Öllum starfsmönnum Menntamálastofnunar sagt upp Lovísa Arnardóttir skrifar 15. desember 2023 13:29 Þórdís Jóna segir að í nýrri stofnun eigi betur að styðja við kennara. Vísir/Arnar Öllum starfsmönnum Menntamálastofnunar var sagt upp í morgun. Alls störfuðu 46 hjá stofnuninni. Forstjóri stofnunarinnar, Þórdís Jóna Sigurðardóttir, segir þetta ekki hafa komið starfsmönnum á óvart. Meiri stuðningur við skólasamfélagið verði í nýrri stofnun. „Lögin voru samþykkt á Alþingi síðasta föstudag sem felur í sér að stofnunin verður lögð niður 1. apríl næstkomandi,“ segir Þórdís Jóna og á þá við lög um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra lagði fram á haustþingi. Frumvarpið var samþykkt sem lög 8. desember. Samkvæmt þeim verður sett á stofn ný stofnun, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Þórdís segir hana eiga að vera meiri þjónustustofnun og minni stjórnsýslustofnun. Þórdís Jóna verður forstjóri nýrrar stofnunar. „Þar verður töluvert breytt og önnur nálgun varðandi skólasamfélagið,“ segir Þórdís Jóna og að miklu meiri áhersla verði lögð á að styðja við kennara og starfsfólk skóla með námsefni í takt við tímann og fleiri matstækjum og skimunarprófum. „Við viljum verða sterkt bakland fyrir kennara. Vera með fjölbreytt námsefni sem auðveldlega er hægt að aðlaga að ólíkum þörfum,“ segir hún. Hún bendir á að inni í skólastofu hjá einum kennara sé að finna mörg börn með ólíkar þarfir. „Það getur verið flókið fyrir kennara að búa til gott próf. Að vita hver staðan er og hvar hver og einn nemandi fellur. Það getur verið gott að fá aðstoð við það.“ Vantar nýtt fólk í nýja stofnun Þórdís segir að stöður hjá nýrri stofnun verði nú auglýstar og gerir ráð fyrir að stór hluti þeirra sem var sagt upp í dag sæki um. En auk þeirra þurfi meira fólk með getu og hæfni sem ekki er að finna í starfsfólki núverandi stofnunar. „Við þurfum að verða miklu betri í að mæta nemendum af erlendum uppruna. Við þurfum fólk með reynslu og þjálfun í að gera það. Við þurfum að gera meira af matstækjum og þurfum fólk sem eru sérfræðingar í því. Svo eru það námsgögnin og okkur vantar fleiri í það að búa til fjölbreytt námsefni,“ segir Þórdís Jóna og að hún geri því ráð fyrir að það vanti talsvert af nýju fólki inn í nýja stofnun. „Allsstaðar í löndunum í kringum okkur er sterk miðlæg þjónusta við skólakerfið. Við höfum ákveðið að þetta hafi meira og minna verið hjá sveitarfélögunum,“ segir Þórdís Jóna og að þótt svo að það geti verið kostir við það þá sé hægt að nýta fjármunina og fólkið miklu betur. Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórnmálamenn þurfi að hætta að „fikta í mikilvægustu innviðunum“ Sérfræðingar í menntavísindum segja vandann að baki niðurstöðum PISA könnunarinnar margþættan. Það hafi verið gerðar miklar og tíðar breytingar á menntakerfinu en einnig verði að líta til breytinga innan heimila. Þá sé ekki sé hægt að líta framhjá stöðu íslenskunnar. 7. desember 2023 15:19 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
„Lögin voru samþykkt á Alþingi síðasta föstudag sem felur í sér að stofnunin verður lögð niður 1. apríl næstkomandi,“ segir Þórdís Jóna og á þá við lög um Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra lagði fram á haustþingi. Frumvarpið var samþykkt sem lög 8. desember. Samkvæmt þeim verður sett á stofn ný stofnun, Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Þórdís segir hana eiga að vera meiri þjónustustofnun og minni stjórnsýslustofnun. Þórdís Jóna verður forstjóri nýrrar stofnunar. „Þar verður töluvert breytt og önnur nálgun varðandi skólasamfélagið,“ segir Þórdís Jóna og að miklu meiri áhersla verði lögð á að styðja við kennara og starfsfólk skóla með námsefni í takt við tímann og fleiri matstækjum og skimunarprófum. „Við viljum verða sterkt bakland fyrir kennara. Vera með fjölbreytt námsefni sem auðveldlega er hægt að aðlaga að ólíkum þörfum,“ segir hún. Hún bendir á að inni í skólastofu hjá einum kennara sé að finna mörg börn með ólíkar þarfir. „Það getur verið flókið fyrir kennara að búa til gott próf. Að vita hver staðan er og hvar hver og einn nemandi fellur. Það getur verið gott að fá aðstoð við það.“ Vantar nýtt fólk í nýja stofnun Þórdís segir að stöður hjá nýrri stofnun verði nú auglýstar og gerir ráð fyrir að stór hluti þeirra sem var sagt upp í dag sæki um. En auk þeirra þurfi meira fólk með getu og hæfni sem ekki er að finna í starfsfólki núverandi stofnunar. „Við þurfum að verða miklu betri í að mæta nemendum af erlendum uppruna. Við þurfum fólk með reynslu og þjálfun í að gera það. Við þurfum að gera meira af matstækjum og þurfum fólk sem eru sérfræðingar í því. Svo eru það námsgögnin og okkur vantar fleiri í það að búa til fjölbreytt námsefni,“ segir Þórdís Jóna og að hún geri því ráð fyrir að það vanti talsvert af nýju fólki inn í nýja stofnun. „Allsstaðar í löndunum í kringum okkur er sterk miðlæg þjónusta við skólakerfið. Við höfum ákveðið að þetta hafi meira og minna verið hjá sveitarfélögunum,“ segir Þórdís Jóna og að þótt svo að það geti verið kostir við það þá sé hægt að nýta fjármunina og fólkið miklu betur.
Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Vinnumarkaður Tengdar fréttir Stjórnmálamenn þurfi að hætta að „fikta í mikilvægustu innviðunum“ Sérfræðingar í menntavísindum segja vandann að baki niðurstöðum PISA könnunarinnar margþættan. Það hafi verið gerðar miklar og tíðar breytingar á menntakerfinu en einnig verði að líta til breytinga innan heimila. Þá sé ekki sé hægt að líta framhjá stöðu íslenskunnar. 7. desember 2023 15:19 PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41 Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Stjórnmálamenn þurfi að hætta að „fikta í mikilvægustu innviðunum“ Sérfræðingar í menntavísindum segja vandann að baki niðurstöðum PISA könnunarinnar margþættan. Það hafi verið gerðar miklar og tíðar breytingar á menntakerfinu en einnig verði að líta til breytinga innan heimila. Þá sé ekki sé hægt að líta framhjá stöðu íslenskunnar. 7. desember 2023 15:19
PISA sýnir aukna stéttaskiptingu á Íslandi: „Sitja ein uppi með vandamálin“ Annar hver 15 ára drengur á Íslandi býr ekki yfir grunnfærni í lesskilningi. Íslenskir nemendur er undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum meginflokkum PISA könnunar. Börn með lakari félags- og efnahagslegan bakgrunn koma verr út í könnuninni. 5. desember 2023 19:41
Slök frammistaða í PISA: „Fær okkur til að velta fyrir okkur stöðu íslenskunnar“ Frammistaða íslenskra nemenda í PISA könnuninni 2022 er bæði lakari en í fyrri könnunum og undir meðaltali OECD ríkjanna í öllum þremur meginflokkunum sem undir eru. Lesskilningi hefur hrakað mest en forstjóri menntamálastofnunar segir stöðuna fá hana til að velta fyrir sér stöðu íslenskrar tungu. 5. desember 2023 13:42