„Stundum verður maður bara að kyngja svona löguðu“ Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2023 00:01 Ólafur segir að honum hafi ekki verið nein launung á því, hann var á heimleið. Hélt að þetta væri búið. Fjölmargir hringdu í hann í dag og í kvöld og þökkuðu honum fyrir en svo snarfækkaði í þeim hópi. vísir/stöð2 „Ég segi nú ekkert gott. Ég sit hér og horfi á gos,“ segir Ólafur Benedikt Arnberg Þórðarson fyrrverandi skipstjóri og nú veitingamaður. Sem fylgist nú með gosinu - úr hæfilegri fjarlægð. Ólafur vakti talsverða athygli í dag, í hádegisfréttum Bylgunnar og á Vísi, þegar hann sagðist vilja gista í Grindavík. Hann væri orðin þreyttur á að Grindvíkingar fengju ekki að gista í heimabæ sínum nú þegar jarðskjálftamælar hreyfðust varla og líkur á eldgosi væru sáralitlar sem engar. Margir hringdu og þökkuðu honum fyrir Ólafi var hótað handtöku þegar hann sagðist vilja gista. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Úlfar Lúðvíksson, sagði við sama tækifæri að hann teldi líkur á að Grindvíkingar gætu haldið jól í heimabæ sínum. Það verður ekki. En, hvar ertu núna? „Ég er í Ölfusborgum. Við fórum þangað í dag. Við hættum við. Við vorum á heimleið, það er engin launung á því. Við héldum að þetta væri búið. Ég og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur,“ segir Ólafur og hlær við, þó honum sé ekki hlátur í huga. „Stundum verður maður bara að kyngja svona löguðu. Þeir voru margir sem hringdu í mig í dag og í kvöld og þökkuðu mér fyrir að vilja berja þetta í gegn. En það hefur snarfækkað í þeim hópi núna. En svona er þetta bara,“ segir Ólafur. Vorkennir Haraldi eldfjallafræðingi Hann segir sig og sína á ágætum stað núna. Fjölskyldan fylgist með úr fjarlægð núna. „Þó þetta sé þriggja kílómetra rifa núna þá vonar maður að þetta verði eins og hin gosin. Að þetta skilji bara eftir sig smá bungu. En verst er ef þetta verður hangandi yfir okkur næstu þrjú hundruð árin. Þá missir maður að þessu að mestu.“ Ólafur bendir á að Hófsnesið, þar sem vitinn í Grindavík stendur, hafi orðið til í sambærilegu gosi. Ef hraunið fer að renna þá leið sé Grindavík búið að vera. „Já. Ég vorkenni Haraldi núna, meira en mér. En þetta er svakalegt,“ segir Ólafur. Hann þykist vita að ekki séu neinir í Grindavík núna. Bærinn sé tómur. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Ólafur vakti talsverða athygli í dag, í hádegisfréttum Bylgunnar og á Vísi, þegar hann sagðist vilja gista í Grindavík. Hann væri orðin þreyttur á að Grindvíkingar fengju ekki að gista í heimabæ sínum nú þegar jarðskjálftamælar hreyfðust varla og líkur á eldgosi væru sáralitlar sem engar. Margir hringdu og þökkuðu honum fyrir Ólafi var hótað handtöku þegar hann sagðist vilja gista. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Úlfar Lúðvíksson, sagði við sama tækifæri að hann teldi líkur á að Grindvíkingar gætu haldið jól í heimabæ sínum. Það verður ekki. En, hvar ertu núna? „Ég er í Ölfusborgum. Við fórum þangað í dag. Við hættum við. Við vorum á heimleið, það er engin launung á því. Við héldum að þetta væri búið. Ég og Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur,“ segir Ólafur og hlær við, þó honum sé ekki hlátur í huga. „Stundum verður maður bara að kyngja svona löguðu. Þeir voru margir sem hringdu í mig í dag og í kvöld og þökkuðu mér fyrir að vilja berja þetta í gegn. En það hefur snarfækkað í þeim hópi núna. En svona er þetta bara,“ segir Ólafur. Vorkennir Haraldi eldfjallafræðingi Hann segir sig og sína á ágætum stað núna. Fjölskyldan fylgist með úr fjarlægð núna. „Þó þetta sé þriggja kílómetra rifa núna þá vonar maður að þetta verði eins og hin gosin. Að þetta skilji bara eftir sig smá bungu. En verst er ef þetta verður hangandi yfir okkur næstu þrjú hundruð árin. Þá missir maður að þessu að mestu.“ Ólafur bendir á að Hófsnesið, þar sem vitinn í Grindavík stendur, hafi orðið til í sambærilegu gosi. Ef hraunið fer að renna þá leið sé Grindavík búið að vera. „Já. Ég vorkenni Haraldi núna, meira en mér. En þetta er svakalegt,“ segir Ólafur. Hann þykist vita að ekki séu neinir í Grindavík núna. Bærinn sé tómur.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira