Bein útsending: Metfjöldi umsókna um hlutdeildarlán Atli Ísleifsson skrifar 5. desember 2023 09:00 HMS hefur veitt 178 hlutdeildarlán það sem af er árinu 2023, samtals að fjárhæð um 1.956 milljónir króna. Vísir/Vilhelm Alls bárust Húsnæðis- og mannvirkjastofnun 73 umsóknir um hlutdeildarlán í október síðastliðinn. Lang flestar þeirra voru vegna kaupa á íbúðum á höfuðborgarsvæðinu eða 58 umsóknir, fjórtán umsóknir voru á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins og ein umsókn á landsbyggð utan vaxtarsvæða. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu HMS um hlutdeildarlán, en fulltrúar stofnunarinnar munu kynna skýrsluna á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Fasteignamarkaður - Hlutdeildaralán from Húsnæðis- og mannvirkjastofnun on Vimeo. Í tilkynningu segir að það sem af sé árinu 2023 þá hafi HMS veitt 178 hlutdeildarlán, samtals að fjárhæð um 1.956 milljónir króna. Um 57 prósent lánanna séu á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins (101 lán) og 40 prósent þeirra á höfuðborgarsvæðinu (71 lán), sex lán hafa verið veitt á landsbyggð utan vaxtarsvæða. Lánum sem þessum er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup. „Frá því að hlutdeildarlán hófu göngu sína á síðari hluta árs 2020 þá hefur HMS veitt samtals 631 lán að fjárhæð samtals 5.668 milljónir króna. Um 2.887 milljónir eru vegna kaupa á íbúðum á vaxtarsvæðum, um 2.640 milljónir á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 140 milljónir króna á landsbyggð utan vaxtarsvæða. Flest lán hafa verið veitt á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins (347 lán) helst í Reykjanesbæ (135 lán), Akureyrarbæ (54 lán) og Akraneskaupstað (51 lán). Næstflest lán eru á höfuðborgarsvæðinu eða 266 lán helst í Reykjavík (170) sem þar sem jafnframt flest lán hafa verið veitt, Hafnarfirði (40 lán) og Garðabæ (22 lán). Á landsbyggðinni utan vaxtarsvæða hafa verið veitt 18 lán helst á Dalvíkurbyggð (5 lán). Nokkur aukning hefur verið í umsóknum um hlutdeildarlán að undanförnu. Á fyrri hluta ársins bárust 33 umsóknir en eru þær nú orðnar alls 495 talsins og er þetta mesti fjöldi umsókna frá því að reglur um hlutdeildarlán tóku fyrst gildi á síðarin hluta árs 2020. HMS Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum fullbúnum íbúðum sem samþykktar eru af HMS og fer hámarksverð þeirra eftir stærð, fjölda svefnherbergja og staðsetningu. Jafnframt skal heimilað söluverð vera í samræmi við söluverð sambærilegra íbúða sem bjóðast á almennum markaði og því ekki sjálfgefið að hámarksverð skv. reglugerð eigi við. Ef gerður er samanburður á verði nýrra fullbúinna íbúða sem seldar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu á árinu þá má sjá að söluverð íbúða sem keyptar hafa verið án hlutdeildarláns er fermetraverð íbúðanna að meðaltali um 7,8% hærra en fermetraverð sambærilegra íbúða sem keyptar eru með hlutdeildarláni,“ segir í tilkynningunni. Ný reiknivél Ennfremur segir að HMS hafi nú útbúið nýja reiknivél sem ætluð sé til að auðvelda fyrstu kaupendum og umsækjendum um hlutdeildarlán að átta sig á skilyrðum hlutdeildarlána og máta sig við úrræðið. „Í reiknivélina er m.a. hægt að setja inn fjölskyldutegund og fjölda barna á heimili og fá þannig upplýsingar um leyfilegar hámarkstekjur heimilisins. Þar er einnig hægt setja inn upplýsingar um eignir og skuldir og fá þannig upplýsingar um eigið fé umsækjanda og mögulegt hámarkskaupverð íbúða. Reiknivélin sem er bæði á íslensku og ensku má finna á heimasíðu HMS.“ Fasteignamarkaður Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu HMS um hlutdeildarlán, en fulltrúar stofnunarinnar munu kynna skýrsluna á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. Hægt verður að fylgjast með fundinum í spilaranum að neðan. Fasteignamarkaður - Hlutdeildaralán from Húsnæðis- og mannvirkjastofnun on Vimeo. Í tilkynningu segir að það sem af sé árinu 2023 þá hafi HMS veitt 178 hlutdeildarlán, samtals að fjárhæð um 1.956 milljónir króna. Um 57 prósent lánanna séu á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins (101 lán) og 40 prósent þeirra á höfuðborgarsvæðinu (71 lán), sex lán hafa verið veitt á landsbyggð utan vaxtarsvæða. Lánum sem þessum er ætlað að hjálpa fyrstu kaupendum undir ákveðnum tekjumörkum að brúa bilið við fasteignakaup. „Frá því að hlutdeildarlán hófu göngu sína á síðari hluta árs 2020 þá hefur HMS veitt samtals 631 lán að fjárhæð samtals 5.668 milljónir króna. Um 2.887 milljónir eru vegna kaupa á íbúðum á vaxtarsvæðum, um 2.640 milljónir á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 140 milljónir króna á landsbyggð utan vaxtarsvæða. Flest lán hafa verið veitt á vaxtarsvæðum utan höfuðborgarsvæðisins (347 lán) helst í Reykjanesbæ (135 lán), Akureyrarbæ (54 lán) og Akraneskaupstað (51 lán). Næstflest lán eru á höfuðborgarsvæðinu eða 266 lán helst í Reykjavík (170) sem þar sem jafnframt flest lán hafa verið veitt, Hafnarfirði (40 lán) og Garðabæ (22 lán). Á landsbyggðinni utan vaxtarsvæða hafa verið veitt 18 lán helst á Dalvíkurbyggð (5 lán). Nokkur aukning hefur verið í umsóknum um hlutdeildarlán að undanförnu. Á fyrri hluta ársins bárust 33 umsóknir en eru þær nú orðnar alls 495 talsins og er þetta mesti fjöldi umsókna frá því að reglur um hlutdeildarlán tóku fyrst gildi á síðarin hluta árs 2020. HMS Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum fullbúnum íbúðum sem samþykktar eru af HMS og fer hámarksverð þeirra eftir stærð, fjölda svefnherbergja og staðsetningu. Jafnframt skal heimilað söluverð vera í samræmi við söluverð sambærilegra íbúða sem bjóðast á almennum markaði og því ekki sjálfgefið að hámarksverð skv. reglugerð eigi við. Ef gerður er samanburður á verði nýrra fullbúinna íbúða sem seldar hafa verið á höfuðborgarsvæðinu á árinu þá má sjá að söluverð íbúða sem keyptar hafa verið án hlutdeildarláns er fermetraverð íbúðanna að meðaltali um 7,8% hærra en fermetraverð sambærilegra íbúða sem keyptar eru með hlutdeildarláni,“ segir í tilkynningunni. Ný reiknivél Ennfremur segir að HMS hafi nú útbúið nýja reiknivél sem ætluð sé til að auðvelda fyrstu kaupendum og umsækjendum um hlutdeildarlán að átta sig á skilyrðum hlutdeildarlána og máta sig við úrræðið. „Í reiknivélina er m.a. hægt að setja inn fjölskyldutegund og fjölda barna á heimili og fá þannig upplýsingar um leyfilegar hámarkstekjur heimilisins. Þar er einnig hægt setja inn upplýsingar um eignir og skuldir og fá þannig upplýsingar um eigið fé umsækjanda og mögulegt hámarkskaupverð íbúða. Reiknivélin sem er bæði á íslensku og ensku má finna á heimasíðu HMS.“
Fasteignamarkaður Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira