Aðför að lánakjörum almennings Bjarni Jónsson skrifar 6. desember 2023 10:10 Margt fólk er hart leikið af lánastofnunum þessa dagana. Ekki bara fyrir dýrtíð og verðbólgu, heldur ekki síður vegna þess hvernig fjármálastofnanir, bankar og lánveitendur fá að komast upp með að beita fólk margskonar harðræði og þrengja að möguleikum þess til að fá notið eðlilegra og sanngjarnra lánakjara og úrlausna sinna mála hjá viðskiptabönkum sínum. Fólk er jafnvel bundið lánastofnunum skuldafjötrum gegnum óhagstæð íbúðalán, sem ekki fæst breytt til hagfelldari veru eða flutt annað vegna verðfellingar á lánshæfi þeirra, jafnvel yfir nótt. Það getur ekki skuldbreytt eða leitað betri kjara hjá sömu lánastofnunum eða annarsstaðar heldur er ofurselt þeim afarkostum sem bankarnir hafa búið þeim, eftirlitslítið. Ekki einu sinni viðskiptavinir til áratuga njóta velvildar sinna viðskiptabanka vegna þess að þannig geta bankarnir haft af þeim meira fé en ef við byggjum við heilbrigðari viðskiptahætti. Stór hluti Íslendinga á örlög sín undir fyrirtækjum eins og Creditinfo, sem eftirlitslítið safnar upplýsingum um fjárhagsstöðu fólks, metur hversu líklegt það er til að standa í skilum og verslar svo með og selur þær upplýsingar. Fyrirtækið er það eina sinnar tegundar og ekki háð neinu eftirliti og hafa Neytendasamtökin gert alvarlegar athugasemdir við það. Þann 23. nóvember síðastliðinn tilkynnti Creditinfo, skyndilega og fyrirvaralaust um breytingar á gerð lánshæfismats sem fólst í því að greiðslusaga einstaklinga var dreginn fram lengra aftur í tímann en áður. Þessar breytingar urðu til þess að lánshæfismat margra lækkaði bókstaflega yfir nótt, fólk sem einhverntíma var í vanskilum en hefur lengi staðið í skilum, er skyndilega metið ótraustari lántakendur, ekki vegna breytinga á högum þess heldur vegna breytinga á verkferlum hjá einu fyrirtæki, fyrirtæki með einokun á markaði á sölu persónuupplýsinga og að því er virðist geðþóttaákvörðunum um mælikvarða. Í krafti þessa geta svo viðskiptabankarnir stillt fólki upp með lakari lánakjör og makað enn frekar krókinn til viðbótar því sem þeir sækja með óhóflegum vaxtamun. Ég tók þetta ljóta mál upp á Alþingi í gær og tek heilshugar undir með Neytendasamtökunum, sem hafa kallað eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Þau hafa lengi bent á að ekkert eftirlit er með því hvernig lánshæfismat er reiknað út og hvaða breytur stjórni því. Þegar ofan á bætist svona aðför að hagsmunum einstaklinga sem standa í skilum þá er dagljóst að við svo búið verður ekki unað. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Vinstri græn Efnahagsmál Húsnæðismál Alþingi Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Margt fólk er hart leikið af lánastofnunum þessa dagana. Ekki bara fyrir dýrtíð og verðbólgu, heldur ekki síður vegna þess hvernig fjármálastofnanir, bankar og lánveitendur fá að komast upp með að beita fólk margskonar harðræði og þrengja að möguleikum þess til að fá notið eðlilegra og sanngjarnra lánakjara og úrlausna sinna mála hjá viðskiptabönkum sínum. Fólk er jafnvel bundið lánastofnunum skuldafjötrum gegnum óhagstæð íbúðalán, sem ekki fæst breytt til hagfelldari veru eða flutt annað vegna verðfellingar á lánshæfi þeirra, jafnvel yfir nótt. Það getur ekki skuldbreytt eða leitað betri kjara hjá sömu lánastofnunum eða annarsstaðar heldur er ofurselt þeim afarkostum sem bankarnir hafa búið þeim, eftirlitslítið. Ekki einu sinni viðskiptavinir til áratuga njóta velvildar sinna viðskiptabanka vegna þess að þannig geta bankarnir haft af þeim meira fé en ef við byggjum við heilbrigðari viðskiptahætti. Stór hluti Íslendinga á örlög sín undir fyrirtækjum eins og Creditinfo, sem eftirlitslítið safnar upplýsingum um fjárhagsstöðu fólks, metur hversu líklegt það er til að standa í skilum og verslar svo með og selur þær upplýsingar. Fyrirtækið er það eina sinnar tegundar og ekki háð neinu eftirliti og hafa Neytendasamtökin gert alvarlegar athugasemdir við það. Þann 23. nóvember síðastliðinn tilkynnti Creditinfo, skyndilega og fyrirvaralaust um breytingar á gerð lánshæfismats sem fólst í því að greiðslusaga einstaklinga var dreginn fram lengra aftur í tímann en áður. Þessar breytingar urðu til þess að lánshæfismat margra lækkaði bókstaflega yfir nótt, fólk sem einhverntíma var í vanskilum en hefur lengi staðið í skilum, er skyndilega metið ótraustari lántakendur, ekki vegna breytinga á högum þess heldur vegna breytinga á verkferlum hjá einu fyrirtæki, fyrirtæki með einokun á markaði á sölu persónuupplýsinga og að því er virðist geðþóttaákvörðunum um mælikvarða. Í krafti þessa geta svo viðskiptabankarnir stillt fólki upp með lakari lánakjör og makað enn frekar krókinn til viðbótar því sem þeir sækja með óhóflegum vaxtamun. Ég tók þetta ljóta mál upp á Alþingi í gær og tek heilshugar undir með Neytendasamtökunum, sem hafa kallað eftir því að stjórnvöld hafi eftirlit með og láti gera úttekt á virkni lánshæfismats Creditinfo. Þau hafa lengi bent á að ekkert eftirlit er með því hvernig lánshæfismat er reiknað út og hvaða breytur stjórni því. Þegar ofan á bætist svona aðför að hagsmunum einstaklinga sem standa í skilum þá er dagljóst að við svo búið verður ekki unað. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna í NV kjördæmi og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun