„Við myndum helst vilja selja þá saman“ Helena Rós Sturludóttir skrifar 18. desember 2023 14:23 Fréttablaðið sem áður var og hét. Vísir/Vilhelm Efnisveitan ehf., sem sér um að lengja lífdaga ýmissa húsgagna og hluta sem fyrirtæki, stór og smá, þurfa að losna við með því að selja áfram. Eitt og annað má finna á vefsíðu fyrirtækisins og óhætt er að segja að lógó Fréttablaðsins veki þar athygli. Eigendur fyrirtækisins eru bjartsýnir og vongóðir um að vörurnar seljist. Tæpir níu mánuðir eru liðnir frá því að Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður og þar með lauk tuttugu og tveggja ára sögu blaðsins. Fjórða apríl var útgáfufélagið Torg ehf., sem rak meðal annars Fréttablaðið úrskurðað gjaldþrota. Athygli vekur að Fréttablaðið er til sölu á vef Efnisveitunnar; lógó blaðsins sem vakti athygli í gluggum fyrirtækisins á Hafnartorgi ásamt lógói sem staðsett var inni í vinnurými starfsmanna. Hugi Hreiðarsson, annar stofnanda og eiganda Efnisveitunnar, segir aðspurður fyrirspurnir hafa borist fyrirtækinu vegna Fréttablaðsins. „En ekki fyrir það verð sem við höfum óskað eftir fyrir þetta góða merki,“ segir Hugi og bætir við að þetta séu vissulega vörur sem seljist ekki á einni viku eða svo. „Þetta tekur allt sinn tíma og við trúum því að þetta fari einn daginn,“ segir hann kátur. „Þetta er flott smíði og þetta sterka merki í huga íslensku þjóðarinnar mun lifa lengi áfram um ókomna tíð og þetta er vitnisburður um það. Það væri synd að láta þetta týnast.“ Eftirminnilegir stafir Fréttablaðsins sem sáust vel frá Arnarhóli eru falir fyrir rúmar hundrað þúsund krónur stykkið. Hugi segir nokkrar fyrirspurnir hafa borist um að brjóta stafina upp þannig að fólk geti keypt einn staf úr lógóinu. „Við myndum helst vilja selja þá saman. Það er svona markmiðið okkar að hópurinn haldi sér,“ segir hann. Hugi segir ekki alla átta sig á því að smíði stafanna kosti talsvert. „Hún er ekki ókeypis og við látum verðið taka mið af því. Annars erum við mjög glaðir að hafa fengið þetta verkefni og skiltin eru inni í vöruhúsinu okkar í Skeifunni og það er gaman að hafa þau upplýst þar,“ segir hann bjartsýnn og vongóður um að dag einn rambi réttur kaupandi inn. Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Tæpir níu mánuðir eru liðnir frá því að Fréttablaðið, annað tveggja dagblaða landsins, var lagt niður og þar með lauk tuttugu og tveggja ára sögu blaðsins. Fjórða apríl var útgáfufélagið Torg ehf., sem rak meðal annars Fréttablaðið úrskurðað gjaldþrota. Athygli vekur að Fréttablaðið er til sölu á vef Efnisveitunnar; lógó blaðsins sem vakti athygli í gluggum fyrirtækisins á Hafnartorgi ásamt lógói sem staðsett var inni í vinnurými starfsmanna. Hugi Hreiðarsson, annar stofnanda og eiganda Efnisveitunnar, segir aðspurður fyrirspurnir hafa borist fyrirtækinu vegna Fréttablaðsins. „En ekki fyrir það verð sem við höfum óskað eftir fyrir þetta góða merki,“ segir Hugi og bætir við að þetta séu vissulega vörur sem seljist ekki á einni viku eða svo. „Þetta tekur allt sinn tíma og við trúum því að þetta fari einn daginn,“ segir hann kátur. „Þetta er flott smíði og þetta sterka merki í huga íslensku þjóðarinnar mun lifa lengi áfram um ókomna tíð og þetta er vitnisburður um það. Það væri synd að láta þetta týnast.“ Eftirminnilegir stafir Fréttablaðsins sem sáust vel frá Arnarhóli eru falir fyrir rúmar hundrað þúsund krónur stykkið. Hugi segir nokkrar fyrirspurnir hafa borist um að brjóta stafina upp þannig að fólk geti keypt einn staf úr lógóinu. „Við myndum helst vilja selja þá saman. Það er svona markmiðið okkar að hópurinn haldi sér,“ segir hann. Hugi segir ekki alla átta sig á því að smíði stafanna kosti talsvert. „Hún er ekki ókeypis og við látum verðið taka mið af því. Annars erum við mjög glaðir að hafa fengið þetta verkefni og skiltin eru inni í vöruhúsinu okkar í Skeifunni og það er gaman að hafa þau upplýst þar,“ segir hann bjartsýnn og vongóður um að dag einn rambi réttur kaupandi inn.
Endalok Fréttablaðsins Fjölmiðlar Mest lesið Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira