Víðir búinn að gefa út sína fimmtugustu íþróttabók Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2023 20:00 Víðir Sigurðsson hefur skrifað fimmtíu bækur um íþróttir eða meira en nokkur annar Íslendingur. S2 Sport Íslensk knattspyrna 2023 er komin út en þetta er 43. bókin í þessum bókaflokki sem hefur verið gefin út frá árinu 1981. Í bókinni er að vanda farið yfir allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2023 í máli og myndum, allt frá leikjum í Bestu deildunum, landsleikjum og Evrópukeppnum niður keppni í neðri deildum og yngri flokkum. Víkingur er fyrirferðarmikill á kápunni og í bókinni enda var þetta með eindæmum glæsilegt ár hjá bæði karla- og kvennaliðum félagsins. Víkingar bjóða líka upp á árituð eintök í netsölu hjá sér þar sem leikmenn og þjálfarar beggja liða ártuðu bókina. Sögur Útgáfa gefa út bókina sem er 288 blaðsíður í stóru broti og skreytt með um 400 myndum af leikmönnum og liðum. Í bókinni er sagt ítarlega frá Íslandsmótunum 2023 í öllum deildum karla og kvenna, þar sem hverri umferð fyrir sig í efri deildum eru gerð góð skil. Sagt er frá keppni í yngri og eldri flokkum, bikarkeppninni, Evrópuleikjunum og vetrarmótunum. Þá er ítarlega fjallað um alla landsleiki ársins og einnig sérstaklega um íslenska knattspyrnufólkið sem leikur erlendis. Í bókinni er ítarleg tölfræði um leikmenn og lið, sjá má liðsskipan allra liða í öllum deildum í meistaraflokkum karla og kvenna, leikjafjölda leikmanna í efri deildum, leikjahæstu karla og konur, marka- og leikjahæstu karla og konur í deildakeppni hér og erlendis ásamt mörgu fleiru. Þrjú ítarleg viðtöl eru í bókinni þar sem Ingvar Jónsson úr Víkingi, Elísa Viðarsdóttir úr Val og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ fara yfir árið, hvert á sinn hátt. Það sem gerir þessa bók líka sögulega er að þetta fimmtugasta íþróttabókin sem Víðir Sigurðsson gefur út. Hann hefur komið að 42 af 43 bókum í bókaflokknum um Íslenska knattspyrnu frá 1982 til 2023. Sigurður Sverrisson skrifaði þá fyrstu og Víðir og hann skrifuðu 1982 bókina saman. Frá árinu 1983 hefur Víðir skrifað hana einn. Víðir hefur líka skrifað sjö aðrar íþróttabækur. Þær eru eftirtaldar: Glenn Hoddle, Leiðin á toppinn (1983) - Þýddi Saga West Ham (1985) - Þýddi og skrifaði viðauka. Arsenal, saga í máli og myndum (1986) - Þýddi og skrifaði íslenskan viðauka með viðtölum við Albert Guðmundsson fyrrverandi leikmann Arsenal og síðar ráðherra og Bjarna Felixson stuðningsmann. Arnór, bestur í Belgíu (1987). Skrifaði um Arnór Guðjohnsen. Fram í 80 ár (1989) - Skrifaði fyrir knattspyrnufélagið Fram. Shaq-sóknin verður ekki stöðvuð (1993) - Bók um körfuboltamanninn Shaquille O'Neal sem Víðir þýddi. Knattspyrna í heila öld (1997) - Skrifaði með Sigurði Á. Friðþjófssyni fyrir KSÍ. HÚH (2016) - Bók um Evrópumót karla í fótbolta árið 2016. Fótbolti Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira
Í bókinni er að vanda farið yfir allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2023 í máli og myndum, allt frá leikjum í Bestu deildunum, landsleikjum og Evrópukeppnum niður keppni í neðri deildum og yngri flokkum. Víkingur er fyrirferðarmikill á kápunni og í bókinni enda var þetta með eindæmum glæsilegt ár hjá bæði karla- og kvennaliðum félagsins. Víkingar bjóða líka upp á árituð eintök í netsölu hjá sér þar sem leikmenn og þjálfarar beggja liða ártuðu bókina. Sögur Útgáfa gefa út bókina sem er 288 blaðsíður í stóru broti og skreytt með um 400 myndum af leikmönnum og liðum. Í bókinni er sagt ítarlega frá Íslandsmótunum 2023 í öllum deildum karla og kvenna, þar sem hverri umferð fyrir sig í efri deildum eru gerð góð skil. Sagt er frá keppni í yngri og eldri flokkum, bikarkeppninni, Evrópuleikjunum og vetrarmótunum. Þá er ítarlega fjallað um alla landsleiki ársins og einnig sérstaklega um íslenska knattspyrnufólkið sem leikur erlendis. Í bókinni er ítarleg tölfræði um leikmenn og lið, sjá má liðsskipan allra liða í öllum deildum í meistaraflokkum karla og kvenna, leikjafjölda leikmanna í efri deildum, leikjahæstu karla og konur, marka- og leikjahæstu karla og konur í deildakeppni hér og erlendis ásamt mörgu fleiru. Þrjú ítarleg viðtöl eru í bókinni þar sem Ingvar Jónsson úr Víkingi, Elísa Viðarsdóttir úr Val og Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ fara yfir árið, hvert á sinn hátt. Það sem gerir þessa bók líka sögulega er að þetta fimmtugasta íþróttabókin sem Víðir Sigurðsson gefur út. Hann hefur komið að 42 af 43 bókum í bókaflokknum um Íslenska knattspyrnu frá 1982 til 2023. Sigurður Sverrisson skrifaði þá fyrstu og Víðir og hann skrifuðu 1982 bókina saman. Frá árinu 1983 hefur Víðir skrifað hana einn. Víðir hefur líka skrifað sjö aðrar íþróttabækur. Þær eru eftirtaldar: Glenn Hoddle, Leiðin á toppinn (1983) - Þýddi Saga West Ham (1985) - Þýddi og skrifaði viðauka. Arsenal, saga í máli og myndum (1986) - Þýddi og skrifaði íslenskan viðauka með viðtölum við Albert Guðmundsson fyrrverandi leikmann Arsenal og síðar ráðherra og Bjarna Felixson stuðningsmann. Arnór, bestur í Belgíu (1987). Skrifaði um Arnór Guðjohnsen. Fram í 80 ár (1989) - Skrifaði fyrir knattspyrnufélagið Fram. Shaq-sóknin verður ekki stöðvuð (1993) - Bók um körfuboltamanninn Shaquille O'Neal sem Víðir þýddi. Knattspyrna í heila öld (1997) - Skrifaði með Sigurði Á. Friðþjófssyni fyrir KSÍ. HÚH (2016) - Bók um Evrópumót karla í fótbolta árið 2016.
Fótbolti Mest lesið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Fleiri fréttir Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Sjá meira