New­­cast­­le úr leik í Evrópu eftir dramatík

Smári Jökull Jónsson skrifar
Fabian Schär trúir ekki sínum eigin augum í leiknum í kvöld.
Fabian Schär trúir ekki sínum eigin augum í leiknum í kvöld. Vísir/Getty

Newcastle er úr leik í Evrópu eftir 2-1 tap gegn Milan á heimavelli í kvöld. AC Milan fer í umspil um sæti í Evrópudeildinni.

Leikurinn byrjaði vel fyrir heimamenn í Newcastle því Joelinton kom liðinu yfir með stórkostlegu marki á 33. mínútu þegar hann þrumaði boltanum í samskeytin frá vítateigslínu.

Staðan í hálfleik var 1-0 og þar sem staðan í Dortmund var 0-0 var Newcastle því komið upp í annað sæti riðilsins og þar með í 16-liða úrslitin. Í síðari hálfleiknum jafnaði hins vegar Christian Pulisic fyrir Milan með marki af markteig eftir sendingu Oliver Giroud. Newcastle þar með fallið niður í þriðja sætið.

Á 84. mínútu skoraði Samuel Chukwueze annað mark Milan og kom gestunum í 2-1. Milan var þar með komið upp í þriðja sætið og í baráttuna um annað sætið.

Newcastle reyndi hvað það gat að bæta við marki en tókst ekki. Lokatölur 2-1 en þar sem Dortmund og PSG gerðu jafntefli í Þýskalandi dugði sigur Milan liðinu ekki til að tryggja sér annað sætið og þar með áframhaldandi veru í Meistaradeildinni. Liðið nær hins vegar þriðja sæti og fer í umspil um sæti í Evrópudeildinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira