Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Valur 71-68 | Haukar sluppu með skrekkinn Siggeir Ævarsson skrifar 2. desember 2023 21:20 Tinna Alexandersdóttir var frábær í kvöld og skoraði 22 stig. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Haukar tóku á móti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í leik þar sem að Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuknattleikskona í sögu þjóðarinnar, var kvödd fyrir leik en hún lék á sínum ferli með báðum þessum liðum. Eftir að hafa hvatt Helenu með virktum var flautað til leiks og voru það heimakonur sem voru miklu sterkari í upphafi leiks og komust í 10-0 og síðan í 15-3. Hin bandaríska Doniyah Cliney, sem var raunar eini erlendi leikmaðurinn í búning í dag, var ekki sannfærandi í byrjun og fór fljótlega af velli þar sem hún kenndi sér meins í læri og sat drykklanga stund á bekknum. Valskonur voru heilt yfir ekki sannfærandi í fyrri hálfleik en undir lok fyrri hálfleiks fengu þær tvö hraðaupphlaup í röð þar sem boltinn vildi ekki ofan í úr galopnum færum. Í stað þess að vera aðeins fjórum stigum undir voru þær átta stigum undir í hálfleik, staðan 40-32. Í seinni hálfleik mætti aftur á móti eitthvað allt annað Valslið til leiks. Haukakonur voru algjörlega heillum horfnar en eftir að hafa opnað leikhlutann með þristi kom ekki önnur karfa frá heimakonum í tæpar sjö mínútur. Valur vann leikhlutann með tíu stigum og leiddu því fyrir lokaátökin með tveimur. Úr varð æsispennandi leikur sem í raun hefði getað farið á hvorn veginn sem var en heppnin og áræðnin var Haukamegin þegar á reyndi og þær lönduðu þegar allt er talið til sanngjörnum sigri. Af hverju unnu Haukar? Þær reyndust sterkari á lokasprettinum. Tóku þetta á seiglunni og brotnuðu ekki þrátt fyrir mikið mótmæli í 3. leikhluta. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Haukum fór Tinna Alexandersdóttir fyrir stigaskorinu, 22 stig frá henni, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Anna Soffía Lárusdóttir átti sennilega sinn besta leik í Haukabúningnum hingað til, 16 stig (fjórir af sex í þristum) og fimm fráköst. Þá bauð Þóra Kristín Jónsdóttir upp á áhugaverða tölfræðilínu. Núll stig, fjögur fráköst og 15 stoðsendingar. Hjá Val voru það þrír leikmenn sem báru sóknarleikinn uppi. Dagbjört Jónsdóttir skoraði 17 og þær Ásta Júlía Grímsdóttir og Hildur Kjartansdóttir skoruðu báðar 15. Ásta bætti við tíu fráköstum og Hildur sjö. Hvað gekk illa? Smáatriðin féllu ekki með Valskonum í kvöld. Í það minnsta þrjú galopin sniðskot fóru forgörðum, sem er dýrt í leik sem tapast með þremur stigum. Hvað gerist næst? Valur tekur á móti Grindavík þriðjudaginn 5. desember og Haukar sækja Njarðvík heim daginn eftir. Hjalti Þór: „Þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem er“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var furðu sáttur þrátt fyrir tap. Allt í rétta átt að hans matiERNIR Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, gat ekki gefið skýringar á þungri byrjun Valskvenna en sagði þetta vera endurtekið efni úr síðasta leik. „Ég veit ekki hvað er að gerast í fyrri hálfleik. Við vorum líka svona flatar á móti Breiðabliki og svo þriðji leikhlutinn þrælgóður. Allar á sömu blaðsíðu og varnarlega mjög þéttar. Svo náttúrulega bara kemur sóknin þegar þú ert að setja orku í vörnina. Það er svona það sem er að gerast í 3. leikhluta.“ Litlu hlutirnir voru ekki beinlínis að falla með Val í kvöld í þessum jafna leik. „Það eru „lay-up“ sem við erum að klikka á og þær setja stór skot. Þær náttúrulega setja einhver 40 prósent af þriggjastiga skotunum. Spiluðu bara fanta vel, ég held að þetta sé örugglega besti leikurinn hjá Haukum í vetur. Ég var samt, þó að við töpum, þá er ég ánægður með leik minna stelpna fyrir utan auðvitað fyrsta leikhluta.“ Hin bandaríska Doniyah Cliney sýndi ekki beinlínis á sér sparihliðarnar í dag. Hana virtist mögulega skorta sjálfstraust og/eða meiri tíma með liðinu og tók Hjalti undir það. „Það vantar bara svona eins og þú segir, sjálfstraust í hana og takt með liðinu. Það vantar svolítið að hún bara láti vaða, eins og hún gerði síðan þegar hún kom inn á þegar hún var búin að hvíla í dágóðan tíma og var orðin svolítið fúl. Hún kemur bara til. Það eru hellings gæði þarna og ég hef fulla trú á að hún komi vel inn í þetta og spili vel með liðinu.“ Hjalti var þó óvenju léttur á brún í leikslok þrátt fyrir tap. „Ég er ánægður með heildina, lungan úr leiknum. Við byrjuðum rosa flatar og orkulitlar en svo kom það. Mér fannst þetta fantaleikur og þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem er.“ Subway-deild kvenna Haukar Valur
Haukar tóku á móti Val í Subway-deild kvenna í körfubolta í leik þar sem að Helena Sverrisdóttir, fremsta körfuknattleikskona í sögu þjóðarinnar, var kvödd fyrir leik en hún lék á sínum ferli með báðum þessum liðum. Eftir að hafa hvatt Helenu með virktum var flautað til leiks og voru það heimakonur sem voru miklu sterkari í upphafi leiks og komust í 10-0 og síðan í 15-3. Hin bandaríska Doniyah Cliney, sem var raunar eini erlendi leikmaðurinn í búning í dag, var ekki sannfærandi í byrjun og fór fljótlega af velli þar sem hún kenndi sér meins í læri og sat drykklanga stund á bekknum. Valskonur voru heilt yfir ekki sannfærandi í fyrri hálfleik en undir lok fyrri hálfleiks fengu þær tvö hraðaupphlaup í röð þar sem boltinn vildi ekki ofan í úr galopnum færum. Í stað þess að vera aðeins fjórum stigum undir voru þær átta stigum undir í hálfleik, staðan 40-32. Í seinni hálfleik mætti aftur á móti eitthvað allt annað Valslið til leiks. Haukakonur voru algjörlega heillum horfnar en eftir að hafa opnað leikhlutann með þristi kom ekki önnur karfa frá heimakonum í tæpar sjö mínútur. Valur vann leikhlutann með tíu stigum og leiddu því fyrir lokaátökin með tveimur. Úr varð æsispennandi leikur sem í raun hefði getað farið á hvorn veginn sem var en heppnin og áræðnin var Haukamegin þegar á reyndi og þær lönduðu þegar allt er talið til sanngjörnum sigri. Af hverju unnu Haukar? Þær reyndust sterkari á lokasprettinum. Tóku þetta á seiglunni og brotnuðu ekki þrátt fyrir mikið mótmæli í 3. leikhluta. Hverjar stóðu upp úr? Hjá Haukum fór Tinna Alexandersdóttir fyrir stigaskorinu, 22 stig frá henni, sjö fráköst og fimm stoðsendingar. Anna Soffía Lárusdóttir átti sennilega sinn besta leik í Haukabúningnum hingað til, 16 stig (fjórir af sex í þristum) og fimm fráköst. Þá bauð Þóra Kristín Jónsdóttir upp á áhugaverða tölfræðilínu. Núll stig, fjögur fráköst og 15 stoðsendingar. Hjá Val voru það þrír leikmenn sem báru sóknarleikinn uppi. Dagbjört Jónsdóttir skoraði 17 og þær Ásta Júlía Grímsdóttir og Hildur Kjartansdóttir skoruðu báðar 15. Ásta bætti við tíu fráköstum og Hildur sjö. Hvað gekk illa? Smáatriðin féllu ekki með Valskonum í kvöld. Í það minnsta þrjú galopin sniðskot fóru forgörðum, sem er dýrt í leik sem tapast með þremur stigum. Hvað gerist næst? Valur tekur á móti Grindavík þriðjudaginn 5. desember og Haukar sækja Njarðvík heim daginn eftir. Hjalti Þór: „Þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem er“ Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Vals, var furðu sáttur þrátt fyrir tap. Allt í rétta átt að hans matiERNIR Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Keflavíkur, gat ekki gefið skýringar á þungri byrjun Valskvenna en sagði þetta vera endurtekið efni úr síðasta leik. „Ég veit ekki hvað er að gerast í fyrri hálfleik. Við vorum líka svona flatar á móti Breiðabliki og svo þriðji leikhlutinn þrælgóður. Allar á sömu blaðsíðu og varnarlega mjög þéttar. Svo náttúrulega bara kemur sóknin þegar þú ert að setja orku í vörnina. Það er svona það sem er að gerast í 3. leikhluta.“ Litlu hlutirnir voru ekki beinlínis að falla með Val í kvöld í þessum jafna leik. „Það eru „lay-up“ sem við erum að klikka á og þær setja stór skot. Þær náttúrulega setja einhver 40 prósent af þriggjastiga skotunum. Spiluðu bara fanta vel, ég held að þetta sé örugglega besti leikurinn hjá Haukum í vetur. Ég var samt, þó að við töpum, þá er ég ánægður með leik minna stelpna fyrir utan auðvitað fyrsta leikhluta.“ Hin bandaríska Doniyah Cliney sýndi ekki beinlínis á sér sparihliðarnar í dag. Hana virtist mögulega skorta sjálfstraust og/eða meiri tíma með liðinu og tók Hjalti undir það. „Það vantar bara svona eins og þú segir, sjálfstraust í hana og takt með liðinu. Það vantar svolítið að hún bara láti vaða, eins og hún gerði síðan þegar hún kom inn á þegar hún var búin að hvíla í dágóðan tíma og var orðin svolítið fúl. Hún kemur bara til. Það eru hellings gæði þarna og ég hef fulla trú á að hún komi vel inn í þetta og spili vel með liðinu.“ Hjalti var þó óvenju léttur á brún í leikslok þrátt fyrir tap. „Ég er ánægður með heildina, lungan úr leiknum. Við byrjuðum rosa flatar og orkulitlar en svo kom það. Mér fannst þetta fantaleikur og þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem er.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti