Einhliða viðskiptaþvinganir gegn Ísrael þjóni engum tilgangi Magnús Jochum Pálsson og Heimir Már Pétursson skrifa 11. desember 2023 23:53 Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra, sat fyrir svörum á Alþingi í tengslum við afstöðu Íslands til niðurstöðu öryggisráðsins og viðskiptaþvinganna á hendur Ísraelsmönnum. Vísir/Sigurjón Utanríkisráðherra telur ekki ráðlegt að Ísland ráðist ein þjóða í þvingunaraðgerðir gegn Ísrael til að knýja á um vopnahlé á Gaza. Almennt fari Ísland ekki þá leið að slíta stjórnmálasambandi við aðrar þjóðir, ekki einu sinni Rússa. Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, alþjóðasamfélagið hafa brugðist Palestínumönnum og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók í svipaðan streng. Báðar spurðu þær utanríkisráðherra hvort til greina kæmi að slíta viðskiptum og jafnvel stjórnmálasambandi við Ísrael vegna hernaðarins á Gaza. Þá kölluðu þær eftir afstöðu Íslands á væntanlegum neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þvingunaraðgerðir hafi mest áhrif með samtakamætti „Hver eru næstu skref Íslands og samstarfsríkja okkar eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu á föstudag? Telur utanríkisráðherra að viðskiptaþvinganir eða einhvers konar refsiaðgerðir geti komið til greina til að setja þrýsting á Ísraelsríki?“ spurði Kristrún Bjarna á þinginu. „Það er hægt að segja um þvingunaraðgerðir almennt að þær hafa langmest áhrif þegar samtakamáttur ríkja er nýttur. Nú eru ekki umræður um það á alþjóðavettvangi að beita slíkum úrræðum,“ svaraði Bjarni. Einhliða viðskipaþvinganir þjóni engum tilgangi „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort önnur ríki hafi farið að fordæmi Íslands og ályktað um ástandið. Eða, vegna þess að spurningin gerist sífellt ágengari um slit á stjórnmálasambandi, hvort einhver ríki hafi gert það nú þegar?“ spurði Steinunn Þóra Bjarna. Bjarni sagði Bólivíu og Belís hafa slitið stjórnmálasambandi við Ísrael og átta ríki kallað sendiherra eða diplómata heim. „Ég ætla bara að segja það sem mína skoðun almennt að ég sé ekki í fyrsta lagi að það þjóni neinum tilgangi fyrir okkur að fara í einhliða viðskiptaþvinganir. Og almennt höfum við ekki viljað fara þá leið að slíta stjórnmálasambandi. Við gerðum það einu sinni í tilviki Breta. Við höfum ekki gert það gagnvart Rússum og það getur skaðað diplómatíska möguleika okkar að gera slíkt,“ sagði Bjarni að lokum. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag sagði Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, alþjóðasamfélagið hafa brugðist Palestínumönnum og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, tók í svipaðan streng. Báðar spurðu þær utanríkisráðherra hvort til greina kæmi að slíta viðskiptum og jafnvel stjórnmálasambandi við Ísrael vegna hernaðarins á Gaza. Þá kölluðu þær eftir afstöðu Íslands á væntanlegum neyðarfundi allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Þvingunaraðgerðir hafi mest áhrif með samtakamætti „Hver eru næstu skref Íslands og samstarfsríkja okkar eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráðinu á föstudag? Telur utanríkisráðherra að viðskiptaþvinganir eða einhvers konar refsiaðgerðir geti komið til greina til að setja þrýsting á Ísraelsríki?“ spurði Kristrún Bjarna á þinginu. „Það er hægt að segja um þvingunaraðgerðir almennt að þær hafa langmest áhrif þegar samtakamáttur ríkja er nýttur. Nú eru ekki umræður um það á alþjóðavettvangi að beita slíkum úrræðum,“ svaraði Bjarni. Einhliða viðskipaþvinganir þjóni engum tilgangi „Mig langar að spyrja hæstvirtan ráðherra hvort önnur ríki hafi farið að fordæmi Íslands og ályktað um ástandið. Eða, vegna þess að spurningin gerist sífellt ágengari um slit á stjórnmálasambandi, hvort einhver ríki hafi gert það nú þegar?“ spurði Steinunn Þóra Bjarna. Bjarni sagði Bólivíu og Belís hafa slitið stjórnmálasambandi við Ísrael og átta ríki kallað sendiherra eða diplómata heim. „Ég ætla bara að segja það sem mína skoðun almennt að ég sé ekki í fyrsta lagi að það þjóni neinum tilgangi fyrir okkur að fara í einhliða viðskiptaþvinganir. Og almennt höfum við ekki viljað fara þá leið að slíta stjórnmálasambandi. Við gerðum það einu sinni í tilviki Breta. Við höfum ekki gert það gagnvart Rússum og það getur skaðað diplómatíska möguleika okkar að gera slíkt,“ sagði Bjarni að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira