Erlent

Stór sprenging á Seychelleseyjum

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hér má sjá svæðið þar sem sprengingin varð.
Hér má sjá svæðið þar sem sprengingin varð. AP/Emilie Chetty

Neyðarástandi var lýst yfir á Seychelleseyjum í dag vegna stórrar sprengingar sem varð á iðnaðarsvæði á eyjunni Mahé. Ekki er vitað hvort einhver sé látinn eftir sprenginguna. 

Sprengingin náðist á myndband sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Fjöldi bygginga eyðilagðist í sprengingunni og slösuðust hundruð manna.

Klippa: Sprenging á Seychelleseyjum

„Ég þekki margar fjölskyldur sem hafa orðið fyrir skaðlegum áhrifum vegna sprengingarinnar. Það var eins og það hafi átt sér stríð þarna á svæðinu,“ hefur BBC eftir Wavel Ramkalawan, forseta Seychelleseyja. 

Flugvöllur landsins varð fyrir skemmdum þrátt fyrir að vera fjóra kílómetra frá staðnum þar sem sprengingin varð. Skólum landsins var lokað í dag og eingöngu tekið á móti sjúklingum í bráðri lífshættu á spítölum. 

Seychelleseyjar eru fámennasta og minnsta land Afríku. Þar búa rétt rúmlega hundrað þúsund manns á 115 eyjum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×