Leita logandi ljósi að húsnæði fyrir hundrað grindvísk börn Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. desember 2023 11:20 Fannar Jónasson bæjarstjóri í Grindavík ræddi stöðuna í hádegisfréttum Bylgjunnar. Vísir/Arnar Um 380 Grindvíkingar, þar á meðal hundrað börn, eru ekki með öruggt húsnæði yfir jólahátíðina. Bæjarstjórinn segir allt gert til að finna húsnæði fyrir fólkið til lengri tíma. Aðventugleði Grindvíkinga fer fram síðdegis. Samkvæmt sérfræðingum á Veðurstofunni hafa líkur á eldgosi yfir kvikuganginum á Reykjanesi minnkað. Gögn bendi til þess að innflæði í kvikuganginn sem myndaðist þann 10. nóvember hafi líklega stöðvast þó að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi. Langi heim fyrir jól Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segir marga íbúa langa til að komast heim sem fyrst. „Jú það eru margir sem vilja það helst af öllu að komast heim og ekki síst fyrir jólin. Það er hins vegar enn hættustig vegna jarðhræringa í Grindavík og meðan það er þá er ekki heimilt og alls ekki ráðlagt með tilliti til öryggis íbúa að fara og gista á staðnum, en þetta er vaktað mjög vel og menn tilbúnir til að veita leyfi þegar það er talið nægilega öruggt.“ Fundað sé á hverjum degi um þessi mál og staðan metin. Unnið sé hörðum höndum að því að kortleggja lagnakerfi en miklar skemmdir urðu á fráveitunni í bænum. Húsnæðismál eru þó helsta vandamál bæjarins en unnið er að því að finna húsnæði fyrir þá Grindvíkinga sem hafa ekki í örugg hús að venda á meðan þeir mega ekki snúa heim. „Það eru kannski rúmlega hundrað fjölskyldur sem eru í bráðri þörf fyrir húsnæði og hafa ekki öruggt húsnæði fram yfir hátíðarnar og það er unnið að því að leysa þennan vanda. Þetta eru kannski 380 Grindvíkingar og hátt upp í hundrað börn sem eru ekki með öruggt húsnæði sem er gríðarlegt vandamál og reynt núna að finna leiðir til að bæta þarna úr.“ Bærinn vinni að því að finna lausn ásamt ríkisstjórninni, stéttarfélögum og þeim leigufélögum sem falið var að vinna í þessum málum af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Þannig það er verið að reyna að vinna úr þessum málum þannig það takist sem allra fyrst að koma þessum fjölskyldum í öruggt húsnæði til lengri tíma.“ Aðventugleði Grindvíkinga fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Hún hefst klukkan 15 og stendur til 17. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Samkvæmt sérfræðingum á Veðurstofunni hafa líkur á eldgosi yfir kvikuganginum á Reykjanesi minnkað. Gögn bendi til þess að innflæði í kvikuganginn sem myndaðist þann 10. nóvember hafi líklega stöðvast þó að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi. Langi heim fyrir jól Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segir marga íbúa langa til að komast heim sem fyrst. „Jú það eru margir sem vilja það helst af öllu að komast heim og ekki síst fyrir jólin. Það er hins vegar enn hættustig vegna jarðhræringa í Grindavík og meðan það er þá er ekki heimilt og alls ekki ráðlagt með tilliti til öryggis íbúa að fara og gista á staðnum, en þetta er vaktað mjög vel og menn tilbúnir til að veita leyfi þegar það er talið nægilega öruggt.“ Fundað sé á hverjum degi um þessi mál og staðan metin. Unnið sé hörðum höndum að því að kortleggja lagnakerfi en miklar skemmdir urðu á fráveitunni í bænum. Húsnæðismál eru þó helsta vandamál bæjarins en unnið er að því að finna húsnæði fyrir þá Grindvíkinga sem hafa ekki í örugg hús að venda á meðan þeir mega ekki snúa heim. „Það eru kannski rúmlega hundrað fjölskyldur sem eru í bráðri þörf fyrir húsnæði og hafa ekki öruggt húsnæði fram yfir hátíðarnar og það er unnið að því að leysa þennan vanda. Þetta eru kannski 380 Grindvíkingar og hátt upp í hundrað börn sem eru ekki með öruggt húsnæði sem er gríðarlegt vandamál og reynt núna að finna leiðir til að bæta þarna úr.“ Bærinn vinni að því að finna lausn ásamt ríkisstjórninni, stéttarfélögum og þeim leigufélögum sem falið var að vinna í þessum málum af hálfu ríkisstjórnarinnar. „Þannig það er verið að reyna að vinna úr þessum málum þannig það takist sem allra fyrst að koma þessum fjölskyldum í öruggt húsnæði til lengri tíma.“ Aðventugleði Grindvíkinga fer fram á Ásvöllum í Hafnarfirði í dag. Hún hefst klukkan 15 og stendur til 17.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Húsnæðismál Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10 Mest lesið Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Innlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Arkítekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Innlent Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Erlent Fleiri fréttir Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu „Ég er bara örvæntingarfull“ Dvöldu í húsum í eldri byggð Súðavíkur þvert á bann Allhvöss norðanátt og víða erfið færð norðantil Leikskólastjórinn hættur eftir „persónulegt einelti“ Börn oft að leik þar sem slysið varð Gersemar og aðskotahlutir fundist í veggjum Kaffivagnsins Bíll fastur í vonskuveðri á Steingrímsfjarðarheiði Sjá meira
Minni líkur á eldgosi en fleiri kvikuhlaup enn líkleg Líkur á eldgosi yfir kvikuganginum sem myndaðist 10. nóvember hafa minnkað verulega. Enn er önnur hætta áfram til staðar á umbrotasvæðinu. Kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi og er líklegt að atburðarásin endurtaki sig. 6. desember 2023 15:10