Kristrún leggur ekki áherslu á Evrópusambandið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 9. desember 2023 14:31 Kristrún að hlusta á Sigurjón Erlingsson í ræðustól á fundinum á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Formaður Samfylkingarinnar segir það skipta meira máli að komast til valda í málaflokkum, sem er 70 til 80 prósent sátt um frekar en að keyra á málaflokka, sem kljúfa þjóðina eins og að ganga í Evrópusambandið. Eins og fram hefur komið er Samfylkingin á miklu flugi í landsstjórnmálunum enda sýna kannanir að hún sé langstærsti flokkur landsins með um 28% atkvæða yrði kosið nú. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins er hlynnt inngöngu í Evrópusambandið en setur það alls ekki, sem forgangsmál ef marka má orð hennar á opnum fundi Samfylkingarinnar í Árborg, sem haldin var á Selfossi. „Ég er hlynnt sjálf Evrópusambands inngöngu en mér finnst skipta meira máli að við komumst til valda og framkvæmum í málaflokkum, sem er kannski 70 til 80 prósent sátt um frekar en að keyra á málaflokka, sem kljúfa þjóðina. Og ég veit að það finnst ekki öllum auðvelt að heyra þetta en mér finnst bara mín ábyrgð vera meiri en svo ég velji bara þá málaflokka, sem ég vil eða flokkurinn vill í smáatriðum, þetta er enn þá á stefnuskrá flokksins, þetta er enn þá markmið en ég væri líka að lofa upp í ermina á mér ef ég væri að halda því fram að til dæmis væri fram undan í stjórnarsamstarfi þar sem væri meirihluti fyrir þessu, ég er ekkert endilega viss um að svo sé,“ sagði Kristrún. Kristrún bætti svo við að það væru margir nýir jafnaðarmenn gengnir til liðs við Samfylkinguna en séu efasemdarmenn um Evrópusambandið og hún segist virða þá skoðun. „Og það er ekki þannig að við göngum inn í Evrópusambandið og tökum upp evru og þá lækki bara hér vextir og allt verði þægilegt, það virkar ekki þannig,“ sagði hún á fundinum á Selfossi. „Ég er hlynnt sjálf Evrópusambands inngöngu en mér finnst skipta meira máli að við komumst til valda og framkvæmum í málaflokkum, sem er kannski 70 til 80 prósent sátt um frekar en að keyra á málaflokka, sem kljúfa þjóðina“, sagði Kristrún meðal annars á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Samfylkingin Alþingi Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Eins og fram hefur komið er Samfylkingin á miklu flugi í landsstjórnmálunum enda sýna kannanir að hún sé langstærsti flokkur landsins með um 28% atkvæða yrði kosið nú. Kristrún Frostadóttir, formaður flokksins er hlynnt inngöngu í Evrópusambandið en setur það alls ekki, sem forgangsmál ef marka má orð hennar á opnum fundi Samfylkingarinnar í Árborg, sem haldin var á Selfossi. „Ég er hlynnt sjálf Evrópusambands inngöngu en mér finnst skipta meira máli að við komumst til valda og framkvæmum í málaflokkum, sem er kannski 70 til 80 prósent sátt um frekar en að keyra á málaflokka, sem kljúfa þjóðina. Og ég veit að það finnst ekki öllum auðvelt að heyra þetta en mér finnst bara mín ábyrgð vera meiri en svo ég velji bara þá málaflokka, sem ég vil eða flokkurinn vill í smáatriðum, þetta er enn þá á stefnuskrá flokksins, þetta er enn þá markmið en ég væri líka að lofa upp í ermina á mér ef ég væri að halda því fram að til dæmis væri fram undan í stjórnarsamstarfi þar sem væri meirihluti fyrir þessu, ég er ekkert endilega viss um að svo sé,“ sagði Kristrún. Kristrún bætti svo við að það væru margir nýir jafnaðarmenn gengnir til liðs við Samfylkinguna en séu efasemdarmenn um Evrópusambandið og hún segist virða þá skoðun. „Og það er ekki þannig að við göngum inn í Evrópusambandið og tökum upp evru og þá lækki bara hér vextir og allt verði þægilegt, það virkar ekki þannig,“ sagði hún á fundinum á Selfossi. „Ég er hlynnt sjálf Evrópusambands inngöngu en mér finnst skipta meira máli að við komumst til valda og framkvæmum í málaflokkum, sem er kannski 70 til 80 prósent sátt um frekar en að keyra á málaflokka, sem kljúfa þjóðina“, sagði Kristrún meðal annars á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Samfylkingin Alþingi Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira