Gary Anderson örugglega áfram í Alexandra Palace Smári Jökull Jónsson skrifar 16. desember 2023 23:17 Gary Anderson og Simon Whitlock mættust í lokaleiknum í kvöld. Vísir/Getty Fjörið í Alexandra Palace hélt áfram í kvöld og fjórir pílukastarar tryggðu sér sæti í 64-manna úrslitum. Fyrsti leikur kvöldsins var leikur Englendingsins Jamie Hughes og David Cameron frá Kanada. Hughes hafði betur í fjórum settum og vann 3-1. Þetta er fyrsti sigur Hughes í Alexandra Palace og hann mætir Pólverjanum Krzysztof Ratajski í næstu umferð. Jamie Hughes átti erfitt með tilfinningarnar eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Getty Næst mættust þeir Keane Barry og Reynaldo Rivera frá Filipseyjum. Rivera virtist gera í því að hægja á leiknum og tók sér góðan tíma í öll köst. Barry var þó sterkari en hann hafði tapað síðustu sex viðureignum sínum fyrir mótið. Barry vann 3-1 sigur að lokum og mætir Michael Van Gerwen í næstu umferð. Keane Barry vann góðan sigur í kvöld.Vísir/Getty Scott Williams frá Englandi mætti Japananum Haruki Muramatsu í þriðja leik kvöldsins. Williams byrjaði vel og setti snemma tvær pílur í reitinn fyrir þreföld tuttugu stig og ætlaði sér að klára 180 stig með nokkurs konar „no look“ kasti. Það klikkaði en Williams kláraði þess í stað þegar hann átti 120 stig eftir. Hann vann fyrstu tvö settin en Muramatsu vann þriðja settið 3-0 og minnkaði muninn í 2-1. Fjórða settið var spennandi en það vann Williams 3-1 eftir að hafa klárað leikinn með kasti beint í miðjuna á spjaldinu. Lokatölur 3-1 og Williams kominn áfram. Scott Williams tryggði sér sæti í næstu umferð.Vísir/Getty Lokaviðureign kvöldsins var leikur Skotans Gary Anderson og hins skrautlega Simon Whitlock frá Ástralíu. Anderson er tvöfaldur heimsmeistari frá árunum 2015 og 2016 og eitt af stóru nöfnunum í Alexandra Palace. Anderson vann fyrsta settið örugglega og byrjaði á að setja fyrstu fimm pílurnar í reitinn sem gefur hæsta mögulega skor sem er 60 stig. Anderson komst síðan í 2-0 í öðru settinu. Whitlock var ekki að spila vel en minnkaði muninn í 2-1 en Anderson vann fjórða leikinn og var þar með kominn í 2-0 í leiknum. Whitlock lék betur í þriðja settinu og var að sækja mun fleiri stig en í fyrri tveimur settunum. Það dugði þó ekki til því Anderson vann settið 3-2 og leikinn þar með 3-0. Pílukast Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Sjá meira
Fyrsti leikur kvöldsins var leikur Englendingsins Jamie Hughes og David Cameron frá Kanada. Hughes hafði betur í fjórum settum og vann 3-1. Þetta er fyrsti sigur Hughes í Alexandra Palace og hann mætir Pólverjanum Krzysztof Ratajski í næstu umferð. Jamie Hughes átti erfitt með tilfinningarnar eftir sigurinn í kvöld.Vísir/Getty Næst mættust þeir Keane Barry og Reynaldo Rivera frá Filipseyjum. Rivera virtist gera í því að hægja á leiknum og tók sér góðan tíma í öll köst. Barry var þó sterkari en hann hafði tapað síðustu sex viðureignum sínum fyrir mótið. Barry vann 3-1 sigur að lokum og mætir Michael Van Gerwen í næstu umferð. Keane Barry vann góðan sigur í kvöld.Vísir/Getty Scott Williams frá Englandi mætti Japananum Haruki Muramatsu í þriðja leik kvöldsins. Williams byrjaði vel og setti snemma tvær pílur í reitinn fyrir þreföld tuttugu stig og ætlaði sér að klára 180 stig með nokkurs konar „no look“ kasti. Það klikkaði en Williams kláraði þess í stað þegar hann átti 120 stig eftir. Hann vann fyrstu tvö settin en Muramatsu vann þriðja settið 3-0 og minnkaði muninn í 2-1. Fjórða settið var spennandi en það vann Williams 3-1 eftir að hafa klárað leikinn með kasti beint í miðjuna á spjaldinu. Lokatölur 3-1 og Williams kominn áfram. Scott Williams tryggði sér sæti í næstu umferð.Vísir/Getty Lokaviðureign kvöldsins var leikur Skotans Gary Anderson og hins skrautlega Simon Whitlock frá Ástralíu. Anderson er tvöfaldur heimsmeistari frá árunum 2015 og 2016 og eitt af stóru nöfnunum í Alexandra Palace. Anderson vann fyrsta settið örugglega og byrjaði á að setja fyrstu fimm pílurnar í reitinn sem gefur hæsta mögulega skor sem er 60 stig. Anderson komst síðan í 2-0 í öðru settinu. Whitlock var ekki að spila vel en minnkaði muninn í 2-1 en Anderson vann fjórða leikinn og var þar með kominn í 2-0 í leiknum. Whitlock lék betur í þriðja settinu og var að sækja mun fleiri stig en í fyrri tveimur settunum. Það dugði þó ekki til því Anderson vann settið 3-2 og leikinn þar með 3-0.
Pílukast Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Haaland fær tíu milljarða hjálp HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Bragi heim frá Bandaríkjunum Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Safna milljónum fyrir skúrk mótherjanna Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Sér eftir því sem hann sagði Dagskráin í dag: Brýtur Amorim annað sjónvarp? Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Feyenoord pakkaði Bayern saman Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Sjá meira