Krefjast rannsókna á gerð lánshæfismats Creditinfo Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2023 08:53 Ásthildur Lóa Þórsdóttir er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Einar Hagsmunasamtök heimilanna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á Persónuvernd að rannsaka ítarlega framkvæmd lánshæfismats Creditinfo og sérstaklega breytingar sem gerðar voru á dögunum. Þá fara samtökin fram á að dómsmálaráðherra feli óháðum aðila að gera úttekt á tölfræðilíkaninu sem notað er við gerð lánshæfismats, sem allra fyrst. Í yfirlýsingu Hagsmunasamtaka heimilannna eru fjórar athugasemdir gerðar við fyrrnefndar breytingar: Að neikvæðar breytingar á lánshæfismati séu fyrirvaralausar og afturvirkar Að skráningar á vanskilaskrá hafi áhrif lengur en starfsleyfi Creditinfo kveður á um Að notkun „viðbótarupplýsinga“ sé viðameiri en starfsleyfi Creditinfo kveður á um Að aldrei hafi farið fram óháð úttekt á lánshæfismatinu þannig að engar traustar og óháðar upplýsingar liggja því fyrir um áreiðanleika þess Samtökin gagnrýna „fyrirvaralausa lækkun á lánshæfismati með tilheyrandi neikvæðum áhrifum“ og skora á Persónuvernd að rannsaka málið. Í yfirlýsingunni er gagnrýnt að Creditinfo skuli nota sögulegar vanskilaupplýsingar mörg ár aftur í tímann við gerð lánshæfismats en eina heimildin sem starfsleyfi fyrirtækisins veiti til að nota upplýsingar um fyrri skráningar á vanskilaskrá sé til að verða við beiðnum einstaklinga um vinnslu persónuupplýsinga og til að leysa úr ágreiningi um réttmæti skráninga. Þá er einnig gagnrýnd notkun „viðbótarupplýsinga“ sem einstaklingar geta veitti heimild fyrir. Um sé að ræða áðurnefndar „fyrri skráningar“. „Á vefsíðu Creditinfo er fólki boðið upp á frítt lánshæfismat með því að veita leyfi fyrir notkun viðbótarupplýsinga, sem er líka greiðsla þó með öðrum hætti sé. Ekki er sérstaklega varað við því að þá getur lánshæfismat viðkomandi lækkað vegna uppflettinga aðila út í bæ, sem af einhverjum ástæðum þurfa að kanna stöðu viðkomandi í kerfum Creditinfo,“ segir í yfirlýsingu Hagsmunasamtakanna. Þar segir einnig að almennt gildi sú regla um afturvirkni að hún megi aðeins vera ívilnandi, ekki íþyngjandi. Þannig sé vafasamt að nota eldri upplýsingar en áður um vanskilasögu ef það leiði til lækkunar á lánshæfismati. Ekkert eftirlit sé haft með starfsemi Creditinfo. „Persónuvernd hefur bent á nauðsyn þess að fá óháðan aðila til að gera úttekt á því tölfræðilíkani sem er notað við lánshæfismat, en virðist ekki telja sig búa yfir nægilegri sérþekkingu til þess. Þrátt fyrir að nauðsyn slíkrar úttektar hafi verið margítrekuð hefur enginn annar opinber aðili svarað kallinu. Engar traustar og óháðar upplýsingar liggja því fyrir um áreiðanleika lánshæfismats heldur aðeins fullyrðingar frá fyrirtækinu Creditinfo, sem getur alls ekki talist forsvaranlegt að eigi þannig í reynd að hafa eftirlit með sjálfu sér.“ Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Þá fara samtökin fram á að dómsmálaráðherra feli óháðum aðila að gera úttekt á tölfræðilíkaninu sem notað er við gerð lánshæfismats, sem allra fyrst. Í yfirlýsingu Hagsmunasamtaka heimilannna eru fjórar athugasemdir gerðar við fyrrnefndar breytingar: Að neikvæðar breytingar á lánshæfismati séu fyrirvaralausar og afturvirkar Að skráningar á vanskilaskrá hafi áhrif lengur en starfsleyfi Creditinfo kveður á um Að notkun „viðbótarupplýsinga“ sé viðameiri en starfsleyfi Creditinfo kveður á um Að aldrei hafi farið fram óháð úttekt á lánshæfismatinu þannig að engar traustar og óháðar upplýsingar liggja því fyrir um áreiðanleika þess Samtökin gagnrýna „fyrirvaralausa lækkun á lánshæfismati með tilheyrandi neikvæðum áhrifum“ og skora á Persónuvernd að rannsaka málið. Í yfirlýsingunni er gagnrýnt að Creditinfo skuli nota sögulegar vanskilaupplýsingar mörg ár aftur í tímann við gerð lánshæfismats en eina heimildin sem starfsleyfi fyrirtækisins veiti til að nota upplýsingar um fyrri skráningar á vanskilaskrá sé til að verða við beiðnum einstaklinga um vinnslu persónuupplýsinga og til að leysa úr ágreiningi um réttmæti skráninga. Þá er einnig gagnrýnd notkun „viðbótarupplýsinga“ sem einstaklingar geta veitti heimild fyrir. Um sé að ræða áðurnefndar „fyrri skráningar“. „Á vefsíðu Creditinfo er fólki boðið upp á frítt lánshæfismat með því að veita leyfi fyrir notkun viðbótarupplýsinga, sem er líka greiðsla þó með öðrum hætti sé. Ekki er sérstaklega varað við því að þá getur lánshæfismat viðkomandi lækkað vegna uppflettinga aðila út í bæ, sem af einhverjum ástæðum þurfa að kanna stöðu viðkomandi í kerfum Creditinfo,“ segir í yfirlýsingu Hagsmunasamtakanna. Þar segir einnig að almennt gildi sú regla um afturvirkni að hún megi aðeins vera ívilnandi, ekki íþyngjandi. Þannig sé vafasamt að nota eldri upplýsingar en áður um vanskilasögu ef það leiði til lækkunar á lánshæfismati. Ekkert eftirlit sé haft með starfsemi Creditinfo. „Persónuvernd hefur bent á nauðsyn þess að fá óháðan aðila til að gera úttekt á því tölfræðilíkani sem er notað við lánshæfismat, en virðist ekki telja sig búa yfir nægilegri sérþekkingu til þess. Þrátt fyrir að nauðsyn slíkrar úttektar hafi verið margítrekuð hefur enginn annar opinber aðili svarað kallinu. Engar traustar og óháðar upplýsingar liggja því fyrir um áreiðanleika lánshæfismats heldur aðeins fullyrðingar frá fyrirtækinu Creditinfo, sem getur alls ekki talist forsvaranlegt að eigi þannig í reynd að hafa eftirlit með sjálfu sér.“
Neytendur Fjármál heimilisins Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira