Segir óvissu vegna rafbílasölu á nýju ári of mikla Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 6. desember 2023 09:47 Bílasölur eiga erfitt með að gera áætlanir fyrir næsta ár vegna óvissu um gjaldtöku og styrkjum vegna rafbílasölu. Vísir/Vilhelm Brynjar Elefsen Óskarsson, framkvæmdastjóri B&L segist hafa áhyggjur af stöðu rafbílasölu í landinu og segir óljósar upplýsingar liggja fyrir frá stjórnvöldum um hvaða aðgerðir taki gildi um áramót. Skattspor rafbíla sé að aukast of hratt. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í í gær. Eins og fram hefur komið mun virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum falla úr gildi um áramót. Þá er gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum með nýju tekjuöflunarkerfi. Lítið heyrst um nýtt styrkjakerfi „Síðan hefur komið fram í fjárlagafrumvarpinu að það ætti að nota sjö og hálfan milljarð á næsta ári til þess að styðjast við orkuskipti,“ segir Brynjar og segir að þar hafi verið nefnd hreinorkuökutæki, átaksverkefni og innviðauppbyggingar. Sem séu mjög víð hugtök. „Síðan var þetta eitthvað að velkjast um í kerfinu og við höfðum bílgreinin heyrt af því að það stæði til að vera með um 900 þúsund króna styrk til almennings sem myndi kaupa rafbíl á næsta ári upp að tíu milljónum. Við fengum svona þessar útlínur birtar og svo mjög fljótlega birtist þetta sem frétt i Morgunblaðinu, þessar sömu útlínur.“ Brynjar segir að viku síðar hafi verið boðað til kynningarfund vegna málsins í umhverfisráðuneytinu. Honum hafi verið frestað samdægurs um viku og svo hafi þeim fundi verið frestað aftur með dagsfyrirvara. Því sé ekkert ljóst hvernig stjórnvöld muni hátta þeim styrkjum á næsta ári, mánuði fyrir upphaf nýs árs. 75 prósent bíla til einstaklinga rafbílar Brynjar segir óvissuna gríðarlega erfiða fyrir bílasölur. Erfitt sé að gera áætlanir um innkaup á bílum á meðan staðan sé þessi. „Við skulum setja þetta í samhengi. Rafbílar á þessu ári eru 45 prósent af heildarsölunni. Ef við horfum bara á einstaklingsmarkað þá er þetta um 75 prósent af sölu til einstaklinga á þessu ári, það er að segja þrír af hverjum fjórum bílum seldir til einstaklinga á þessu ári, hefur verið rafbíll.“ Rafbílasalan skipti miklu máli. Svör við spurningum um hversu stór markaðurinn fyrir rafbíla verður á næsta ári og hvernig bílasölur eigi að byggja upp sitt vöruúrval liggi ekki fyrir korteri í nýtt ár. „Við getum alveg flutt inn fullt af bensín og díselbílum ef það er það sem markaðurinn mun síðan leitast í ef þetta fer allt í einhverskonar óvissu og ólag,“ segir Brynjar. Hefði breytt ívilnunum í fleiri skrefum Hann segir fyrirvarann vegna breytinga á gjaldtöku af rafbílum hafi verið of lítinn og segir hann að hefði hann fengið að ráða hefði hann kynnt breytingar á ívilnunum í fleiri áföngum. „Það er alveg á hreinu að það þarf að fasa út ívilnanir til rafbíla, það er ekki spurning, þeir þurfa ekki að njóta ívilnana til eilífðar. En ég held að það muni þurfa þrjú, fjögur ár, það væri skynsamlegt ef við viljum halda sama dampi. Ef við viljum taka skref tvö þrjú ár aftur á bak þá er það eitthvað sem við gerum með því að fasa þetta út í einu skrefi.“ Bílar Vistvænir bílar Skattar og tollar Rekstur hins opinbera Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í í gær. Eins og fram hefur komið mun virðisaukaívilnun vegna sölu á rafbílum falla úr gildi um áramót. Þá er gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku af rafbílum með nýju tekjuöflunarkerfi. Lítið heyrst um nýtt styrkjakerfi „Síðan hefur komið fram í fjárlagafrumvarpinu að það ætti að nota sjö og hálfan milljarð á næsta ári til þess að styðjast við orkuskipti,“ segir Brynjar og segir að þar hafi verið nefnd hreinorkuökutæki, átaksverkefni og innviðauppbyggingar. Sem séu mjög víð hugtök. „Síðan var þetta eitthvað að velkjast um í kerfinu og við höfðum bílgreinin heyrt af því að það stæði til að vera með um 900 þúsund króna styrk til almennings sem myndi kaupa rafbíl á næsta ári upp að tíu milljónum. Við fengum svona þessar útlínur birtar og svo mjög fljótlega birtist þetta sem frétt i Morgunblaðinu, þessar sömu útlínur.“ Brynjar segir að viku síðar hafi verið boðað til kynningarfund vegna málsins í umhverfisráðuneytinu. Honum hafi verið frestað samdægurs um viku og svo hafi þeim fundi verið frestað aftur með dagsfyrirvara. Því sé ekkert ljóst hvernig stjórnvöld muni hátta þeim styrkjum á næsta ári, mánuði fyrir upphaf nýs árs. 75 prósent bíla til einstaklinga rafbílar Brynjar segir óvissuna gríðarlega erfiða fyrir bílasölur. Erfitt sé að gera áætlanir um innkaup á bílum á meðan staðan sé þessi. „Við skulum setja þetta í samhengi. Rafbílar á þessu ári eru 45 prósent af heildarsölunni. Ef við horfum bara á einstaklingsmarkað þá er þetta um 75 prósent af sölu til einstaklinga á þessu ári, það er að segja þrír af hverjum fjórum bílum seldir til einstaklinga á þessu ári, hefur verið rafbíll.“ Rafbílasalan skipti miklu máli. Svör við spurningum um hversu stór markaðurinn fyrir rafbíla verður á næsta ári og hvernig bílasölur eigi að byggja upp sitt vöruúrval liggi ekki fyrir korteri í nýtt ár. „Við getum alveg flutt inn fullt af bensín og díselbílum ef það er það sem markaðurinn mun síðan leitast í ef þetta fer allt í einhverskonar óvissu og ólag,“ segir Brynjar. Hefði breytt ívilnunum í fleiri skrefum Hann segir fyrirvarann vegna breytinga á gjaldtöku af rafbílum hafi verið of lítinn og segir hann að hefði hann fengið að ráða hefði hann kynnt breytingar á ívilnunum í fleiri áföngum. „Það er alveg á hreinu að það þarf að fasa út ívilnanir til rafbíla, það er ekki spurning, þeir þurfa ekki að njóta ívilnana til eilífðar. En ég held að það muni þurfa þrjú, fjögur ár, það væri skynsamlegt ef við viljum halda sama dampi. Ef við viljum taka skref tvö þrjú ár aftur á bak þá er það eitthvað sem við gerum með því að fasa þetta út í einu skrefi.“
Bílar Vistvænir bílar Skattar og tollar Rekstur hins opinbera Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira