Innlent

„Við sáum þetta bara springa fyrir augum okkar“

Jakob Bjarnar skrifar
Nokkrar af þeim myndum sem þeir feðgar tóku. En þeir segja að nákvæm tímasetning gossins sé klukkan 22.23.
Nokkrar af þeim myndum sem þeir feðgar tóku. En þeir segja að nákvæm tímasetning gossins sé klukkan 22.23. edvard dagur

Börkur Edvardsson var ásamt tveimur sonum sínum að koma frá Keflavíkurflugvelli þegar hann sá jörðina nánast springa fyrir augum sínum.

„Ég segi allt gott. Það er bjart, kannski ekki bjart yfir, en það er bjart akkúrat núna,“ segir Börkur í samtali við Vísi. Hann var að koma frá Keflavíkurflugvelli þegar hann sá jörðina springa, eins og hann orðar það.

„Já, ég var á ferð ásamt þeim yngri, eða við vorum að sækja þann eldri sem var að koma frá Boston. Ég sé útundan mér blossa og segi við strákana, þetta er örugglega veghefill að skafa. En, þá sáum við þetta bara springa fyrir augum okkar. „Once in a livetime experience“,“ segir Börkur.

Hún var tilkomumikil sýnin sem blasti við þeim feðgum þegar þeir óku frá flugstöðvarbyggingunni. edvard dagur

Klukkan var nákvæmlega 22.23 þegar þetta gerist. Og þeir að keyra frá flugstöðvarbyggingunni. Börkur segir þetta virka löng sprunga sem hafi opnast og eldtungurnar teygi sig hátt til lofts.

„Þetta virðist vera stærra en fyrri gos,“ segir Börkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×