Dýrmætum munum Guðbergs og Kjarvalsverkum bjargað frá Grindavík Jón Þór Stefánsson skrifar 5. desember 2023 18:00 „Um leið og aðstæður leyfa verður þessum listaverkum komið fyrir á viðeigandi stað aftur í bænum,“ segir Lilja um þá muni sem hefur verið bjargað úr Grindavík. Vísir/Vilhelm/Einar Menningarlegum verðmætum, sem voru stödd í Grindavík, var bjargað úr bænum á dögunum. Á meðal þess sem var bjargað voru munir sem voru í eigu Guðbergs Bergssonar og málverk eftir Jóhannes Kjarval. Hópurinn sem kom að þessari björgun samanstóð af þjóðminjaverði, safnstjóra Listasafns Íslands, sviðsstjóra menningar- og frístundasviðs Grindavíkurbæjar, og fulltrúa menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Þeim var gert að kortleggja og greina öll þau lista- og menningarverðmæti sem var að finna í Grindavík. Þau gerðu það og fengu síðan heimild til að ná í munina þann 25. nóvember síðastliðinn. Frá þessu greinir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í samtali við Vísi, en hún tekur fram að starfsfólk Grindavíkurbæjar hafi átt hugmyndina að umræddri aðgerð. Öllum helstu verðmætum bjargað „Þetta voru mörg verðmæt verk og þeim verður komið fyrir í varðveislurými listasafns Reykjanesbæjar,“ segir Lilja, sem segist telja að öll helstu menningarverðmæti Grindavíkurbæjar séu nú komin þangað. „Um leið og aðstæður leyfa verður þessum listaverkum komið fyrir á viðeigandi stað aftur í bænum.“ Lilja ræddi um björgunina á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Ástæðan fyrir því að ég fer með þetta fyrir ríkisstjórn er sú að þegar svona á sér stað: jarðhræringar, skjálftar, og aurskriður, þá er svo mikilvægt að við séum með verklag. Núna er komið svona form að því, og það heppnaðist mjög vel.“ Ævistarfi komið til bjargar Líkt og áður segir voru munir Guðbergs Bergssonar heitins sóttir í bæinn, en um var að ræða nokkra kassa með bókum hans, verðlauna- og viðurkenningargripi og listaverk. Farið var á dvalarheimilið í Grindavík, þar sem hvorki var hiti né rafmagn, og þaðan voru sótt fimmtán til tuttugu málverk eftir Jóhannes Kjarval, Hring Jóhannesson, Matthías Sigfússon, Vilhjálm Bergsson, Ástu Árnadóttur, Höllu Haraldsdóttur, og Sigríði Rósinkrans. Einnig voru fjögur hundruð málverk eftir listamanninn Vilhjálm Bergsson sótt á heimili hans. Vitað var fyrir ferðina að hús hans væri ónýtt og ævistarf hans lægi því undir skemmdum. Menning Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira
Hópurinn sem kom að þessari björgun samanstóð af þjóðminjaverði, safnstjóra Listasafns Íslands, sviðsstjóra menningar- og frístundasviðs Grindavíkurbæjar, og fulltrúa menningar- og viðskiptaráðuneytisins. Þeim var gert að kortleggja og greina öll þau lista- og menningarverðmæti sem var að finna í Grindavík. Þau gerðu það og fengu síðan heimild til að ná í munina þann 25. nóvember síðastliðinn. Frá þessu greinir Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, í samtali við Vísi, en hún tekur fram að starfsfólk Grindavíkurbæjar hafi átt hugmyndina að umræddri aðgerð. Öllum helstu verðmætum bjargað „Þetta voru mörg verðmæt verk og þeim verður komið fyrir í varðveislurými listasafns Reykjanesbæjar,“ segir Lilja, sem segist telja að öll helstu menningarverðmæti Grindavíkurbæjar séu nú komin þangað. „Um leið og aðstæður leyfa verður þessum listaverkum komið fyrir á viðeigandi stað aftur í bænum.“ Lilja ræddi um björgunina á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. „Ástæðan fyrir því að ég fer með þetta fyrir ríkisstjórn er sú að þegar svona á sér stað: jarðhræringar, skjálftar, og aurskriður, þá er svo mikilvægt að við séum með verklag. Núna er komið svona form að því, og það heppnaðist mjög vel.“ Ævistarfi komið til bjargar Líkt og áður segir voru munir Guðbergs Bergssonar heitins sóttir í bæinn, en um var að ræða nokkra kassa með bókum hans, verðlauna- og viðurkenningargripi og listaverk. Farið var á dvalarheimilið í Grindavík, þar sem hvorki var hiti né rafmagn, og þaðan voru sótt fimmtán til tuttugu málverk eftir Jóhannes Kjarval, Hring Jóhannesson, Matthías Sigfússon, Vilhjálm Bergsson, Ástu Árnadóttur, Höllu Haraldsdóttur, og Sigríði Rósinkrans. Einnig voru fjögur hundruð málverk eftir listamanninn Vilhjálm Bergsson sótt á heimili hans. Vitað var fyrir ferðina að hús hans væri ónýtt og ævistarf hans lægi því undir skemmdum.
Menning Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Sjá meira