Segir Þorstein ekki rétta manninn til að stýra landsliðinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2023 19:05 Guðbjörg Gunnarsdóttir sagði Þorstein Halldórsson ekki réttan mann til að stýra íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu. skjáskot Guðbjörg Gunnarsdóttir er markmannsþjálfari u-18 ára landsliðs Svíþjóðar sem mætir Íslandi í tveimur æfingaleikjum á dögunum. Hún gaf sig til tals við Ríkharð Óskar Guðnason fyrir komandi leiki, þegar talið barst að íslenska A-landsliðinu sagði hún erfitt að sjá leikplan þjálfarans Þorsteins Halldórssonar og viðurkenndi að hún teldi hann ekki rétta manninn til að stýra liðinu. Hóf bæði leikmanna- og þjálfaraferilinn í Hafnarfirði Þeirra samtal hófst á umræðu um endurkomu Guðbjargar í Kaplakrika, þar fara æfingaleikirnir fram en Guðbjörg hóf einmitt ferilinn með FH árið 1999. Eftir þrjú ár hjá FH og sex ár með Val lá leiðin erlendis en Guðbjörg spilaði með liðum í Noregi, Þýskalandi og Svíþjóð. Auk þess var hún landsliðsmarkvörður Íslands frá árinu 2004, hún á að baki 64 A-landsleiki auk þess að hafa leikið með öllum yngri landsliðum Íslands. KSÍ hafði ekki samband eftir að ferlinum lauk Guðbjörg sagði lífið eftir fótboltaferilinn hafa þróast fljótt, hún hafi enn áhuga og ástríðu á íþróttinni og vilji hafa áhrif á annan hátt. Knattspyrnusamband Svíþjóðar setti sig í samband við hana og bauð henni stöðu sem markmanns-þjálfari. Hún sagði KSÍ ekki hafa haft samband við sig og tók undir þegar fréttamaður sagði það þeirra missi. Guðbjörg gladdist yfir tækifærinu en sagði það „ótrúlega skrítið“ að mæta Íslandi í sínum fyrsta leik og viðurkenndi að hún fengi enn gæsahúð þegar þjóðsöngur Íslands spilast. Klippa: Viðtal við Guðbjörgu Gunnarsdóttir Er Þorsteinn rétti maðurinn til að stýra liðinu? „Nei“ Þegar talið barst íslenska A-landsliðinu sagðist Guðbjörg hafa séð framfarir í síðustu leikjum en þar áður hafi verið mikil stöðnun og oft á köflum hafi verið erfitt að sjá hvert leikplan liðsins væri. Hún sagði það gott að fleiri markverðir væru að koma upp en benti á það sem margir hafa kallað eftir, að Ísland ætti að halda úti u-23 ára liði til að auðvelda leikmönnum að brúa bilið milli yngri landsliða og A-landsliðsins. Ríkharð spurði Guðbjörgu að lokum hvort hún teldi Þorstein Halldórsson rétta manninn til að stýra liðinu eins og staðan er í dag. Svarið við því var einfalt „Nei“ frá Guðbjörgu. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland mætir Wales í Þjóðadeildinni í kvöld, leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Hóf bæði leikmanna- og þjálfaraferilinn í Hafnarfirði Þeirra samtal hófst á umræðu um endurkomu Guðbjargar í Kaplakrika, þar fara æfingaleikirnir fram en Guðbjörg hóf einmitt ferilinn með FH árið 1999. Eftir þrjú ár hjá FH og sex ár með Val lá leiðin erlendis en Guðbjörg spilaði með liðum í Noregi, Þýskalandi og Svíþjóð. Auk þess var hún landsliðsmarkvörður Íslands frá árinu 2004, hún á að baki 64 A-landsleiki auk þess að hafa leikið með öllum yngri landsliðum Íslands. KSÍ hafði ekki samband eftir að ferlinum lauk Guðbjörg sagði lífið eftir fótboltaferilinn hafa þróast fljótt, hún hafi enn áhuga og ástríðu á íþróttinni og vilji hafa áhrif á annan hátt. Knattspyrnusamband Svíþjóðar setti sig í samband við hana og bauð henni stöðu sem markmanns-þjálfari. Hún sagði KSÍ ekki hafa haft samband við sig og tók undir þegar fréttamaður sagði það þeirra missi. Guðbjörg gladdist yfir tækifærinu en sagði það „ótrúlega skrítið“ að mæta Íslandi í sínum fyrsta leik og viðurkenndi að hún fengi enn gæsahúð þegar þjóðsöngur Íslands spilast. Klippa: Viðtal við Guðbjörgu Gunnarsdóttir Er Þorsteinn rétti maðurinn til að stýra liðinu? „Nei“ Þegar talið barst íslenska A-landsliðinu sagðist Guðbjörg hafa séð framfarir í síðustu leikjum en þar áður hafi verið mikil stöðnun og oft á köflum hafi verið erfitt að sjá hvert leikplan liðsins væri. Hún sagði það gott að fleiri markverðir væru að koma upp en benti á það sem margir hafa kallað eftir, að Ísland ætti að halda úti u-23 ára liði til að auðvelda leikmönnum að brúa bilið milli yngri landsliða og A-landsliðsins. Ríkharð spurði Guðbjörgu að lokum hvort hún teldi Þorstein Halldórsson rétta manninn til að stýra liðinu eins og staðan er í dag. Svarið við því var einfalt „Nei“ frá Guðbjörgu. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland mætir Wales í Þjóðadeildinni í kvöld, leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Fleiri fréttir Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti