Sármóðguð út af vangaveltum um að þær vilji tapa í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2023 13:00 Rachel Corsie segir fráleitt að halda að Skotar leggi ekki allt í sölurnar gegn Englandi í kvöld. Getty/Ian MacNicol Skotar eru í þeirri stórfurðulegu stöðu að geta með tapi í kvöld aukið líkur sínar á að komast inn á Ólympíuleikana í París næsta sumar. Þeir telja hins vegar fráleitt að fólk efist um heilindi þeirra. Lokaumferðin í riðlakeppni Þjóðadeildar kvenna í fótbolta er í dag og á Ísland fyrir höndum útileik gegn Danmörku. Í kvöld mætast einnig Skotland og England í A-riðli, þar sem Holland og Belgía mætast einnig. Staðan er þannig að Holland og England eru jöfn að stigum en Holland með þremur mörkum betri markatölu. Vinni England þremur mörkum stærri sigur en Holland í kvöld kemst England því upp úr riðlinum, og langt með að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Á Ólympíuleikunum keppa Englendingar hins vegar undir hatti Bretlands, og það gera Skotar einnig. Það þýðir að ef að enska landsliðið vinnur sér inn sæti á Ólympíuleikunum þá gætu leikmenn úr skoska liðinu komist í breska hópinn sem fer á leikana. Algjört hneyksli að draga heilindi okkar í efa Rachel Corrie, fyrirliði Skotlands, segir hins vegar fráleitt og algjöra vanvirðingu að halda að Skotar geri ekki sitt besta gegn Englandi í kvöld. „Það hafa margir utanaðkomandi talað um þetta og í sannleika sagt þá finnst mér þetta svo mikil vanvirðing,“ segir Corsie. View this post on Instagram A post shared by RACHEL CORSIE (@rachelcorsie14) „Eftir öll þessi ár sem ég hef spilað fyrir þjóð mína, þekkjandi stelpurnar í klefanum, þær sem vilja vera hérna og þær sem geta það ekki vegna meiðsla, þá finnst mér algjört hneyksli að draga í efa heilindi nokkurs leikmanns og mér finnst það rosaleg móðgun við okkur allar,“ segir Corsie og bætir við: „Ég skil að við fáum þessa spurningu en fyrir okkur er öll hvatningin sem við þurfum að spila fyrir landið okkar. Það er kannski erfitt að skilja það ef þú hefur aldrei prófað það en við þurfum enga aukahvatningu. Það er algjör hátindur íþróttanna að spila fyrir þjóð sína og það að klæðast skosku treyjunni er öll hvatningin sem við þurfum.“ Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Juventus lagði AC Milan Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands Sjá meira
Lokaumferðin í riðlakeppni Þjóðadeildar kvenna í fótbolta er í dag og á Ísland fyrir höndum útileik gegn Danmörku. Í kvöld mætast einnig Skotland og England í A-riðli, þar sem Holland og Belgía mætast einnig. Staðan er þannig að Holland og England eru jöfn að stigum en Holland með þremur mörkum betri markatölu. Vinni England þremur mörkum stærri sigur en Holland í kvöld kemst England því upp úr riðlinum, og langt með að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Á Ólympíuleikunum keppa Englendingar hins vegar undir hatti Bretlands, og það gera Skotar einnig. Það þýðir að ef að enska landsliðið vinnur sér inn sæti á Ólympíuleikunum þá gætu leikmenn úr skoska liðinu komist í breska hópinn sem fer á leikana. Algjört hneyksli að draga heilindi okkar í efa Rachel Corrie, fyrirliði Skotlands, segir hins vegar fráleitt og algjöra vanvirðingu að halda að Skotar geri ekki sitt besta gegn Englandi í kvöld. „Það hafa margir utanaðkomandi talað um þetta og í sannleika sagt þá finnst mér þetta svo mikil vanvirðing,“ segir Corsie. View this post on Instagram A post shared by RACHEL CORSIE (@rachelcorsie14) „Eftir öll þessi ár sem ég hef spilað fyrir þjóð mína, þekkjandi stelpurnar í klefanum, þær sem vilja vera hérna og þær sem geta það ekki vegna meiðsla, þá finnst mér algjört hneyksli að draga í efa heilindi nokkurs leikmanns og mér finnst það rosaleg móðgun við okkur allar,“ segir Corsie og bætir við: „Ég skil að við fáum þessa spurningu en fyrir okkur er öll hvatningin sem við þurfum að spila fyrir landið okkar. Það er kannski erfitt að skilja það ef þú hefur aldrei prófað það en við þurfum enga aukahvatningu. Það er algjör hátindur íþróttanna að spila fyrir þjóð sína og það að klæðast skosku treyjunni er öll hvatningin sem við þurfum.“
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Í beinni: Ísland - Kúba | Komið að Kúbverjum Handbolti Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Enski boltinn Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Körfubolti Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Handbolti Fleiri fréttir Juventus lagði AC Milan Í beinni: Arsenal - Aston Villa | Reynist Emery sínu gamla liði erfiður Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands Sjá meira
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti