Innlent

Þróunin svipuð og var við Fagra­dals­fjall

Bjarki Sigurðsson skrifar
Frá eldgosinu við Fagradalsfjall í fyrra.
Frá eldgosinu við Fagradalsfjall í fyrra. Vísir/Vilhelm

Áfram dregur úr krafti eldgossins við Sundhnúksgíga en hraunflæði er um það bil fjórðungur af því sem það var í byrjun og er einungis þriðjungur sprungunnar virkur. Kvikustrókar eru lægri en þeir voru í byrjun og eru um það bil þrjátíu metrar þar sem þeir ná hæst.

Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. 

„Þróun gossins svipar til eldgosa við Fagradalsfjall þar sem gossprungurnar eru byrjaðar að draga sig saman og mynda stök gosop. Á þessum tímapunkti eru um fimm gosop sem eru dreifð eftir upphaflegu sprungunni,“ segir í tilkynningunni. 

Síðast var farið í mælingaflug klukkan fjögur í nótt og er næsta ferð klukkan eitt í dag. Verið er að vinna nýtt hættumatskort og verður það gefið út síðar í dag.

Gosmökkurinn berst undan vestan og norðvestan átt. Gasmengunar gæti því orðið vart í Vestmannaeyjum í dag en ekki annars staðar í byggð. Samkvæmt veðurspá gæti gasmengunar orðið vart á höfuðborgarsvæðinu seint í nótt eða í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×