Dæmd fyrir að þiggja styrk fyrir bíl sem hún keypti aldrei Árni Sæberg skrifar 4. desember 2023 13:17 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Fertug kona hefur verið dæmd til fjögurra mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir fjársvik, með því að hafa þegið styrk fyrir bíl sem hún keypti ekki. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að konunni hafi verið gefið að sök að hafa í júní árið 2020 sótt um styrk til bifreiðakaupa frá ótilgreindri stofnun eða fyrirtæki að fjárhæð 360 þúsund krónur, og lagt fram kaupsamning að bifreið með umsókninni. Styrkurinn hafi verið greiddur út tveimur dögum seinna án þess að kaupverð bifreiðarinnar væri nokkru sinni greitt og afhending bifreiðarinnar því aldrei farið fram. Konan hafi haldið eftir, í eigin þágu, styrknum til kaupanna. Hætti við að halda uppi vörnum Í dóminum segir að í fyrirkalli, sem var birt konunni í ágúst síðastliðnum, hafi verið tekið fram að sækti hún ekki þing mætti hún búast við því að fjarvist hennar yrði metin til jafns við það að hún viðurkenndi að hafa framið brot þau sem hún væri ákærð fyrir og að dómur yrði lagður á málið að henni fjarstaddri. Hún hafi ekki sótt þing við þingfestingu málsins en að mætt hafi verið fyrir hönd lögmanns og upplýst um að konan hefði óskað eftir því að hann yrði skipaður verjandi hennar, sem hafi og verið gert. Málinu hafi því verið frestað til fyrirtöku með konunni og verjanda hennar til 22. nóvember síðastliðins. Við þá fyrirtöku málsins hafi hvorki konan né verjandi hennar sótt þing. Verjandinn hefði haft samband við dóminn fyrir þinghaldið og upplýst um það að konan hugðist hvorki ætla að mæta til þinghaldsins né taka til varnar í málinu. Verjandinn hafi gert kröfu um hæfilega þóknun sér til handa. Rauf skilorð Þá segir í dóminum að talið hafi verið sannað, með vísan til ofanritaðs og gagna málsins að öðru leyti, að konan hafi framið þá háttsemi sem ákært var vegna og brot hennar rétt heimfært til refsiákvæða í ákærunni. Samkvæmt sakarvottorði hennar hafi henni verið gert að sæta þriggja mánaða fangelsi árið 2020, skilorðsbundið í tvö ár vegna auðgunarbrots. Þá hafi tveggja mánaða skilorðsdómi frá árinu 2019 verið dæmdur upp og konunni gerð refsing í einu lagi. Með broti sínu sem hér um ræðir hafi konan rofið framangreint skilorð og henni því gerð refsing fyrir bæði málin í einu lagi. Með vísan til framangreinds þætti refsing konunnar hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði en fresta skyldi fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún skuli falla niður að liðnum tveimur árum. Þá bæri að dæma konuna til til að greiða allan sakarkostnað málsins, sem einskorðist við þóknun skipaðs verjanda hennar fyrir dómi, sem þætti hæfilega ákveðin með hliðsjón af eðli og umfangi málsins 150.660 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys ef frumvarpið verði samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness segir að konunni hafi verið gefið að sök að hafa í júní árið 2020 sótt um styrk til bifreiðakaupa frá ótilgreindri stofnun eða fyrirtæki að fjárhæð 360 þúsund krónur, og lagt fram kaupsamning að bifreið með umsókninni. Styrkurinn hafi verið greiddur út tveimur dögum seinna án þess að kaupverð bifreiðarinnar væri nokkru sinni greitt og afhending bifreiðarinnar því aldrei farið fram. Konan hafi haldið eftir, í eigin þágu, styrknum til kaupanna. Hætti við að halda uppi vörnum Í dóminum segir að í fyrirkalli, sem var birt konunni í ágúst síðastliðnum, hafi verið tekið fram að sækti hún ekki þing mætti hún búast við því að fjarvist hennar yrði metin til jafns við það að hún viðurkenndi að hafa framið brot þau sem hún væri ákærð fyrir og að dómur yrði lagður á málið að henni fjarstaddri. Hún hafi ekki sótt þing við þingfestingu málsins en að mætt hafi verið fyrir hönd lögmanns og upplýst um að konan hefði óskað eftir því að hann yrði skipaður verjandi hennar, sem hafi og verið gert. Málinu hafi því verið frestað til fyrirtöku með konunni og verjanda hennar til 22. nóvember síðastliðins. Við þá fyrirtöku málsins hafi hvorki konan né verjandi hennar sótt þing. Verjandinn hefði haft samband við dóminn fyrir þinghaldið og upplýst um það að konan hugðist hvorki ætla að mæta til þinghaldsins né taka til varnar í málinu. Verjandinn hafi gert kröfu um hæfilega þóknun sér til handa. Rauf skilorð Þá segir í dóminum að talið hafi verið sannað, með vísan til ofanritaðs og gagna málsins að öðru leyti, að konan hafi framið þá háttsemi sem ákært var vegna og brot hennar rétt heimfært til refsiákvæða í ákærunni. Samkvæmt sakarvottorði hennar hafi henni verið gert að sæta þriggja mánaða fangelsi árið 2020, skilorðsbundið í tvö ár vegna auðgunarbrots. Þá hafi tveggja mánaða skilorðsdómi frá árinu 2019 verið dæmdur upp og konunni gerð refsing í einu lagi. Með broti sínu sem hér um ræðir hafi konan rofið framangreint skilorð og henni því gerð refsing fyrir bæði málin í einu lagi. Með vísan til framangreinds þætti refsing konunnar hæfilega ákveðin fangelsi í fjóra mánuði en fresta skyldi fullnustu fangelsisrefsingarinnar og hún skuli falla niður að liðnum tveimur árum. Þá bæri að dæma konuna til til að greiða allan sakarkostnað málsins, sem einskorðist við þóknun skipaðs verjanda hennar fyrir dómi, sem þætti hæfilega ákveðin með hliðsjón af eðli og umfangi málsins 150.660 krónur að meðtöldum virðisaukaskatti. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Efnahagsbrot Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Fleiri fréttir Menningarslys ef frumvarpið verði samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira