„Stigsmunur á þessum liðum, vitum það alveg“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. desember 2023 19:24 Arnar Pétursson, þjálfari Íslands. EPA-EFE/Beate Oma Dahle „Hrikalega erfið byrjun, það er svona það fyrsta sem kemur upp í hugann,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Ísland tapaði með níu marka mun gegn Ólympíumeisturum Frakklands á HM fyrr í dag í leik þar sem Frakkar komust í 7-0. „Leist ekkert á þetta á tímabili, keyrðu svakalega á okkur. Eru gríðarlega öflugur og sýndu okkur það. Ólík byrjun en seinast, þær voru grimmari og betri en við til að byrja með. Gott hvernig við svöruðum því og kláruðum þennan seinni hálfleik,“ bætti Arnar við um aðspurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. Frakkland vann Angóla með aðeins einu marki í fyrsta leik og virtust ákveðnar í að sýna sitt rétta andlit í dag. „Það er alveg satt og gerðu það til að byrja með. Eru með svakalegt lið og miklir kandídatar í að vinna þennan titil, allavega að komast í úrslit.“ „Það er stigsmunur á þessum liðum, vitum það alveg, en karakter í okkur að koma til baka. Gríðarlega mikilvæg reynsla fyrir margar ungar stelpur með fáa leiki á bakinu. Að takast á við þessa maskínu, það er það jákvæða sem við tökum út úr þessu.“ „Það er líka mjög jákvætt. Auðvitað keyra þær yfir okkur til að byrja með en við tökum það með, við unnum seinni hálfleikinn. Það er mjög gott,“ sagði Arnar eftir að Valur Páll Eiríksson, blaðamaður Vísis og Stöðvar 2, benti á að Ísland hefði nú allavega unnið síðari hálfleikinn í dag. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var mögnuð í marki Íslands og varði meðal annars fjögur víti. „Þetta var geggjað, frábær frammistaða. Mætti halda að hún ætti afmæli í dag. Hjálpaði okkur klárlega á mjög erfiðum augnablikum í þessum leik, var frábær. Erum með frábært teymi í markinu. Þær (Elín Jóna og Hafdís Renötudóttir) eru frábærar saman og bakka hvor aðra vel upp.“ Elín Jóna var valin best af leikmönnum Íslands.EPA-EFE/Beate Oma Dahle Leikurinn við Angóla sker úr um hvort Ísland fari í milliriðil eða í Forsetabikarinn svokallaða. „Mér líst vel á það (verkefni). Hlakka til að takast á við það verkefni. Þær eru mjög sterkar, sýndu það alveg á móti Frökkunum. Smá basl á þeim í dag en það er lið sem er líkamlega mjög vel þjálfað. Þær eru kvikar, sterkar og öflugar.“ „Við þurfum að huga aðeins að byrjuninni, þurfum að gera eitthvað til að byrja aðeins betur. Þá getum við átt séns í þær,“ sagði Arnar að endingu. Klippa: Viðtal: Arnar Pétursson Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
„Leist ekkert á þetta á tímabili, keyrðu svakalega á okkur. Eru gríðarlega öflugur og sýndu okkur það. Ólík byrjun en seinast, þær voru grimmari og betri en við til að byrja með. Gott hvernig við svöruðum því og kláruðum þennan seinni hálfleik,“ bætti Arnar við um aðspurður hvernig tilfinningin væri eftir leik. Frakkland vann Angóla með aðeins einu marki í fyrsta leik og virtust ákveðnar í að sýna sitt rétta andlit í dag. „Það er alveg satt og gerðu það til að byrja með. Eru með svakalegt lið og miklir kandídatar í að vinna þennan titil, allavega að komast í úrslit.“ „Það er stigsmunur á þessum liðum, vitum það alveg, en karakter í okkur að koma til baka. Gríðarlega mikilvæg reynsla fyrir margar ungar stelpur með fáa leiki á bakinu. Að takast á við þessa maskínu, það er það jákvæða sem við tökum út úr þessu.“ „Það er líka mjög jákvætt. Auðvitað keyra þær yfir okkur til að byrja með en við tökum það með, við unnum seinni hálfleikinn. Það er mjög gott,“ sagði Arnar eftir að Valur Páll Eiríksson, blaðamaður Vísis og Stöðvar 2, benti á að Ísland hefði nú allavega unnið síðari hálfleikinn í dag. Elín Jóna Þorsteinsdóttir var mögnuð í marki Íslands og varði meðal annars fjögur víti. „Þetta var geggjað, frábær frammistaða. Mætti halda að hún ætti afmæli í dag. Hjálpaði okkur klárlega á mjög erfiðum augnablikum í þessum leik, var frábær. Erum með frábært teymi í markinu. Þær (Elín Jóna og Hafdís Renötudóttir) eru frábærar saman og bakka hvor aðra vel upp.“ Elín Jóna var valin best af leikmönnum Íslands.EPA-EFE/Beate Oma Dahle Leikurinn við Angóla sker úr um hvort Ísland fari í milliriðil eða í Forsetabikarinn svokallaða. „Mér líst vel á það (verkefni). Hlakka til að takast á við það verkefni. Þær eru mjög sterkar, sýndu það alveg á móti Frökkunum. Smá basl á þeim í dag en það er lið sem er líkamlega mjög vel þjálfað. Þær eru kvikar, sterkar og öflugar.“ „Við þurfum að huga aðeins að byrjuninni, þurfum að gera eitthvað til að byrja aðeins betur. Þá getum við átt séns í þær,“ sagði Arnar að endingu. Klippa: Viðtal: Arnar Pétursson
Handbolti Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira