Pogba og Sancho voru alltaf seinir á æfingar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2023 13:31 Jadon Sancho og Paul Pogba áttu erfitt með mæta á réttum tíma á æfingar hjá Manchester United. getty/Ash Donelon Óstundvísi var mikið vandamál í herbúðum Manchester United samkvæmt Nemanja Matic, fyrrverandi leikmanni liðsins. Tvær af stjörnum United voru sérstaklega slæmar í þessum efnum. Matic gekk í raðir United frá Chelsea 2017. Hann fann mikinn mun á fagmennsku hjá félögunum tveimur. „Hjá Chelsea hegðuðu leikmennirnir sér eins og atvinnumenn, voru stundvísir og aldrei seinir á æfingar en hjá United gerðist þetta nánast á hverjum degi,“ sagði Matic í viðtali við YouTube-síðuna YU Planet. „Meðal leikmanna sem voru alltaf seinir voru Paul Pogba og Jadon Sancho. Við hinir sem vorum alltaf stundvísir vorum reiðir svo við settum á laggirnar eins konar aganefnd sem ég var yfir. Ég hengdi upp blað á vegginn með nöfnum þeirra sem voru seinir. Eitt tímabil söfnuðum við 75 þúsund pundum í sektir [rúmar þrettán milljónir íslenskra króna]. Við ætluðum að nota peninginn í að halda partí í London en gátum það ekki vegna covid.“ Pogba kom til United frá Juventus 2016. Hann sneri aftur til Juventus á frjálsri sölu í sumar. Pogba vann bæði deildabikarinn og Evrópudeildina á fyrsta tímabili sínu með United en var reglulega gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu inni á vellinum. United keypti Sancho frá Borussia Dortmund fyrir tveimur árum. Hann hefur lítið gert síðan hann kom til liðsins og er núna í frystikistunni hjá knattspyrnustjóranum Erik ten Hag eftir að hann gagnrýndi hann opinberlega. Eftir tapið fyrir Newcastle United, 1-0, á laugardaginn voru leikmenn United harðlega gagnrýndir, meðal annars fyrir leti inni á vellinum. Meðal þeirra sem fékk fyrir ferðina var Marcus Rashford. Enskir fjölmiðlar hafa svo greint frá því að stemmningin í búningsklefa United sé orðin ansi súr og allt að helmingur leikmannahópsins sé búinn að missa trúna á Ten Hag. Þeim finnst æfingarnar of erfiðar, leikskipulagið ekki nógu gott og eru ósáttir við meðferðina á Sancho. United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir fjórtán leiki. Liðið tekur á móti Chelsea annað kvöld. Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira
Matic gekk í raðir United frá Chelsea 2017. Hann fann mikinn mun á fagmennsku hjá félögunum tveimur. „Hjá Chelsea hegðuðu leikmennirnir sér eins og atvinnumenn, voru stundvísir og aldrei seinir á æfingar en hjá United gerðist þetta nánast á hverjum degi,“ sagði Matic í viðtali við YouTube-síðuna YU Planet. „Meðal leikmanna sem voru alltaf seinir voru Paul Pogba og Jadon Sancho. Við hinir sem vorum alltaf stundvísir vorum reiðir svo við settum á laggirnar eins konar aganefnd sem ég var yfir. Ég hengdi upp blað á vegginn með nöfnum þeirra sem voru seinir. Eitt tímabil söfnuðum við 75 þúsund pundum í sektir [rúmar þrettán milljónir íslenskra króna]. Við ætluðum að nota peninginn í að halda partí í London en gátum það ekki vegna covid.“ Pogba kom til United frá Juventus 2016. Hann sneri aftur til Juventus á frjálsri sölu í sumar. Pogba vann bæði deildabikarinn og Evrópudeildina á fyrsta tímabili sínu með United en var reglulega gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu inni á vellinum. United keypti Sancho frá Borussia Dortmund fyrir tveimur árum. Hann hefur lítið gert síðan hann kom til liðsins og er núna í frystikistunni hjá knattspyrnustjóranum Erik ten Hag eftir að hann gagnrýndi hann opinberlega. Eftir tapið fyrir Newcastle United, 1-0, á laugardaginn voru leikmenn United harðlega gagnrýndir, meðal annars fyrir leti inni á vellinum. Meðal þeirra sem fékk fyrir ferðina var Marcus Rashford. Enskir fjölmiðlar hafa svo greint frá því að stemmningin í búningsklefa United sé orðin ansi súr og allt að helmingur leikmannahópsins sé búinn að missa trúna á Ten Hag. Þeim finnst æfingarnar of erfiðar, leikskipulagið ekki nógu gott og eru ósáttir við meðferðina á Sancho. United er í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig eftir fjórtán leiki. Liðið tekur á móti Chelsea annað kvöld.
Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Sjá meira