Segir Þorstein ekki rétta manninn til að stýra landsliðinu Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. desember 2023 19:05 Guðbjörg Gunnarsdóttir sagði Þorstein Halldórsson ekki réttan mann til að stýra íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu. skjáskot Guðbjörg Gunnarsdóttir er markmannsþjálfari u-18 ára landsliðs Svíþjóðar sem mætir Íslandi í tveimur æfingaleikjum á dögunum. Hún gaf sig til tals við Ríkharð Óskar Guðnason fyrir komandi leiki, þegar talið barst að íslenska A-landsliðinu sagði hún erfitt að sjá leikplan þjálfarans Þorsteins Halldórssonar og viðurkenndi að hún teldi hann ekki rétta manninn til að stýra liðinu. Hóf bæði leikmanna- og þjálfaraferilinn í Hafnarfirði Þeirra samtal hófst á umræðu um endurkomu Guðbjargar í Kaplakrika, þar fara æfingaleikirnir fram en Guðbjörg hóf einmitt ferilinn með FH árið 1999. Eftir þrjú ár hjá FH og sex ár með Val lá leiðin erlendis en Guðbjörg spilaði með liðum í Noregi, Þýskalandi og Svíþjóð. Auk þess var hún landsliðsmarkvörður Íslands frá árinu 2004, hún á að baki 64 A-landsleiki auk þess að hafa leikið með öllum yngri landsliðum Íslands. KSÍ hafði ekki samband eftir að ferlinum lauk Guðbjörg sagði lífið eftir fótboltaferilinn hafa þróast fljótt, hún hafi enn áhuga og ástríðu á íþróttinni og vilji hafa áhrif á annan hátt. Knattspyrnusamband Svíþjóðar setti sig í samband við hana og bauð henni stöðu sem markmanns-þjálfari. Hún sagði KSÍ ekki hafa haft samband við sig og tók undir þegar fréttamaður sagði það þeirra missi. Guðbjörg gladdist yfir tækifærinu en sagði það „ótrúlega skrítið“ að mæta Íslandi í sínum fyrsta leik og viðurkenndi að hún fengi enn gæsahúð þegar þjóðsöngur Íslands spilast. Klippa: Viðtal við Guðbjörgu Gunnarsdóttir Er Þorsteinn rétti maðurinn til að stýra liðinu? „Nei“ Þegar talið barst íslenska A-landsliðinu sagðist Guðbjörg hafa séð framfarir í síðustu leikjum en þar áður hafi verið mikil stöðnun og oft á köflum hafi verið erfitt að sjá hvert leikplan liðsins væri. Hún sagði það gott að fleiri markverðir væru að koma upp en benti á það sem margir hafa kallað eftir, að Ísland ætti að halda úti u-23 ára liði til að auðvelda leikmönnum að brúa bilið milli yngri landsliða og A-landsliðsins. Ríkharð spurði Guðbjörgu að lokum hvort hún teldi Þorstein Halldórsson rétta manninn til að stýra liðinu eins og staðan er í dag. Svarið við því var einfalt „Nei“ frá Guðbjörgu. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland mætir Wales í Þjóðadeildinni í kvöld, leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjá meira
Hóf bæði leikmanna- og þjálfaraferilinn í Hafnarfirði Þeirra samtal hófst á umræðu um endurkomu Guðbjargar í Kaplakrika, þar fara æfingaleikirnir fram en Guðbjörg hóf einmitt ferilinn með FH árið 1999. Eftir þrjú ár hjá FH og sex ár með Val lá leiðin erlendis en Guðbjörg spilaði með liðum í Noregi, Þýskalandi og Svíþjóð. Auk þess var hún landsliðsmarkvörður Íslands frá árinu 2004, hún á að baki 64 A-landsleiki auk þess að hafa leikið með öllum yngri landsliðum Íslands. KSÍ hafði ekki samband eftir að ferlinum lauk Guðbjörg sagði lífið eftir fótboltaferilinn hafa þróast fljótt, hún hafi enn áhuga og ástríðu á íþróttinni og vilji hafa áhrif á annan hátt. Knattspyrnusamband Svíþjóðar setti sig í samband við hana og bauð henni stöðu sem markmanns-þjálfari. Hún sagði KSÍ ekki hafa haft samband við sig og tók undir þegar fréttamaður sagði það þeirra missi. Guðbjörg gladdist yfir tækifærinu en sagði það „ótrúlega skrítið“ að mæta Íslandi í sínum fyrsta leik og viðurkenndi að hún fengi enn gæsahúð þegar þjóðsöngur Íslands spilast. Klippa: Viðtal við Guðbjörgu Gunnarsdóttir Er Þorsteinn rétti maðurinn til að stýra liðinu? „Nei“ Þegar talið barst íslenska A-landsliðinu sagðist Guðbjörg hafa séð framfarir í síðustu leikjum en þar áður hafi verið mikil stöðnun og oft á köflum hafi verið erfitt að sjá hvert leikplan liðsins væri. Hún sagði það gott að fleiri markverðir væru að koma upp en benti á það sem margir hafa kallað eftir, að Ísland ætti að halda úti u-23 ára liði til að auðvelda leikmönnum að brúa bilið milli yngri landsliða og A-landsliðsins. Ríkharð spurði Guðbjörgu að lokum hvort hún teldi Þorstein Halldórsson rétta manninn til að stýra liðinu eins og staðan er í dag. Svarið við því var einfalt „Nei“ frá Guðbjörgu. Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Ísland mætir Wales í Þjóðadeildinni í kvöld, leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Sænski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Körfubolti Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjá meira