Dularfullt hvarf skilaboða Johnson enn óútskýrt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. desember 2023 07:54 Johnson mætir fyrir rannsóknarnefndina í morgun. Hann hefur neitað því að hafa eytt skilaboðunum. AP/PA Wire/Jordan Pettitt Vitnaleiðslur yfir Boris Johnson, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, hefjast í dag í tengslum við yfirstandandi rannsókn á framgöngu stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum. Rannsóknin hefur staðið yfir í nokkurn tíma en vendingar urðu á málinu í gær þegar greint var frá því að ekki hefði tekist að nálgast WhatsApp-skilaboð forsætisráðherrans fyrrverandi sem send voru á tímabilinu þegar Covid-19 varð fyrst vart og fram yfir fyrstu samkomutakmarkanirnar. Um er að ræða sex mánaða tímabil. Johnson hefur neitað að hafa eytt skilaboðunum. Það hefur tekið nokkurn tíma fyrir rannsóknarnefndina að komast yfir gögn málsins en ríkisstjórn Rishi Sunak neitaði í fyrstu að láta af hendi óritskoðuð samskipti Johnson, minnisbækur og dagbækur. Gögnin voru látin af hendi eftir dómsúrskurð. Varðandi WhatsApp-skilaboðin bar Johnson því hins vegar við í fyrstu að hann gæti ekki nálgast þau þar sem þau væru geymd á gömlum síma og hann myndi ekki aðgangsorðið til að komast inn í hann. Með aðstoð tókst honum að komast inn í símann en ekki hefur tekist að endurheimta fyrrnefnd skilaboð. Times greindi frá því í gær að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sérfræðinga hefði það enn ekki tekist. Haft er eftir Johnson að ástæður þess að ekki sé hægt að nálgast skilaboðin séu ókunnar. Vonir standa til að flest skilaboðanna séu til hjá þeim sem Johnson átti í samskiptum við. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Rannsóknin hefur staðið yfir í nokkurn tíma en vendingar urðu á málinu í gær þegar greint var frá því að ekki hefði tekist að nálgast WhatsApp-skilaboð forsætisráðherrans fyrrverandi sem send voru á tímabilinu þegar Covid-19 varð fyrst vart og fram yfir fyrstu samkomutakmarkanirnar. Um er að ræða sex mánaða tímabil. Johnson hefur neitað að hafa eytt skilaboðunum. Það hefur tekið nokkurn tíma fyrir rannsóknarnefndina að komast yfir gögn málsins en ríkisstjórn Rishi Sunak neitaði í fyrstu að láta af hendi óritskoðuð samskipti Johnson, minnisbækur og dagbækur. Gögnin voru látin af hendi eftir dómsúrskurð. Varðandi WhatsApp-skilaboðin bar Johnson því hins vegar við í fyrstu að hann gæti ekki nálgast þau þar sem þau væru geymd á gömlum síma og hann myndi ekki aðgangsorðið til að komast inn í hann. Með aðstoð tókst honum að komast inn í símann en ekki hefur tekist að endurheimta fyrrnefnd skilaboð. Times greindi frá því í gær að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sérfræðinga hefði það enn ekki tekist. Haft er eftir Johnson að ástæður þess að ekki sé hægt að nálgast skilaboðin séu ókunnar. Vonir standa til að flest skilaboðanna séu til hjá þeim sem Johnson átti í samskiptum við. Hér má finna umfjöllun Guardian um málið.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Sendi Dönum tóninn Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira