Sármóðguð út af vangaveltum um að þær vilji tapa í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2023 13:00 Rachel Corsie segir fráleitt að halda að Skotar leggi ekki allt í sölurnar gegn Englandi í kvöld. Getty/Ian MacNicol Skotar eru í þeirri stórfurðulegu stöðu að geta með tapi í kvöld aukið líkur sínar á að komast inn á Ólympíuleikana í París næsta sumar. Þeir telja hins vegar fráleitt að fólk efist um heilindi þeirra. Lokaumferðin í riðlakeppni Þjóðadeildar kvenna í fótbolta er í dag og á Ísland fyrir höndum útileik gegn Danmörku. Í kvöld mætast einnig Skotland og England í A-riðli, þar sem Holland og Belgía mætast einnig. Staðan er þannig að Holland og England eru jöfn að stigum en Holland með þremur mörkum betri markatölu. Vinni England þremur mörkum stærri sigur en Holland í kvöld kemst England því upp úr riðlinum, og langt með að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Á Ólympíuleikunum keppa Englendingar hins vegar undir hatti Bretlands, og það gera Skotar einnig. Það þýðir að ef að enska landsliðið vinnur sér inn sæti á Ólympíuleikunum þá gætu leikmenn úr skoska liðinu komist í breska hópinn sem fer á leikana. Algjört hneyksli að draga heilindi okkar í efa Rachel Corrie, fyrirliði Skotlands, segir hins vegar fráleitt og algjöra vanvirðingu að halda að Skotar geri ekki sitt besta gegn Englandi í kvöld. „Það hafa margir utanaðkomandi talað um þetta og í sannleika sagt þá finnst mér þetta svo mikil vanvirðing,“ segir Corsie. View this post on Instagram A post shared by RACHEL CORSIE (@rachelcorsie14) „Eftir öll þessi ár sem ég hef spilað fyrir þjóð mína, þekkjandi stelpurnar í klefanum, þær sem vilja vera hérna og þær sem geta það ekki vegna meiðsla, þá finnst mér algjört hneyksli að draga í efa heilindi nokkurs leikmanns og mér finnst það rosaleg móðgun við okkur allar,“ segir Corsie og bætir við: „Ég skil að við fáum þessa spurningu en fyrir okkur er öll hvatningin sem við þurfum að spila fyrir landið okkar. Það er kannski erfitt að skilja það ef þú hefur aldrei prófað það en við þurfum enga aukahvatningu. Það er algjör hátindur íþróttanna að spila fyrir þjóð sína og það að klæðast skosku treyjunni er öll hvatningin sem við þurfum.“ Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira
Lokaumferðin í riðlakeppni Þjóðadeildar kvenna í fótbolta er í dag og á Ísland fyrir höndum útileik gegn Danmörku. Í kvöld mætast einnig Skotland og England í A-riðli, þar sem Holland og Belgía mætast einnig. Staðan er þannig að Holland og England eru jöfn að stigum en Holland með þremur mörkum betri markatölu. Vinni England þremur mörkum stærri sigur en Holland í kvöld kemst England því upp úr riðlinum, og langt með að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum. Á Ólympíuleikunum keppa Englendingar hins vegar undir hatti Bretlands, og það gera Skotar einnig. Það þýðir að ef að enska landsliðið vinnur sér inn sæti á Ólympíuleikunum þá gætu leikmenn úr skoska liðinu komist í breska hópinn sem fer á leikana. Algjört hneyksli að draga heilindi okkar í efa Rachel Corrie, fyrirliði Skotlands, segir hins vegar fráleitt og algjöra vanvirðingu að halda að Skotar geri ekki sitt besta gegn Englandi í kvöld. „Það hafa margir utanaðkomandi talað um þetta og í sannleika sagt þá finnst mér þetta svo mikil vanvirðing,“ segir Corsie. View this post on Instagram A post shared by RACHEL CORSIE (@rachelcorsie14) „Eftir öll þessi ár sem ég hef spilað fyrir þjóð mína, þekkjandi stelpurnar í klefanum, þær sem vilja vera hérna og þær sem geta það ekki vegna meiðsla, þá finnst mér algjört hneyksli að draga í efa heilindi nokkurs leikmanns og mér finnst það rosaleg móðgun við okkur allar,“ segir Corsie og bætir við: „Ég skil að við fáum þessa spurningu en fyrir okkur er öll hvatningin sem við þurfum að spila fyrir landið okkar. Það er kannski erfitt að skilja það ef þú hefur aldrei prófað það en við þurfum enga aukahvatningu. Það er algjör hátindur íþróttanna að spila fyrir þjóð sína og það að klæðast skosku treyjunni er öll hvatningin sem við þurfum.“
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Fleiri fréttir Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Sjá meira