Zonta segja nei við kynbundnu ofbeldi Sigríður Björk Guðjónsdóttir og Eygló Harðardóttir skrifa 4. desember 2023 09:01 Þann 24. október var aftur blásið til heils dags kvennaverkfalls undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Þannig var áréttað að þó Ísland hafi tekið stór skref fram á við þegar kemur að jafnrétti kynjanna frá því fyrsta kvennaverkfallið var haldið, eru enn stór verkefni óunnin. Ekki hvað síst er varðar kynbundið ofbeldi, heimilisofbeldi, kynferðisbrot og valdbeitingu á vinnumarkaði. Zontasamband Íslands eru samtök kvenna sem vinna að því að bæta stöðu kvenna og stúlkna í heiminum og stuðla að jafnrétti. Helstu áherslur Zonta eru að koma í veg fyrir barnabrúðkaup, hækka menntunarstig kvenna og segja skýrt nei við ofbeldi gegn konum og stúlkum. Árið 2018 var unnin rannsóknin „Áfallasaga kvenna“, sem náði til um 30% íslenskumælandi kvenna á vinnumarkaðnum. Í niðurstöðunum kom fram að á lífsleiðinni höfðu 40% kvennanna orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi, 32% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað og 14% þátttakenda höfðu einkenni áfallastreituröskunar. Þá staðfesti rannsóknin langvarandi líkamleg heilsufarsáhrif ofbeldis og áfalla á konur. Þetta bætist við aðra áhrifaþætti ójafnréttis á heilsu kvenna, þar á meðal kynbundinn vinnumarkað og umönnunarbyrði kvenna. Konur hafa á hverjum tíma verið um 60% örorkulífeyrisþega. Eykst munurinn milli karla og kvenna með aldri og má rekja stærstan hluta fjölgunar örorkulífeyrisþega á tímabilinu 2008-2019 til kvenna 50 ára og eldri, eða 42,3%. Þá nýta konur heilbrigðisþjónustu meira en karlar svo ótalinn sé kostnaður sveitarfélaga og réttarvörslukerfisins vegna kynbundins ofbeldis. Á fjórða tug verkalýðsfélaga og kvennasamtaka stóðu að kvennaverkfallinu og lögðu áherslu á hnitmiðaðar aðgerðir í þágu jafnréttis, þ.m.t. gegn kynbundnu ofbeldi. Því ber að fagna þar sem alltof lengi hefur þunginn af þjónustu vegna afleiðinga ofbeldis hvílt á borði kvenna og samtaka þeirra og til hliðar við stóru opinberu stuðningskerfin sem oft er samið um við kjarasamningsborðið. Við þurfum öll saman að segja nei við kynbundnu ofbeldi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri hjá sama embætti. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Björk Guðjónsdóttir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Eygló Harðardóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Þann 24. október var aftur blásið til heils dags kvennaverkfalls undir yfirskriftinni „Kallarðu þetta jafnrétti?“ Þannig var áréttað að þó Ísland hafi tekið stór skref fram á við þegar kemur að jafnrétti kynjanna frá því fyrsta kvennaverkfallið var haldið, eru enn stór verkefni óunnin. Ekki hvað síst er varðar kynbundið ofbeldi, heimilisofbeldi, kynferðisbrot og valdbeitingu á vinnumarkaði. Zontasamband Íslands eru samtök kvenna sem vinna að því að bæta stöðu kvenna og stúlkna í heiminum og stuðla að jafnrétti. Helstu áherslur Zonta eru að koma í veg fyrir barnabrúðkaup, hækka menntunarstig kvenna og segja skýrt nei við ofbeldi gegn konum og stúlkum. Árið 2018 var unnin rannsóknin „Áfallasaga kvenna“, sem náði til um 30% íslenskumælandi kvenna á vinnumarkaðnum. Í niðurstöðunum kom fram að á lífsleiðinni höfðu 40% kvennanna orðið fyrir líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi, 32% höfðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustað og 14% þátttakenda höfðu einkenni áfallastreituröskunar. Þá staðfesti rannsóknin langvarandi líkamleg heilsufarsáhrif ofbeldis og áfalla á konur. Þetta bætist við aðra áhrifaþætti ójafnréttis á heilsu kvenna, þar á meðal kynbundinn vinnumarkað og umönnunarbyrði kvenna. Konur hafa á hverjum tíma verið um 60% örorkulífeyrisþega. Eykst munurinn milli karla og kvenna með aldri og má rekja stærstan hluta fjölgunar örorkulífeyrisþega á tímabilinu 2008-2019 til kvenna 50 ára og eldri, eða 42,3%. Þá nýta konur heilbrigðisþjónustu meira en karlar svo ótalinn sé kostnaður sveitarfélaga og réttarvörslukerfisins vegna kynbundins ofbeldis. Á fjórða tug verkalýðsfélaga og kvennasamtaka stóðu að kvennaverkfallinu og lögðu áherslu á hnitmiðaðar aðgerðir í þágu jafnréttis, þ.m.t. gegn kynbundnu ofbeldi. Því ber að fagna þar sem alltof lengi hefur þunginn af þjónustu vegna afleiðinga ofbeldis hvílt á borði kvenna og samtaka þeirra og til hliðar við stóru opinberu stuðningskerfin sem oft er samið um við kjarasamningsborðið. Við þurfum öll saman að segja nei við kynbundnu ofbeldi. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri og Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri hjá sama embætti. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar