„Við þurfum að breyta þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2023 23:31 Við þurfum að byrja betur. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Landsliðsþjálfarinn Arnar Pétursson er spenntur fyrir úrslitaleik Íslands við Angóla um sæti í milliriðli á HM kvenna í handbolta sem fram fer á morgun. Alveg ljóst er hvað Ísland þarf að bæta frá síðustu tveimur leikjum. Ísland lenti 11-3 undir snemma leik gegn Slóveníu í fyrsta leik og 7-0 undir gegn Frökkum í gær. Morgunljóst er að liðið þarf að læra lexíu hvað upphaf leikja varðar. Arnar kveðst hafa imprað á þessu við leikmenn á fundi í morgun. „Það er klárt. Við funduðum í morgun og ræddum þetta meðal annars. Við þurfum að breyta þessu, finna einhverjar lausnir og byrja þessa leiki betur. Við erum að fara í hörkuleik á morgun gegn sterku liði og við getum ekki gefið þeim eitt eða neitt á fyrstu mínútunum.“ segir Arnar. Angóla stóð vel í bæði Frökkum og Slóvenum. Frakkar rétt mörðu þær í fyrsta leik með minnsta mun og þá voru þær allan tímann inni í leiknum við Slóvena sem að endingu tapaðist. „Þetta er mjög sterkt lið. Það sem mér finnst líka bara frábært í þessu er að handboltaáhugamenn á Íslandi sem hafa kannski ekki verið að fylgjast mjög mikið með alþjóðlegum kvennahandbolta eru að sjá hversu mörg öflug lið eru hérna. Á morgun erum við að takast á við margfalda Afríkumeistara sem eru gríðarlega sterkar,“ segir Arnar. Nýtur sín í botn Ísland er á HM í fyrsta sinn í tólf ár. Allir leikmenn nema Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á HM í fyrsta sinn og sama er að segja um Arnar sem er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Hér er hann í essinu sínu. Klippa: Markmiðið að koma okkur í milliriðilinn „Mér finnst þetta frábært. Þetta er ofboðslega skemmtilegt. Það er gaman að vera hérna með stelpunum, liðinu og teyminu. Þetta er það sem við höfum gaman af því að gera – spila, vera í og grúska í handbolta – ég er að njóta þess í botn. Auðvitað er maður að læra helling. Alveg örugglega verður það þannig þegar maður gerir þetta upp að það verða einhverjir hlutir sem maður gerir öðruvísi þegar við förum næst,“ segir Arnar. Stemningin í stúkunni frábær og hjálpar til Íslensku stuðningsmennirnir hafa alfarið haldið uppi stemningu á leikjum stelpnanna okkar hingað til. Stuðningurinn hafi reynst mikilvægur í leiknum við Frakka í gær. „Þetta er skemmtilegt. Eins og í gær, þegar við lentum illa undir til að byrja með hélt stúkan áfram að styðja okkur. Það hjálpaði okkur klárlega í gegnum þennan erfiða kafla,“ segir Arnar og bætir við: „Frammistaðan eftir erfiðan kafla var mjög góð og við getum klárlega þakkað stúkunni að stórum hluta fyrir það. Hún var frábær og stelpurnar töluðu um það hvað það var mikilvægt að hafa fólkið í stúkunni.“ Markmiðið fyrir morgundaginn sé þá skýrt. Ísland ætli sér sigur og sæti í milliriðli á morgun. „Við stefnum á það. Við ætlum að spila mjög góðan leik á morgun og vitum það alveg að til þess að það markmið náist verðum við að eiga toppleik og bæta okkur á öllum sviðum. Það er klárlega markmiðið á morgun að skila góðu verki gegn mjög sterku liði og koma okkur í milliriðilinn.“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 á morgun og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Sjá meira
Ísland lenti 11-3 undir snemma leik gegn Slóveníu í fyrsta leik og 7-0 undir gegn Frökkum í gær. Morgunljóst er að liðið þarf að læra lexíu hvað upphaf leikja varðar. Arnar kveðst hafa imprað á þessu við leikmenn á fundi í morgun. „Það er klárt. Við funduðum í morgun og ræddum þetta meðal annars. Við þurfum að breyta þessu, finna einhverjar lausnir og byrja þessa leiki betur. Við erum að fara í hörkuleik á morgun gegn sterku liði og við getum ekki gefið þeim eitt eða neitt á fyrstu mínútunum.“ segir Arnar. Angóla stóð vel í bæði Frökkum og Slóvenum. Frakkar rétt mörðu þær í fyrsta leik með minnsta mun og þá voru þær allan tímann inni í leiknum við Slóvena sem að endingu tapaðist. „Þetta er mjög sterkt lið. Það sem mér finnst líka bara frábært í þessu er að handboltaáhugamenn á Íslandi sem hafa kannski ekki verið að fylgjast mjög mikið með alþjóðlegum kvennahandbolta eru að sjá hversu mörg öflug lið eru hérna. Á morgun erum við að takast á við margfalda Afríkumeistara sem eru gríðarlega sterkar,“ segir Arnar. Nýtur sín í botn Ísland er á HM í fyrsta sinn í tólf ár. Allir leikmenn nema Þórey Rósa Stefánsdóttir eru á HM í fyrsta sinn og sama er að segja um Arnar sem er á sínu fyrsta stórmóti sem þjálfari. Hér er hann í essinu sínu. Klippa: Markmiðið að koma okkur í milliriðilinn „Mér finnst þetta frábært. Þetta er ofboðslega skemmtilegt. Það er gaman að vera hérna með stelpunum, liðinu og teyminu. Þetta er það sem við höfum gaman af því að gera – spila, vera í og grúska í handbolta – ég er að njóta þess í botn. Auðvitað er maður að læra helling. Alveg örugglega verður það þannig þegar maður gerir þetta upp að það verða einhverjir hlutir sem maður gerir öðruvísi þegar við förum næst,“ segir Arnar. Stemningin í stúkunni frábær og hjálpar til Íslensku stuðningsmennirnir hafa alfarið haldið uppi stemningu á leikjum stelpnanna okkar hingað til. Stuðningurinn hafi reynst mikilvægur í leiknum við Frakka í gær. „Þetta er skemmtilegt. Eins og í gær, þegar við lentum illa undir til að byrja með hélt stúkan áfram að styðja okkur. Það hjálpaði okkur klárlega í gegnum þennan erfiða kafla,“ segir Arnar og bætir við: „Frammistaðan eftir erfiðan kafla var mjög góð og við getum klárlega þakkað stúkunni að stórum hluta fyrir það. Hún var frábær og stelpurnar töluðu um það hvað það var mikilvægt að hafa fólkið í stúkunni.“ Markmiðið fyrir morgundaginn sé þá skýrt. Ísland ætli sér sigur og sæti í milliriðli á morgun. „Við stefnum á það. Við ætlum að spila mjög góðan leik á morgun og vitum það alveg að til þess að það markmið náist verðum við að eiga toppleik og bæta okkur á öllum sviðum. Það er klárlega markmiðið á morgun að skila góðu verki gegn mjög sterku liði og koma okkur í milliriðilinn.“ segir Arnar. Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Ísland mætir Angóla klukkan 17:00 á morgun og verður leiknum lýst beint á Vísi. Landsliðinu er fylgt eftir hvert fótmál fram að leik og allar helstu fréttir af liðinu koma á Vísi um leið og þær berast.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Leik lokið: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða