Djúp hola á æfingavelli Grindavíkur Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. desember 2023 23:24 Hér má sjá mynd úr drónamyndbandi sem er tekið af æfingavelli knattspyrnuliðs Grindavíkur. Á myndinni má holu sem hefur myndast út frá sprungunni sem liggur undir bænum. Vísir/Vilhelm Ljósmyndari Vísis náði myndbandi af stærðarinnar holu sem hefur myndast á æfingavelli knattspyrnuliðs Grindavíkur eftir jarðhræringarnar í bænum. Holan er ein af mörgum sem hafa myndast út frá sprungunni undir bænum að sögn jarðvegsverkfræðings. „Þetta er þessi sprunga sem liggur í gegnum bæinn sem þessi mikla færsla varð um. Þetta er í raun og veru gjá sem heitir Stamphólagjá, ákveðið kennileyti þarna og liggur þarna undir,“ sagði Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Efla sinnir ráðgjöf fyrir Grindavíkurbæ í að gera við sprungur og holur sem mynduðust í jarðhræringunum. Hér fyrir neðan má sjá drónamyndband sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði af holunni. Jörðin togast í sundur við lækkunina Jón Haukur segir að víða í bænum sé verið að fylla upp í holur sem þessa. Styrkja þurfi götustæði og gera við lagnir sem fóru meira og minna í sundur. Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Eflu.Sigurjón Ólason „Þetta er tveggja kílómetra löng sprunga sem myndast frá sjó og alveg í gegnum bæinn. Hún er mest opin í norðurhluta bæjarins, í yngri hluta bæjarins. Í eldri hlutanum liggja þessi mest skemmdu hús yfir þessu og hún hlykkjast að mestu á milli húsa en þó ekki alveg og um fótboltavöllinn,“ segir Jón Haukur. „Það varð þessi mikla hreyfing á þessu, 80 sentímetra lækkun og þá togast þetta í sundur og mjög víða er þetta opið,“ segir hann. Bærinn ekki öruggur vegna sprungnanna Að sögn Jón Hauks er markmiðið að reyna að fylla upp í sem flest gatanna sem mynduðustu með djúpum jarðvegstöppum. Þar að auki er unnið að því að koma fyrir styrkingum með netum undir götum og göngustígum. Aðspurður hvað þetta tekur langan tíma segir hann að það velti allt á því hvenær bærinn verður opnaður. „En þetta er eitt af því sem er hamlandi fyrir því að þú getir sett ótakmarkaða umferð um bæinn. Hann er einfaldlega ekki öruggur út af þessu. Það verður að ráðast en það er alveg lágmark fram á næstu helgi,“ segir Jón Haukur um framhaldið. Framkvæmdir við að laga Grindavíkurbæ halda áfram og einnig vinna við varnargarða.Vísir/Vilhelm Grindavík Eldgos og jarðhræringar UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Val Kilmer er látinn Erlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Þetta er þessi sprunga sem liggur í gegnum bæinn sem þessi mikla færsla varð um. Þetta er í raun og veru gjá sem heitir Stamphólagjá, ákveðið kennileyti þarna og liggur þarna undir,“ sagði Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá verkfræðistofunni Eflu. Efla sinnir ráðgjöf fyrir Grindavíkurbæ í að gera við sprungur og holur sem mynduðust í jarðhræringunum. Hér fyrir neðan má sjá drónamyndband sem Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, náði af holunni. Jörðin togast í sundur við lækkunina Jón Haukur segir að víða í bænum sé verið að fylla upp í holur sem þessa. Styrkja þurfi götustæði og gera við lagnir sem fóru meira og minna í sundur. Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Verkfræðistofunni Eflu.Sigurjón Ólason „Þetta er tveggja kílómetra löng sprunga sem myndast frá sjó og alveg í gegnum bæinn. Hún er mest opin í norðurhluta bæjarins, í yngri hluta bæjarins. Í eldri hlutanum liggja þessi mest skemmdu hús yfir þessu og hún hlykkjast að mestu á milli húsa en þó ekki alveg og um fótboltavöllinn,“ segir Jón Haukur. „Það varð þessi mikla hreyfing á þessu, 80 sentímetra lækkun og þá togast þetta í sundur og mjög víða er þetta opið,“ segir hann. Bærinn ekki öruggur vegna sprungnanna Að sögn Jón Hauks er markmiðið að reyna að fylla upp í sem flest gatanna sem mynduðustu með djúpum jarðvegstöppum. Þar að auki er unnið að því að koma fyrir styrkingum með netum undir götum og göngustígum. Aðspurður hvað þetta tekur langan tíma segir hann að það velti allt á því hvenær bærinn verður opnaður. „En þetta er eitt af því sem er hamlandi fyrir því að þú getir sett ótakmarkaða umferð um bæinn. Hann er einfaldlega ekki öruggur út af þessu. Það verður að ráðast en það er alveg lágmark fram á næstu helgi,“ segir Jón Haukur um framhaldið. Framkvæmdir við að laga Grindavíkurbæ halda áfram og einnig vinna við varnargarða.Vísir/Vilhelm
Grindavík Eldgos og jarðhræringar UMF Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Val Kilmer er látinn Erlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira