Erlent

Donald Tusk kjörinn for­sætis­ráð­herra

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Donald Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og svo forseti leiðtogaráðs Evrópusamnbandsins á árunum 2014 til 2019.
Donald Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og svo forseti leiðtogaráðs Evrópusamnbandsins á árunum 2014 til 2019. AP

Donald Tusk hefur verið kjörinn forsætisráðherra Póllands eftir Mateusz Morawiecky fékk ekki meirihluta í pólska þinginu í dag til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Flokkur Tusk hefur verið níu ár í minnihluta pólska þingsins.

Þingkosningar fóru fram í Póllandi í október en Morawiecki hefur verið forsætisráðherra frá árinu 2017. Ólíklegt þótti að meirihluti legði blessun sína yfir tillögu hans enda missti flokkur Morawiecki, Lög og réttur, og stuðningsflokkar hans þingmeirihluta sinn í kosningunum.

Andrzej Duda, forseti Póllands, veitti Morawiecky stjórnarmyndunarumboð þrátt fyrir að ríkisstjórnin hefði misst meirihluta á þingi. Tillaga hans í þinginu féll nokkuð afgerandi í dag; 266 þingmenn greiddu atkvæði gegn tillögu Morawiecky en 190 með.

Tusk varð það heillin

Stjórnarmyndunarumboðið fór þá yfir til Donalds Tusk, formanns Borgaravettvangs og fyrrverandi forsætisráðherra. Í kosningu um að Tusk yrði forsætisráðherra kusu 248 með honum en 201 gegn honum. Hann er því forsætisráðherra landsins á ný eftir að hafa setið í embættinu frá 2007 til 2014.

Tusk, sem einnig er fyrrverandi forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, leiddi bandalag mið- og vinstriflokka í kosningunum sem saman tryggðu sér meirihluta í kosningunum. Lög og réttur, flokkur Morawiecki, sem hefur stjórnað landinu síðustu átta ár, er þó áfram stærsti flokkurinn á þingi.

Borgaravettvangur Tusk og stuðningsflokkar skrifuðu í síðasta mánuði undir samning um stjórnarmyndun. Þar segir meðal annars að stefnt sé að því að bæta samskiptin við Evrópusambandið, en samband ESB og Póllands hafa verið stirð síðustu ár, meðal annars vegna afskipta pólskra stjórnvalda af dómstólum í landinu,

Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og svo forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Hann sneri aftur í pólsk stjórnmál árið 2021 þegar hann tók við formennsku í Borgaravettvangi.

Frétt Guardian.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×