Erlent

Segja þrýsting frá al­þjóða­sam­fé­laginu ekki skipta máli

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Benjamín Netanjahú segir að sótt verði fram til sigurs á Gasa.
Benjamín Netanjahú segir að sótt verði fram til sigurs á Gasa. Ronen Zvulun/Pool Photo via AP

Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels segir að sótt verði fram til fullnaðarsigurs á Gasa svæðinu þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins.

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti á dögunum með yfirburðum ályktun þar sem þess er krafist að átökum verði hætt tafarlaust. Sú ályktun er þó ekki bindandi og svo virðist sem Ísraelar ætli að láta hana sem vind um eyru þjóta. Utanríkisráðherra landsins var á svipuðum nótum og Netanjahú og sagði að Ísraelsher muni halda áfram í aðgerðum sínum, með eða án stuðnings annarra þjóða.

Í morgun voru gerðar harðar árásir á Gasa og segja heilbrigðisyfirvöld þar að nítján hafi látið lífið í það minnsta. Samband Ísraels og Bandaríkjanna virðist einnig hafa versnað nokkuð þrátt fyrir Bandaríkjamenn hafi kosið gegn ályktun allsherjarþingsins fáir þjóða.

Þannig sagði Biden forseti eftir að ályktunin var samþykkt að það væri greinilegt að sprengjuárásir á Gasa, þar sem enginn greinarmunur sé gerður á sekum eða saklausum hafi aulgjóslega grafið undan stuðningi við stríðið gegn Hamas.

Dæla sjó í göng Hamas Vopnahléstillagan samþykkt og Ísland kaus með 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×