Gáfu bílskúrsfylli af dósum til Grindavíkur Jón Þór Stefánsson skrifar 1. desember 2023 14:45 Garðar, Kristinn og Darri Vísir/Ívar Fannar Þrír ungir drengir skiluðu í gær hundrað þúsund krónum til Rauða krossins eftir mikla dósasöfnun í Laugardalnum. Móðir eins þeirra segir að bílskúr hafi verið orðinn troðfullur af dósum eftir söfnunina. Drengirnir, Garðar, Kristinn og Darri fóru tvisvar út að safna. Fréttastofa náði tali af þeim eftir fyrri söfnunina þar sem þeir sögðu að markmiðið væri að fjármagna spil, leikföng og bangsa handa börnum frá Grindavík. Aðspurðir um hvers vegna þeir hafi ákveðið að safna fyrir Grindavík svöruðu drengirnir: „Við heyrðum bara frá fréttunum,“ sagði Garðar. „Að það væru sprungur og eitthvað í götunni,“ sagði Darri. „Í Grindavík,“ bætti Kristinn við í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann átjánda nóvember. Þurftu stóran sendibíl til að skila dósunum af sér Framganga drengjanna í kvöldfréttatímanum vakti athygli og varð til þess að þeir gátu safnað enn meiru. „Þetta var alveg rosalega mikið. Eftir umfjöllunina hafði fólk samband og mætti til okkar með poka. Þannig þetta kom nokkuð hratt,“ segir Lovísa Árnadóttir, móðir eins drengsins í samtali við Vísi. „Við höfðum ekki bílskúrspláss í meira,“ segir hún og útskýrir að það hafi þurft stóran sendibíl til að fara með dósirnar á áfangastað. Komu upphæðinni upp í hundrað Með uppátækinu söfnuðu drengirnir 43 þúsund krónum, sem þýðir að þeir hafi safnað rúmlega tvö þúsund dósum og flöskum og farið með í endurvinnsluna. Kids Coolshop ákvað síðan að leggja sitt lóð á vogaskálarnar og bæta við upphæðina svo hún gæti orðið að hundrað þúsund krónum, og ekki nóg með það heldur gaf verslunin þrjá bangsa með. Drengirnir þrír hjá Rauða krossinum.Aðsend/Lovísa Lovísa segir að drengjunum hafi verið vel tekið hjá Rauða krossinum þegar þeir skiluðu 100 þúsund krónunum. „Viðbrögðin hjá Rauða krossinum voru algjörlega frábær. Það var vel tekið á móti þeim. Þar voru allir svo þakklátir og þeir fengu viðurkenningarskjöl. Það munar um þetta, hundrað þúsund krónur.“ Góðverk Grindavík Krakkar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Tengdar fréttir Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. 18. nóvember 2023 21:47 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira
Drengirnir, Garðar, Kristinn og Darri fóru tvisvar út að safna. Fréttastofa náði tali af þeim eftir fyrri söfnunina þar sem þeir sögðu að markmiðið væri að fjármagna spil, leikföng og bangsa handa börnum frá Grindavík. Aðspurðir um hvers vegna þeir hafi ákveðið að safna fyrir Grindavík svöruðu drengirnir: „Við heyrðum bara frá fréttunum,“ sagði Garðar. „Að það væru sprungur og eitthvað í götunni,“ sagði Darri. „Í Grindavík,“ bætti Kristinn við í kvöldfréttum Stöðvar 2 þann átjánda nóvember. Þurftu stóran sendibíl til að skila dósunum af sér Framganga drengjanna í kvöldfréttatímanum vakti athygli og varð til þess að þeir gátu safnað enn meiru. „Þetta var alveg rosalega mikið. Eftir umfjöllunina hafði fólk samband og mætti til okkar með poka. Þannig þetta kom nokkuð hratt,“ segir Lovísa Árnadóttir, móðir eins drengsins í samtali við Vísi. „Við höfðum ekki bílskúrspláss í meira,“ segir hún og útskýrir að það hafi þurft stóran sendibíl til að fara með dósirnar á áfangastað. Komu upphæðinni upp í hundrað Með uppátækinu söfnuðu drengirnir 43 þúsund krónum, sem þýðir að þeir hafi safnað rúmlega tvö þúsund dósum og flöskum og farið með í endurvinnsluna. Kids Coolshop ákvað síðan að leggja sitt lóð á vogaskálarnar og bæta við upphæðina svo hún gæti orðið að hundrað þúsund krónum, og ekki nóg með það heldur gaf verslunin þrjá bangsa með. Drengirnir þrír hjá Rauða krossinum.Aðsend/Lovísa Lovísa segir að drengjunum hafi verið vel tekið hjá Rauða krossinum þegar þeir skiluðu 100 þúsund krónunum. „Viðbrögðin hjá Rauða krossinum voru algjörlega frábær. Það var vel tekið á móti þeim. Þar voru allir svo þakklátir og þeir fengu viðurkenningarskjöl. Það munar um þetta, hundrað þúsund krónur.“
Góðverk Grindavík Krakkar Eldgos á Reykjanesskaga Reykjavík Tengdar fréttir Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. 18. nóvember 2023 21:47 Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Hundur í hjólastól í Sandgerði Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Sjá meira
Safna dósum svo grindvísk börn fái bangsa Síðustu daga hafa fyrirtæki, einstaklingar og verkalýðsfélög lýst yfir stuðningi við Grindvíkinga og boðið fram aðstoð. Nokkrir ungir drengir úr Laugardalnum vildu leggja sitt af mörkum til að aðstoða Grindvíkinga. Þeir safna nú dósum til að grindvísk börn geti eignast nýjan bangsa. 18. nóvember 2023 21:47