Innlent

Enginn reyk­skynjari í húsinu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Kertaskreytingin sem kviknaði í.
Kertaskreytingin sem kviknaði í. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu

Enginn reykskynjari var í húsnæðinu í Skipholti sem kviknaði í í gær. Enginn var heima þegar eldurinn kviknaði og sá gangandi vegfarandi um að tilkynna um eldsvoðann. 

Þetta kemur fram í færslu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að eldurinn hafi kviknað út frá loga í kertaskreytingu og að hann hafi ekki náð að dreifa úr sér áður en slökkviliðið mætti á svæðið. 

„Það má teljast mildi að ekki fór verr þar sem engin var heima þegar eldur kom upp og engin reykskynjari var í húsnæðinu sem er nú orðið sjaldséð í dag,“ segir í færslunni. 

Sjúkrabílar fóru í 142 verkefni síðastliðinn sólarhring, en þriðjungur þeirra voru forgangsverkefni sem er samkvæmt slökkviliðinu ansi hátt hlutfall. Dælubílar fóru í sjö verkefni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×