona í kvöld, Sergi Roberto, fagnar með fyrsta markaskoraranum Raphinha. EPA-EFE/Enric Fontcuberta Barcelona vann 3-2 á heimavelli gegn Almería, neðsta liði spænsku úrvalsdeildarinnar. Mörkin komu frá hægri væng Börsunga, kantmaðurinn Raphinha skoraði fyrra markið og lagði annað markið svo upp á bakvörðinn Sergi Roberto, sem var aftur á ferðinni í sigurmarkinu en þá eftir undirbúning Robert Lewandowski. Barcelona átti dagana sjö sannarlega ekki sæla í síðustu viku. Þeir drógust aftur úr titilbaráttunni með 4-2 tapi gegn Girona, ferðuðust svo til Belgíu í miðri viku og lágu þar 3-2 fyrir heimamönnum Royal Antwerp í lokaumferð Meistaradeildarinnar. Vikan endaði svo á 1-1 jafntefli gegn Valencia á meðan liðin þrjú fyrir ofan þá unnu öll sína leiki. Orðrómar heyrðust í slúðurblöðum Katalóníu að ósætti væri milli forseta Barcelona og þjálfara liðsins en forsetinn blés fljótt á þær sögusagnir. Þessi leikur kom því á frábærum tíma fyrir Börsunga sem höfðu verið í smá brekku. Almería hefur verið slakasta lið deilarinnar á þessu tímabili, með aðeins 5 stig eftir 18 leiki, veiðin var sýnd en sannarlega ekki gefin. Raphinha opnaði markareikninginn á 33. mínútu, Léo Baptistao jafnaði svo metin fyrir gestina rétt fyrir háfleikslok. Þrátt fyrir mikla yfirburði Barcelona stóð Almería vel í þeim að mestu leyti, en Barcelona nýtti sér veikleika þeirra vel og herjuðu upp hægri kantinn. No es el mejor, ni tampoco es el más talentoso, pero Sergi Roberto demostró tener más orgullo que muchos otros jugadores del Barça. Cuando más difícil estaban las cosas, el capitán tiró de trabajo y se pasó todo el partido dando la cara por el escudo. Honor. #FCBarcelona pic.twitter.com/d49ry7Z7Vp— Miquel Blázquez (@BlazquezFont) December 20, 2023 Sergi Roberto kom Börsungum aftur yfir á 60. mínútu, það dugði þó ekki til því Edgar González jafnaði metin skömmu síðar eftir mistök í varnarleik Barcelona. Sergi Roberto setti svo sitt annað mark og sigurmark leiksins á 83. mínútu, lokatölur 3-2. Barcelona lyfti sér upp í 3. sæti deildarinnar með þessum sigri, en hefur spilað einum leik fleiri en hin liðin í efstu fjórum sætunum. Spænski boltinn Tengdar fréttir Sóknarleikur Barcelona í molum Barcelona lék sinn þriðja deildarleik í röð án sigurs í gær þegar liðið gerði jafntefli við Valencia á útivelli. Framherjar Barcelona virðast heillum horfnir þessa dagana. 17. desember 2023 12:04
Barcelona vann 3-2 á heimavelli gegn Almería, neðsta liði spænsku úrvalsdeildarinnar. Mörkin komu frá hægri væng Börsunga, kantmaðurinn Raphinha skoraði fyrra markið og lagði annað markið svo upp á bakvörðinn Sergi Roberto, sem var aftur á ferðinni í sigurmarkinu en þá eftir undirbúning Robert Lewandowski. Barcelona átti dagana sjö sannarlega ekki sæla í síðustu viku. Þeir drógust aftur úr titilbaráttunni með 4-2 tapi gegn Girona, ferðuðust svo til Belgíu í miðri viku og lágu þar 3-2 fyrir heimamönnum Royal Antwerp í lokaumferð Meistaradeildarinnar. Vikan endaði svo á 1-1 jafntefli gegn Valencia á meðan liðin þrjú fyrir ofan þá unnu öll sína leiki. Orðrómar heyrðust í slúðurblöðum Katalóníu að ósætti væri milli forseta Barcelona og þjálfara liðsins en forsetinn blés fljótt á þær sögusagnir. Þessi leikur kom því á frábærum tíma fyrir Börsunga sem höfðu verið í smá brekku. Almería hefur verið slakasta lið deilarinnar á þessu tímabili, með aðeins 5 stig eftir 18 leiki, veiðin var sýnd en sannarlega ekki gefin. Raphinha opnaði markareikninginn á 33. mínútu, Léo Baptistao jafnaði svo metin fyrir gestina rétt fyrir háfleikslok. Þrátt fyrir mikla yfirburði Barcelona stóð Almería vel í þeim að mestu leyti, en Barcelona nýtti sér veikleika þeirra vel og herjuðu upp hægri kantinn. No es el mejor, ni tampoco es el más talentoso, pero Sergi Roberto demostró tener más orgullo que muchos otros jugadores del Barça. Cuando más difícil estaban las cosas, el capitán tiró de trabajo y se pasó todo el partido dando la cara por el escudo. Honor. #FCBarcelona pic.twitter.com/d49ry7Z7Vp— Miquel Blázquez (@BlazquezFont) December 20, 2023 Sergi Roberto kom Börsungum aftur yfir á 60. mínútu, það dugði þó ekki til því Edgar González jafnaði metin skömmu síðar eftir mistök í varnarleik Barcelona. Sergi Roberto setti svo sitt annað mark og sigurmark leiksins á 83. mínútu, lokatölur 3-2. Barcelona lyfti sér upp í 3. sæti deildarinnar með þessum sigri, en hefur spilað einum leik fleiri en hin liðin í efstu fjórum sætunum.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Sóknarleikur Barcelona í molum Barcelona lék sinn þriðja deildarleik í röð án sigurs í gær þegar liðið gerði jafntefli við Valencia á útivelli. Framherjar Barcelona virðast heillum horfnir þessa dagana. 17. desember 2023 12:04
Sóknarleikur Barcelona í molum Barcelona lék sinn þriðja deildarleik í röð án sigurs í gær þegar liðið gerði jafntefli við Valencia á útivelli. Framherjar Barcelona virðast heillum horfnir þessa dagana. 17. desember 2023 12:04
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti