Stjórnendur ekki ákveðið hvort Bláa lónið þiggi ríkisstyrk Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. desember 2023 20:00 Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu-markaðs-og vöruþróunarsviðs Bláa lónsins. Vísir Gestafjöldi í Bláa lóninu í gær og dag er um helmingur þess sem hann er í eðlilegu árferði segir framkvæmdastjóri þar eftir að það opnaði í gær. Hún segir starfsmenn hafa æft rýmingu meðan lónið var lokað. Stjórnendur hafi ekki ákveðið hvort þeir ætli að þiggja ríkisstyrk vegna lokunarinnar. Bláa lónið var opnað í gær í fyrsta skipti í ríflega fimm vikur eftir jarðskjálftahrinuna í nóvember. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu-markaðs-og vöruþróunarsviðs lónsins segir vel hafa gengið. „Það hefur gengið vonum framar. Gestir glaðir og starfsmenn ánægðir með að vera komnir til vinnu. Baðgestir voru helmingi færri en venjulega,“ segir Helga. Helga segir að farið hafi verið yfir viðbragðs-og rýmingaráætlanir meðan lónið var lokað. „Ef svo ólíklega vill til að það gerist eitthvað og við þurfum að rýma lónið í flýti þá erum við með rýmingaráætlanir eins og alltaf. Við nýttum lokunina til að æfa rýmingu,“ segir Helga. Fljótlega eftir rýmingu Grindavíkur ákváðu stjórnvöld að greiða hluta launakostnaður hjá fyrirtækjum sem þurftu að loka. Þá kom fram að fyrirtæki sem þiggja stuðning geti ekki greitt út arð í 12 mánuði eftir að gildistíma laganna lýkur nema greiða stuðninginn fyrst til baka. Helga segir að ekkert hafi verið ákveðið í málinu. „Við erum með 800 hundruð starfsmenn í vinnu og gáfum það út strax til að koma í veg fyrir óvissu hjá okkar starfsmönnum að við myndum greiða út full laun í nóvember og desember. Hvað varðar stuðning frá stjórnvöldum þá hefur það ekki verið ákveðið við ætluðum að sjá hvernig þetta þróast allt saman,“ segir Helga að lokum. Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Hraunrásin óheppileg en vonar að garðarnir haldi Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira
Bláa lónið var opnað í gær í fyrsta skipti í ríflega fimm vikur eftir jarðskjálftahrinuna í nóvember. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri sölu-markaðs-og vöruþróunarsviðs lónsins segir vel hafa gengið. „Það hefur gengið vonum framar. Gestir glaðir og starfsmenn ánægðir með að vera komnir til vinnu. Baðgestir voru helmingi færri en venjulega,“ segir Helga. Helga segir að farið hafi verið yfir viðbragðs-og rýmingaráætlanir meðan lónið var lokað. „Ef svo ólíklega vill til að það gerist eitthvað og við þurfum að rýma lónið í flýti þá erum við með rýmingaráætlanir eins og alltaf. Við nýttum lokunina til að æfa rýmingu,“ segir Helga. Fljótlega eftir rýmingu Grindavíkur ákváðu stjórnvöld að greiða hluta launakostnaður hjá fyrirtækjum sem þurftu að loka. Þá kom fram að fyrirtæki sem þiggja stuðning geti ekki greitt út arð í 12 mánuði eftir að gildistíma laganna lýkur nema greiða stuðninginn fyrst til baka. Helga segir að ekkert hafi verið ákveðið í málinu. „Við erum með 800 hundruð starfsmenn í vinnu og gáfum það út strax til að koma í veg fyrir óvissu hjá okkar starfsmönnum að við myndum greiða út full laun í nóvember og desember. Hvað varðar stuðning frá stjórnvöldum þá hefur það ekki verið ákveðið við ætluðum að sjá hvernig þetta þróast allt saman,“ segir Helga að lokum.
Bláa lónið Eldgos og jarðhræringar Grindavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Hraunrásin óheppileg en vonar að garðarnir haldi Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Sjá meira