Lífið

Ó­geðs­legt fyrir­bæri skilaði liðinu á­fram í úr­slit í Kviss

Stefán Árni Pálsson skrifar
ÍR og Fjölnir mættust í seinni undanúrslitarimmunni.
ÍR og Fjölnir mættust í seinni undanúrslitarimmunni.

Seinni undanúrslitaviðureignin í Kviss fór fram á laugardaginn á Stöð 2. Þar mættust ÍR-ingar og Fjölnir en ÍA hafði áður tryggt sér sæti í úrslitunum.

Í liði ÍR voru þau Viktoría Hermannsdóttir og Gauti Þeyr Másson og í liði Fjölnis þau Júlíana Sara og Kristmundur Axel. Mikið undir og spennan því rafmögnuð.

Úrslitin réðust undir lokin og þá í liðnum þrjú hint. Þar var spurt um fyrirbæri.

Hljómsveit úr Keflavík sem starfaði upp úr síðustu aldamótum nefndi sig eftir fyrirbærinu sem spurt var um.

Svarið kom og annað liðið tryggði sér áfram í úrslitaviðureignina. Hér að neðan má sjá hvernig viðureignin fór. Þeir sem vilja ekki sjá úrslitin og horfa síðar, geta horft á þáttinn í heild sinni á Stöð 2+ og í frelsiskerfi Stöðvar 2, en aðeins áskrifendur. 

Úrslitaþátturinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 á laugardagskvöldið. 

Klippa: Ógeðslegt fyrirbæri skilaði liðinu áfram í úrslit í Kviss





Fleiri fréttir

Sjá meira


×