Innlent

Tveir fluttir með þyrlunni eftir al­var­legt bíl­slys

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þyrlan var komin á vettvang upp úr klukkan hálf fjögur.
Þyrlan var komin á vettvang upp úr klukkan hálf fjögur. Vísir/Vilhelm

Alvarlegt bílslys varð á Þjóðvegi 1 nærri Skipanesi norður af Akrafjalli á fjórða tímanum í dag. Þrír eru slasaðir og var þyrla Landhelgisgæslunnar send norður til aðstoðar.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, staðfestir að þyrlan hafi verið send á vettvang að ósk Lögreglunnar á Vesturlandi um klukkan 15:20 og var þegar komin á vettvang. Þá hafði hann ekki upplýsingar um orsök slyssins. Ekki hefur náðst í Lögregluna á Vesturlandi.

Fram kemur á vef Vegagerðarinnar að þjóðvegurinn væri lokaður vegna umferðarslyss.

Uppfært klukkan 16:02

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru tveir fluttir með þyrlunni á Landspítalann í Fossvogi.


Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×