Erlent

Fimm látnir eftir að lyfta hrapaði í Sví­þjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð skömmu fyrir klukkan 10 að staðartíma í gærmorgun.
Slysið varð skömmu fyrir klukkan 10 að staðartíma í gærmorgun. AP

Fimm eru látnir eftir að lyfta hrapaði um tuttugu metra til jarðar á byggingarsvæði í Ursvik í Sundbyberg, norðvestur af Stokkhólmi, í gær.

Sænskir fjölmiðlar greindu frá slysinu í gærmorgun en lögregla tilkynnti í morgun að nú væri ljóst að fimm hafi látist í slysinu.

Slysið varð skömmu fyrir klukkan 10 að staðartíma í gær þegar byggingarlyfta hrundi á svæði þar sem verið að byggja íbúðablokk.

Lögreglumenn girtu af svæði í kringum byggingarsvæðið eftir að slysið varð.EPA

Talsmaður lögreglu segir að unnið séð að því að bera kennsl á þá látnu og sömuleiðis hafa samband við aðstandendur. 

Lögregla hefur hafið rannsókn á málinu og hafa fulltrúar vinnueftirlits og lyftuframleiðanda verið sendir á vettvang vegna þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×