Varar við hruni hjálparstarfs á Gasaströndinni Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2023 10:46 Umfangsmiklar tjaldbúðir hafa risið við byggingar Sameinuðu þjóðanna á suðurhluta Gasastrandarinnar. AP/Mohammed Dahman Yfirmaður Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir ástandið fyrir íbúa Gasastrandarinnar vera sambærilegt því að búa í helvíti. UNRWA ber ábyrgð á því að dreifa neyðaraðstoð til íbúa Gasastrandarinnar. Philippe Lazzarini sagði á ráðstefnu í Genf í gær að stofnun hans væri að hruni komin. „Ég hef ekkert svar fyrir fimm barna föður í Rafah sem spurði mig hvernig hann og börn hans ættu að lifa á einni baunadós í þrjá daga,“ sagði Lazzarini í gær, samkvæmt frétt Washington Post. Rafah er bær á sunnanverðri Gasaströndinni þar sem talið er að um milljón manna haldi til. Flestir þeirra hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka á norðanverðri Gasaströndinni. Lazzarini sagði að margir af starfsmönnum UNRWA taki börn sín með sér í vinnuna, til að tryggja að þau séu örugg saman, eða að þau deyi saman. Í viðtali við Al Jazeera sagði Lazzarini nýverið að ef starfsemi UNRWA á Gasaströndinni stöðvaðist, myndu Palestínumenn líta á það sem enn ein svik alþjóðasamfélagsins. Told @baysontheroad it is of utmost importance that the members of the @UN General Assembly realise if @UNRWA collapses in #Gaza, the Palestinian community will feel this ad the last betrayal of the International Community.@TalktoAlJazeerahttps://t.co/JK18xIVR59 pic.twitter.com/VlodY6G2YQ— Philippe Lazzarini (@UNLazzarini) December 13, 2023 Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd, eða 365 ferkílómetrar, og þar búa um 2,3 milljónir manna. Um 1.9 milljón þeirra hafa þurft að flýja heimili sín á undanförnum vikum og stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum, segir minnst 18.600 manns hafa fallið í árásum Ísraela eða vegna hernaðar á jörðu niðri. Ráðuneyti greinir ekki milli óbreyttra borgara eða vígamanna. Þúsundir til viðbótar eru týnd og talin liggja í rústum á Gasa. Lazzarini segir að fólk hafi hópast að byggingum Sameinuðu þjóðanna á Gasaströndinni og þar ríki mikil óreiða. Fólk sé hungrað og örvinglað. 152 flutningabílum með neyðarbirgðum og eldsneyti var ekið inn á Gasaströndina frá Egyptalandi í gær en Lazzarini segir mikla óreiðu ríkja þegar fólk sér þessa flutningabíla. AP fréttaveitan segir Sameinuðu þjóðirnar eiga erfitt með að dreifa neyðaraðstoðinni til íbúa og þá sérstaklega eftir að Ísraelar gerðu einnig innrás í suðurhluta Gasastrandarinnar. Engin aðstoð hefur borist til norðurhluta Gasa frá því innrásin þar hófst. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Hjálparstarf Tengdar fréttir Segja þrýsting frá alþjóðasamfélaginu ekki skipta máli Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. 14. desember 2023 07:28 Dæla sjó í göng Hamas Ísraelskir hermenn eru byrjaðir að dæla sjó í neðanjarðargöng Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Vonast er til þess að þannig sé hægt að svæla vígamenn úr göngunum og eyðileggja þau. 13. desember 2023 10:37 Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. 12. desember 2023 22:11 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Philippe Lazzarini sagði á ráðstefnu í Genf í gær að stofnun hans væri að hruni komin. „Ég hef ekkert svar fyrir fimm barna föður í Rafah sem spurði mig hvernig hann og börn hans ættu að lifa á einni baunadós í þrjá daga,“ sagði Lazzarini í gær, samkvæmt frétt Washington Post. Rafah er bær á sunnanverðri Gasaströndinni þar sem talið er að um milljón manna haldi til. Flestir þeirra hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka á norðanverðri Gasaströndinni. Lazzarini sagði að margir af starfsmönnum UNRWA taki börn sín með sér í vinnuna, til að tryggja að þau séu örugg saman, eða að þau deyi saman. Í viðtali við Al Jazeera sagði Lazzarini nýverið að ef starfsemi UNRWA á Gasaströndinni stöðvaðist, myndu Palestínumenn líta á það sem enn ein svik alþjóðasamfélagsins. Told @baysontheroad it is of utmost importance that the members of the @UN General Assembly realise if @UNRWA collapses in #Gaza, the Palestinian community will feel this ad the last betrayal of the International Community.@TalktoAlJazeerahttps://t.co/JK18xIVR59 pic.twitter.com/VlodY6G2YQ— Philippe Lazzarini (@UNLazzarini) December 13, 2023 Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd, eða 365 ferkílómetrar, og þar búa um 2,3 milljónir manna. Um 1.9 milljón þeirra hafa þurft að flýja heimili sín á undanförnum vikum og stór hluti Gasastrandarinnar er í rúst. Heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum, segir minnst 18.600 manns hafa fallið í árásum Ísraela eða vegna hernaðar á jörðu niðri. Ráðuneyti greinir ekki milli óbreyttra borgara eða vígamanna. Þúsundir til viðbótar eru týnd og talin liggja í rústum á Gasa. Lazzarini segir að fólk hafi hópast að byggingum Sameinuðu þjóðanna á Gasaströndinni og þar ríki mikil óreiða. Fólk sé hungrað og örvinglað. 152 flutningabílum með neyðarbirgðum og eldsneyti var ekið inn á Gasaströndina frá Egyptalandi í gær en Lazzarini segir mikla óreiðu ríkja þegar fólk sér þessa flutningabíla. AP fréttaveitan segir Sameinuðu þjóðirnar eiga erfitt með að dreifa neyðaraðstoðinni til íbúa og þá sérstaklega eftir að Ísraelar gerðu einnig innrás í suðurhluta Gasastrandarinnar. Engin aðstoð hefur borist til norðurhluta Gasa frá því innrásin þar hófst. Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Sameinuðu þjóðirnar Hjálparstarf Tengdar fréttir Segja þrýsting frá alþjóðasamfélaginu ekki skipta máli Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. 14. desember 2023 07:28 Dæla sjó í göng Hamas Ísraelskir hermenn eru byrjaðir að dæla sjó í neðanjarðargöng Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Vonast er til þess að þannig sé hægt að svæla vígamenn úr göngunum og eyðileggja þau. 13. desember 2023 10:37 Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. 12. desember 2023 22:11 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Segja þrýsting frá alþjóðasamfélaginu ekki skipta máli Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. 14. desember 2023 07:28
Dæla sjó í göng Hamas Ísraelskir hermenn eru byrjaðir að dæla sjó í neðanjarðargöng Hamas-samtakanna á Gasaströndinni. Vonast er til þess að þannig sé hægt að svæla vígamenn úr göngunum og eyðileggja þau. 13. desember 2023 10:37
Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með Atkvæðagreiðslu á neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um kröfu um tafarlaust vopnahlé er nú lokið. Tillagan var samþykkt með 153 atkvæðum gegn tíu en 23 þjóðir sátu hjá. Ísland var meðal þeirra þjóða sem samþykktu tillöguna. 12. desember 2023 22:11