Draumur Antons rættist: „Ótrúlega hrærður og meyr“ Aron Guðmundsson skrifar 12. desember 2023 07:30 Anton Sveinn með móður sinni Helgu Margréti Sveinsdóttur og með silfurverðlaunin frá Evrópumeistaramótinu um hálsinn. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Anton Sveinn McKee segist hræður og meyr í kjölfar þess að hafa unnið til silfurverðlauna á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fór í Rúmeníu á dögunum. Hann fann fyrir þjóðarstolti er hann stóð á verðlaunapallinum og sá íslenska fánann birtast. Um er að ræða fyrstu verðlaun Antons Sveins, sem hefur verið einn af okkar allra fremstu sundmönnum undanfarin ár, á stórmóti og því um ansi stóra stund að ræða. „Þetta er allt að setjast að hjá manni,“ segir Anton Sveinn. „Þetta hefur verið draumurinn í mörg ár, oft á tíðum hafði maður ekki trú á því að maður kæmist á þennan stað sem maður er á í dag. Maður er að melta þetta, taka þetta allt inn. Ég er bara ótrúlega hrærður og meir yfir þessu öllu.“ Vegferðin að þessum stað hefur verið löng og fyrir afreksíþróttamann eins og þig áttar maður sig á því að á bak við þennan árangur eru blóð, sviti og tár. Þegar takmarkinu er náð og þú stendur á verðlaunapalli á stórmóti. Hvaða tilfinningar bárust þá innra með þér? „Fyrst og fremst stolt. Það var ótrúlega gaman að stíga upp á verðlaunapallinn og sjá íslenska fánann birtast. Það snerti hjarta mitt og ég fann fyrir þjóðarstoltinu. Maður er búinn að leggja inn alla þessa vinnu, hefur lifað sem meistari í öll þessi ár og nær loksins að uppskera núna.“ Hún leyndi sér ekki, ánægjan hjá Antoni Sveini McKee, með silfurverðlaunin frá EM. Enda getur hann verið virkilega stoltur af sinni frammistöðu.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Anton Sveinn hefur oft stungið sér til sunds á sínum atvinnumannaferli en hvernig er það, finnur hann um leið í fyrstu sundtökum að hann eigi von á góðu sundi líkt og varð raunin í úrslitum 200 metra bringusundsins á dögunum? „Ég átti alveg hræðilegt sund í 100 metra bringusundinu fyrir 200 metrana og fór í gegnum smá rússíbana andlega áður en ég hóf keppni í 200 metrunum. En á degi úrslitasundsins leið mér vel. Ég fann að ég var að ná að nýta mína styrkleika. Ég náði að setja sundið upp rétt til þess að geta náð einhverju góðu takmarki. Ég var ekki að eyða orku í ekki neitt, var ekki að reyna spretta til þess að reyna vera fyrstur í byrjun og svo gjörsamlega springa á því og verða lang síðastur. Það small allt saman.“ Viðtalið við Anton Svein í heild sinni, þar sem að hann sýnir meðal annars silfurmedalíu sína og fer yfir það hvað tekur við næstu mánuðina hjá sér, má sjá hér fyrir neðan. Sund Rúmenía ÍSÍ Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
Um er að ræða fyrstu verðlaun Antons Sveins, sem hefur verið einn af okkar allra fremstu sundmönnum undanfarin ár, á stórmóti og því um ansi stóra stund að ræða. „Þetta er allt að setjast að hjá manni,“ segir Anton Sveinn. „Þetta hefur verið draumurinn í mörg ár, oft á tíðum hafði maður ekki trú á því að maður kæmist á þennan stað sem maður er á í dag. Maður er að melta þetta, taka þetta allt inn. Ég er bara ótrúlega hrærður og meir yfir þessu öllu.“ Vegferðin að þessum stað hefur verið löng og fyrir afreksíþróttamann eins og þig áttar maður sig á því að á bak við þennan árangur eru blóð, sviti og tár. Þegar takmarkinu er náð og þú stendur á verðlaunapalli á stórmóti. Hvaða tilfinningar bárust þá innra með þér? „Fyrst og fremst stolt. Það var ótrúlega gaman að stíga upp á verðlaunapallinn og sjá íslenska fánann birtast. Það snerti hjarta mitt og ég fann fyrir þjóðarstoltinu. Maður er búinn að leggja inn alla þessa vinnu, hefur lifað sem meistari í öll þessi ár og nær loksins að uppskera núna.“ Hún leyndi sér ekki, ánægjan hjá Antoni Sveini McKee, með silfurverðlaunin frá EM. Enda getur hann verið virkilega stoltur af sinni frammistöðu.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Anton Sveinn hefur oft stungið sér til sunds á sínum atvinnumannaferli en hvernig er það, finnur hann um leið í fyrstu sundtökum að hann eigi von á góðu sundi líkt og varð raunin í úrslitum 200 metra bringusundsins á dögunum? „Ég átti alveg hræðilegt sund í 100 metra bringusundinu fyrir 200 metrana og fór í gegnum smá rússíbana andlega áður en ég hóf keppni í 200 metrunum. En á degi úrslitasundsins leið mér vel. Ég fann að ég var að ná að nýta mína styrkleika. Ég náði að setja sundið upp rétt til þess að geta náð einhverju góðu takmarki. Ég var ekki að eyða orku í ekki neitt, var ekki að reyna spretta til þess að reyna vera fyrstur í byrjun og svo gjörsamlega springa á því og verða lang síðastur. Það small allt saman.“ Viðtalið við Anton Svein í heild sinni, þar sem að hann sýnir meðal annars silfurmedalíu sína og fer yfir það hvað tekur við næstu mánuðina hjá sér, má sjá hér fyrir neðan.
Sund Rúmenía ÍSÍ Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira